Tíminn flýgur...
Ja hérna hér...á morgun er akkúrat mánuður síðan við héldum af stað frá gamla Fróni...og það sem tíminn hefur liðið hratt ! Við höfum mikið rætt um það hvenær og hvort maður eigi eftir að fá tilfinninguna að HÉR eigum við heima...enn sem komið er erum við alltaf að upplifa eitthvað nýtt og bara það að taka strætó er spennandi ;) Sennilega verðum við enn með þessa túristatilfinningu þegar árið er liðið....
En að öðru...við fórum að skoða annan leikskóla á föstudaginn og sá leikskóli er í sömu götu og við búum í. Okkur leist mjög vel á hann og Elvar sýndi það að hann er í mikilli þörf fyrir félagsskap annarra barna því það var erfitt að ná honum út. Eina sem angraði okkur var aðstaðan, sem okkur finnst ekkert æði og þá sérstaklega garðurinn...sem var eiginlega bara frímerki. En andinn var góður og starfsfólkið vingjarnlegt svo við eiginlega fastsettum að hann myndi koma aftur í heimsókn á mánudaginn. Jæja...sama dag fórum við í smá hjólreiðatúr og nema hvað að við hjólum framhjá leikskóla sem er mjög nálægt og leit mjög vel út...risagarður í kring. Arnar vippaði sér af hjólinu og barði dyra (þrufti að berja nokkuð oft) og kríaði út bækling um starfsemina. Og viti menn...þetta var ódýrara en á hinum og allt saman voða glæsilegt. Þanning að nú vandast málin, við eigum að mæta með Elvar í heimsóknina á mánudag en langar helst að athuga þennan áður....tíminn ekki að vinna með okkur þar því það er hæpið að við náum að hringja í þennan leikskóla og fá að skoða hann fyrir klukkan þrjú á mánudag....Jæja nú lýk ég þessum gríðarspennandi leikskólapistli...fáið að heyra framhaldið síðar...jíhaaaa ;)
Talandi um hjólreiðar...nú blússar maður bara um borgina á nýja fáknum, þvílíkur munur að hjóla á því. Ég er búin að hjóla í skólann og er bara assgoti fljótt að því. Eina sem er nú að angra mann í þessum málum og það er umferðin...svoldið stressandi að hjóla í svona stórborg og í vinstri umferð. Enda þyl ég í huganum "Stay on the left side, stay on the left side" eins og biluð plata. Sem betur fer þarf ég þó ekki að vera á miklum umferðargötum á skólaleiðinni...En ég gerði mikla uppgötvun í miðri left-side þulunni minni...ég uppgötvaði af hverju ég er með dulda hjólafælni ! Það er vegna þess að þegar ég var lítil Þingeyrarpæja og hjólaði um plássið varð mér einu sinni á að hjóla í gegnum nýlagða (leggur maður kannski ekki steypu) steypu ! Ég man þetta eins og hafi gerst í gær...ég brunaði á fullu gasi, minnir að einhver hafi verið að hjóla á eftir mér (kannski einhver af mínum saumó vinkonum..hmmm?) og kem á fullri ferð fyrir hornið á "Kranakjör" ;) ...voru þá ekki Gunnar í Hlíð og einhver annar að dást að blautri steypunni fyrir framan innganginn á búðinni....og ég bruna þar í gegn og skil eftir fallegt far í steypunni :/ Þeir góluðu nú einhver ókvæðisorð á eftir saklausu barninu (mér) og ég er greinilega með komplexa vegna þessa...haha! Hvað skyldi Dr. Phil segja við þessu ?
En nú skal láta staðar numið í bili...ef einhver hefur ráðleggingar vegna þessarar sálgreiningar endilega skellið þeim í kommentin ;) Og já stelpur, ég sendi ykkur e-mail soon...er með skýrslu varðandi verslunarmál ;)
Knús og kosserí
Hjóla-Magga
En að öðru...við fórum að skoða annan leikskóla á föstudaginn og sá leikskóli er í sömu götu og við búum í. Okkur leist mjög vel á hann og Elvar sýndi það að hann er í mikilli þörf fyrir félagsskap annarra barna því það var erfitt að ná honum út. Eina sem angraði okkur var aðstaðan, sem okkur finnst ekkert æði og þá sérstaklega garðurinn...sem var eiginlega bara frímerki. En andinn var góður og starfsfólkið vingjarnlegt svo við eiginlega fastsettum að hann myndi koma aftur í heimsókn á mánudaginn. Jæja...sama dag fórum við í smá hjólreiðatúr og nema hvað að við hjólum framhjá leikskóla sem er mjög nálægt og leit mjög vel út...risagarður í kring. Arnar vippaði sér af hjólinu og barði dyra (þrufti að berja nokkuð oft) og kríaði út bækling um starfsemina. Og viti menn...þetta var ódýrara en á hinum og allt saman voða glæsilegt. Þanning að nú vandast málin, við eigum að mæta með Elvar í heimsóknina á mánudag en langar helst að athuga þennan áður....tíminn ekki að vinna með okkur þar því það er hæpið að við náum að hringja í þennan leikskóla og fá að skoða hann fyrir klukkan þrjú á mánudag....Jæja nú lýk ég þessum gríðarspennandi leikskólapistli...fáið að heyra framhaldið síðar...jíhaaaa ;)
Talandi um hjólreiðar...nú blússar maður bara um borgina á nýja fáknum, þvílíkur munur að hjóla á því. Ég er búin að hjóla í skólann og er bara assgoti fljótt að því. Eina sem er nú að angra mann í þessum málum og það er umferðin...svoldið stressandi að hjóla í svona stórborg og í vinstri umferð. Enda þyl ég í huganum "Stay on the left side, stay on the left side" eins og biluð plata. Sem betur fer þarf ég þó ekki að vera á miklum umferðargötum á skólaleiðinni...En ég gerði mikla uppgötvun í miðri left-side þulunni minni...ég uppgötvaði af hverju ég er með dulda hjólafælni ! Það er vegna þess að þegar ég var lítil Þingeyrarpæja og hjólaði um plássið varð mér einu sinni á að hjóla í gegnum nýlagða (leggur maður kannski ekki steypu) steypu ! Ég man þetta eins og hafi gerst í gær...ég brunaði á fullu gasi, minnir að einhver hafi verið að hjóla á eftir mér (kannski einhver af mínum saumó vinkonum..hmmm?) og kem á fullri ferð fyrir hornið á "Kranakjör" ;) ...voru þá ekki Gunnar í Hlíð og einhver annar að dást að blautri steypunni fyrir framan innganginn á búðinni....og ég bruna þar í gegn og skil eftir fallegt far í steypunni :/ Þeir góluðu nú einhver ókvæðisorð á eftir saklausu barninu (mér) og ég er greinilega með komplexa vegna þessa...haha! Hvað skyldi Dr. Phil segja við þessu ?
En nú skal láta staðar numið í bili...ef einhver hefur ráðleggingar vegna þessarar sálgreiningar endilega skellið þeim í kommentin ;) Og já stelpur, ég sendi ykkur e-mail soon...er með skýrslu varðandi verslunarmál ;)
Knús og kosserí
Hjóla-Magga