mánudagur, ágúst 13, 2007

Life in the festival city....

Ósköp hefur nú lítið gerst hér undanfarið, og ágætis ástæður fyrir því. Tíminn svoleiðis rýkur frá okkur Edinborgurum þessa dagana...og eftir stöndum við og reynum í fáti að koma skipulagi á það sem okkur langar til að gera og það sem við þurfum að gera. Verst að væntingar og langanir fara ekki alltaf saman ;)

Ritgerðarskrif eru í góðum farveg, var að koma frá uppáhalds-prófessorinum mínum sem las fyrsta uppkast um helgina. Ég var nokkuð kvíðin fyrir fundinn, sá fyrir mér að hann væri bara búinn að tússa yfir allt með rauðu og ég þyfti að endurskrifa heilan helling. En sem betur fór ekki svo og hann var bara mjög jákvæður. Verst þótti mér að þetta er sennilega í síðasta skiptið sem ég hitti þennan mæta mann sem var frábært að fá að kynnast....

En nóg um það sem ég þarf að gera....þá er það sem mig langar að gera! Og það er að njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða þessa dagana. Þvílíkt líf og þvílík mannmergð! Við höfum verið að skjótast af og til niður í bæ og það er sko alveg hægt að gleyma sér á Royal Mile við það eitt að horfa á mannlífið. Það úir og grúir af ferðamönnum, skemmtikröftum og "auglýsingadreifurum" ....varla hægt að komast tvö skref áfram án þess að vera komin með fullar hendur af miðum. Svo er ekki laust við að það þyrmi aðeins yfir mann yfir öllu framboðinu af atriðum og uppákomum. Við hjónin erum búin að sjá margt álitlegt og erum búin að ákveða að koma einhvern tímann hingað á festivalið...barnlaus :) og njóta þess að rápa um og stinga sér á eitthvað spennandi.

Við ætlum að reyna að komast á eitthvað áður en við förum, langar t.d. á japanskan trumbuslátt, starwars kómedíu, cirkus undir berum himni, barnaleikrit fyrir stubbamanninn...og auðvitað á tattoo-ið, sem uppseldist á í apríl. Nóg að gera sem sagt...fyrir utan að þurfa að klára ritgerð, pakka niður, þrífa hús, koma búslóð í skip....og kíkja í búðir...rétt aðeins að kíkja í búðirnar, kveðja þær og þakka góð viðkynni ;)

Stefnan er því þessi: klára ritgerðina í þessari viku og hafa þá tvær vikur í allt hitt. Svo eigum við von á gestum, mamma og Stína ætla að koma á fimmtudaginn í næstu viku....síðasta heimsóknin til okkar á Blantyre Terrace. Tja, nema einhver vilji skella sér ???

Segjum það gott í bili...og við ykkur sem ætlið að fjölmenna út á völl þann 2. september segi ég: Þið hafið 21 dag til að undirbúa ykkur!!!

Knús á línuna :*

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

heibs
Alltaf nóg að gera. Maður væri nú sko alveg til í að skella sér....... ummmmmm
Verður ekki hittingur fljótt eftir heimkomu?
Get því miður ekki verið á flugvellinum þar sem ég verð í Manchester en sendi e.t.v. einhvern í minn stað til að veifa og bjóða ykkur velkomin aftur á klakann. Dí hvað það verður nú gaman að hittast aftur.
Er nokkuð búið að finna framtíðarhúsnæði?
Knús knús knús knús
Dags

2:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey darling!
Ju eg er sko til i hitting sem fyrst (skrytid ad vera ad fara ad plana svoleidis, hehe, mar er bara alveg a leidinni ;) Vardandi husnaedid, nei ekki enn. En margt mjog alitlegt, spurning med kopavoginn eda holtid? Allavega buin ad saekja um f. stubbinn a badum stodum ;)
Goda skemmtun i Manchester, versladu nu nogu mikid a medan kallarnir eru a leiknum, hehe.
Knus!

2:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Myndasjóið á síðunni vekur nú skrýtnar tilfinningar í brjósti... ég veit ég er nýbúin að vera í Edinborg en ég sakna hennar mikið. Fyndið að ég skyldi hitta ykkur bæði á förnum.... gangi ykkur allt vel við heimförina og njótið nú síðustu daganna eins og þið getið.

11:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe,já Kolbrún...þetta sýnir bara hvað Edinborg er lítil og kósí borg ;) Ég skil vel að þú saknir hennar...er þegar farin að kvíða því að segja bless :(
Bestu kveðjur...

2:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, nú er mín loks komin í netsamband heim :) keypti mér lappara og fengum okkur netið.. ekki seinna vænna ;)
já ég trúi því að síðustu dagarnir ykkar verði bissý. Mikið að skoða og kveðja borgina... hlýtur að vera skrítið að vera að segja bless við hana.. nema þá sem gestur síðar meir. Hey... það eru líka fínir leikskólar í Mosó.. :D tíhíhí... segi nú bara sonna ;p
Hlakka svo mikið til að fá ykkur heim elskurnar mínar!
Kannski að maður skundi á völlinn með íslenska fánann og blöðrur og læti.. hehe.
Knús á línuna :*
við heyrumst soon... finnum tíma sem hentar okkur luv.
Hrefna og co

9:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jiii en gaman að þú sért komin í netsamband Hrefna! Var hálf lónlí að "heyra" ekk oftar í þér ;) Já þú meinar að mosó sé málið, hehe...
Heyrumst sem fyrst, þetta ritgerðarskrifli fer að fá að fjúka og þá væri gaman að ná einu spjalli áður en ég kem heim ;) Bið að heilsa heim í bæinn :*

9:04 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home