þriðjudagur, apríl 03, 2007

Nokkrar staðreyndir....

Spáin fyrir morgundaginn: 17 gráður og heiðskýrt! Ég inni að skrifa ritgerð (word-count 2342)

Björk að halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í 6 ár, um páskana...verst að það er akkúrat árið sem ég er ekki á landinu.

Von á gestum frá Íslandi á föstudaginn, foreldrar Arnars eru að koma, og stefnt á að bruna út um grænar grundir og skoða landið (eins gott að word-countið verði hærra svo ég geti farið með)

Ég hef fengið nýtt viðurnefni (gaf mér það reyndar sjálf)...Hairy Larry...á höfði mér er ægilegur lubbi sem neitar að láta að stjórn. Pantaði mér klipp-klipp og lit á föstudaginn (langa!)...þeir sem þekkja mína klippi-fóbíu geta getið sér til um hve þetta á eftir að taka á.

Ég er með æði fyrir Toffee Crisp þessa dagana og er snillingur í að finna mér afsakanir til að "þurfa" ekki að hætta að borða nammi aaaalveg strax...sú afsökun sem blífur vel er að það eru aaaalveg að koma páskar með tilheyrandi áti og það tekur því ekki að hætta fyrir páska...svo er ég líka að skrifa ritgerð(ir)!

Og þá veistu það!
Over and out
Hairy Larry

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Haha Harry Larry mín :)

Já ég veit um hárfóbíuna þína elskan mín og skal senda þér góða strauma á föstudaginn ;) og já btw, er opið á klippi-klipp á langa? ekkert hólí mólí :)

Veistu.. ég er líka með æði fyrir Toffee Crisp!!! hahaha.. uppgötvaði það "aftur" hjá ykkur um daginn ;) ég var stödd í búð um daginn og það var ekki til Toffee Crisp!! kommon! hvaða búð selur ekki svona gott súkkó?? spurning að hætta að versla í þessari búð hmmm...
Og já það á ekkert að hætta að borða nammi fyrr en eftir páska, þannig er það bara.

Ég finn til með þér darling að þurfa að vera inni að skrifa ritgerð í svona góðu veðri, en þú getur leyft þér að fara í smá göngutúra í sumarfötunum þínum á milli skrifa er það ekki ;) mér finnst að þú eigir að leyfa þér það! færð bara innblástur við það :D

Góða skemmtun með gestunum... ég vildi óska þess að við værum að fara að eyða páskunum með ykkur!!!

Knús og kossar til ykkar allra og Gleðilega páska!!! :* :* :* frá okkur í Mosó ;)

ps. flott mynd af þér ;p

Þín Hrefna og co... :*

10:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður nú aðeins að kíkja út í góða veðrið mága mín. Það er hreint út sagt lovlí. Var í svo góðu skapi að Gísli kom heim með glænýtt BMX-hjól. Sjáumst á morgun í the túrbó trip...

3:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ sæta mín.
Ég skil ekkert í því hvers vegan þú fékkst allt þetta hár í vöggugjöf en ég viðrist alveg hafa gleymsti i þeim efnum ahhah.
Gangi þér vel að skifa lubba mín
Love stina sys

9:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home