þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Driving miss daisy....

Þá er annasöm vika að baki og önnur framundan. Annirnar í síðustu viku voru þó ekki af námslegum toga...við tókum nefnilega bílaleigubíl í þrjá daga og flökkuðum um. Við keyrðum m.a. upp að Loch Lomond og Loch Katrine á fimmtudeginum, þann daginn rigndi ansi mikið en það var samt æðislegt að sjá þessa staði. Verður án efa frábært að geta kíkt þangað aftur í sumar. Loch Lomond er frekar stórt vatn og langt en það er næstum því hægt að keyra í kringum það allt og hér og þar má finna sumardvalarstaði, þar sem hægt er að leigja sumarbústaði eða hjólhýsi. Loch Katrine er aðeins norðar og lengra inn í hálöndin og öllu minna en Loch Lomond. Það er ótrúlega fallegt þar og vatnið er frekar afgirt háum klettum svo ekki er hægt að keyra í kringum það.

Á föstudeginum keyrðum við upp í Fife sem er hér norðan við Edinborg. Þar eru fullt af litlum bæjum, misfallegum og mis-áhugaverðum. Við stoppuðum í nokkrum og fundum fallegar gönguleiðir, fallega strönd og litlum þröngum götum. Þetta svæði kallast East-Neuk og er frekar vinsælt ferðamannasvæði á sumrin. Ég er farin að sjá það að ég hef engan tíma til að skrifa lokaritgerðina í sumar...ég þarf að hafa tíma til að flakka um og skoða landið :)

Laugardagurinn fór líka í flakk og byrjuðum við á að fara með Elvar í afmæli til Frasers vinars síns. Þegar þangað var komið sagði mamman okkur að við mættum bara fara og koma aftur kl. þrjú...og við nýttum þann tíma í að rúnta um borgina. Elvar skemmti sér konunglega í afmælinu enda ekki oft sem hann fer í barnaafmæli þessa dagana. Eftir afmælið fórum við í Deep Sea World og buðum Danna og Gísla með. Það má því segja að bíllinn hafi verið vel nýttur og mikil eftirsjá að þurfa að skila honum á sunnudagsmorgun...Svona ævintýri kostar nú skildinginn en er vel þess virði ef manni langar að gera sér dagamun :)

En já nú tekur sem sagt alvaran við, mikill lestur þessa vikuna og styttist í að þessi önn endi...herregud, hvað tíminn líður hratt! Ég hitti prófessorinn í gær, sem ætlar að leiðbeina mér með lokaritgerðina, og sé að ég á feykinóg fyrir höndum. Spurning um að fara að skipuleggja sig eitthvað....verst að hafa ósköp lítið af skipulagningarhæfileikum !?!

Svo virðiðst vorið vera hér alveg á næsta leiti, ótrúlega gott veður í dag...sól og blíða. Ég vona bara að blíðan haldist fram í næstu viku svo Hrefna og Þröstur fái að njóta hennar, en þau verða hjá okkur frá fimmtudegi til sunnudegi. Hlökkum til að fá ykkur! :*

Knús og kossar frá Edinborgurum...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hlökkum til að koma!!! váááá hvað þetta verður gaman. Stöðvum bara tímann á meðan.. um svona 3 vikur eða svo ;)
Rúm vika!! ég er ekki að trúa þessu :p
Knúúúúús
Hrefna

4:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

4... dagar Magga!!! :D I just can´t stop smiling :D :D :D

10:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku systir mín
gman hjá ykkur að rúnta um Skoskusveitirnar. Mér fannst mjög skemmtilegt þegar við fórum á rúntin til Sant Andrews. Knúss
Stína.

9:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Hvað á þetta að þyða að hætta að blogga loksins þegar ég kemst aftur inn á síðuna þína;-)
Knúss Stína syst

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Stínu á ekki að fara að blogga meira :)
Koma svo með einhverjar sögur frá síðustu helgi.
Misstir af góðu singstar geymi, við æfum okkur bara áfram þangað til þú kemur heim, he he he
Knús
Dagga

1:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hello ertu ekki búin að keyra nóg með þessari Daisy,ég meina hver er þetta einhver ný vinkona eða hvað??er ekki komin tími á blogg elskan......knús annars þín elskandi Elva

11:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home