Fegurstu rósir af runnum þess liðna....
...ohh hvað maður getur verið háfleygur. En það er nú kannski bara í lagi svona rétt fyrir jólin ;) ...það er eitthvað við þennan tíma sem gerir mann meyran og þarf ósköp lítið til að nostalgískar minningar dúkki upp í kollinum. Jólalögin gera sitt til að ýta undir þessa stemmningu og ég viðurkenni fúslega að ég verð oftast hræðilega væmin í desember og hlusta á sömu væmnu og sætu jólalögin aftur og aftur.
En nóg um það...Hér hefur lokaundirbúningurinn fyrir Íslandsför löllað áfram og það verður gaman að sjá hvort fyrirheit um að ná meira en tveggja tíma svefn síðasta kvöldið standist :) Ein taskan er þegar orðin full...svo sem hægt að klappa sér á bakið fyrir það...en ég er þeim göllum gædd að þegar mér finnst ég vera vel á veg komin finnst mér ég eiga hvíld skilið. Og sú hvíld er líkleg til að standa þar til á síðustu stundu...sem skýrir kannski hvers vegna ég næ yfirleitt bara fyrrnefndum svefntíma nóttina áður en ég legg í ferðalög :) En aldrei að segja aldrei...maður lifir og lærir...og allt það....
Við Arnar nutum þess að fá smá kvalítí tíma á laugardagskvöldið þegar unginn fékk að gista hjá Hildi og kó. Við ætluðum að fara út að borða og svo í bíó en enduðum svo á því að fara bara í bíó....erum ekki alveg búin að ná þessum breska "panta-með-margra-mánaða-fyrirvara" fíling og það er bara ekki sjéns að fá borð á góðum stöðum nema með góðum fyrirvara. En bíóið var frábært...bæði myndin og bíóhúsið. Við fórum nefnilega í gamlat bíó, Cameo, sem er síðan 1914 og er eitt af elstu bíóhúsunum í Skotlandi. Húsið er voðalega sjarmerandi og mikill karakter þar inni. Myndin sem við sáum var Pan´s Labrynith, og mæli ég óhikað með henni....ævintýramynd fyrir fullorðna...svoldið drungaleg en ótrúlega heillandi.
Æi ætli það sé ekki best að hætta þessu blaðri og halda áfram að pakka....og ætli að sé ekki líklegt að þetta sé síðasta bloggið í einhvern tíma, enda sýnist mér á fækkun kommenta að jólaundirbúningur sé í hámarki...hummm, hefði haldið að bloggið mitt væri merkilegri en jólabakstur og innpakkelsi ;)
Njótið þessarar einstöku hátíðar í frið og ró....og etið á ykkur gat, það er allavega einlægur ásetningur minn. Öll áform um mittismáls-minnkunar geta beðið til nýs árs...etum, lifum og verum glöð !!!
En nóg um það...Hér hefur lokaundirbúningurinn fyrir Íslandsför löllað áfram og það verður gaman að sjá hvort fyrirheit um að ná meira en tveggja tíma svefn síðasta kvöldið standist :) Ein taskan er þegar orðin full...svo sem hægt að klappa sér á bakið fyrir það...en ég er þeim göllum gædd að þegar mér finnst ég vera vel á veg komin finnst mér ég eiga hvíld skilið. Og sú hvíld er líkleg til að standa þar til á síðustu stundu...sem skýrir kannski hvers vegna ég næ yfirleitt bara fyrrnefndum svefntíma nóttina áður en ég legg í ferðalög :) En aldrei að segja aldrei...maður lifir og lærir...og allt það....
Við Arnar nutum þess að fá smá kvalítí tíma á laugardagskvöldið þegar unginn fékk að gista hjá Hildi og kó. Við ætluðum að fara út að borða og svo í bíó en enduðum svo á því að fara bara í bíó....erum ekki alveg búin að ná þessum breska "panta-með-margra-mánaða-fyrirvara" fíling og það er bara ekki sjéns að fá borð á góðum stöðum nema með góðum fyrirvara. En bíóið var frábært...bæði myndin og bíóhúsið. Við fórum nefnilega í gamlat bíó, Cameo, sem er síðan 1914 og er eitt af elstu bíóhúsunum í Skotlandi. Húsið er voðalega sjarmerandi og mikill karakter þar inni. Myndin sem við sáum var Pan´s Labrynith, og mæli ég óhikað með henni....ævintýramynd fyrir fullorðna...svoldið drungaleg en ótrúlega heillandi.
Æi ætli það sé ekki best að hætta þessu blaðri og halda áfram að pakka....og ætli að sé ekki líklegt að þetta sé síðasta bloggið í einhvern tíma, enda sýnist mér á fækkun kommenta að jólaundirbúningur sé í hámarki...hummm, hefði haldið að bloggið mitt væri merkilegri en jólabakstur og innpakkelsi ;)
Njótið þessarar einstöku hátíðar í frið og ró....og etið á ykkur gat, það er allavega einlægur ásetningur minn. Öll áform um mittismáls-minnkunar geta beðið til nýs árs...etum, lifum og verum glöð !!!
5 Comments:
Hæ snúll
já bloggið þitt er allavegana merkilegra en innskráning færslubóka, uppgjör, útflutningspappírar, símsvörun og þessháttar hluta.. hahahahaha! (eins gott að yfirmaðurinn minn lesi þetta ekki) ;)
ég kemst víst bara í tölvu í vinnunni þannig að það mun ekkert heyrast í mér frá og með föstudeginum næsta þar til 29.des :D frí frí frí...
En það er líka í lagi því að ég mun hitta þig í persónu!!! jibbbbííí.
Hlakka til að sjá ykkur dúllurnar mínar!
Á morgun.. á morgun.. á morgun.. trallalalalaaaa..
Knús og ást,
Rebenúúííí
elskan mín ég kíki alltaf spennt á hverjum degi....þú ert numero uno hjá mér....hlakka til að sjá ykkur og knúsa...kveðja Elva
Miss you guys...............
MAGGA mín allar rósir löngu dauðar núna FARÐU að blogga honey...hei já og takk fyrir síðast og velkomin heim miss you....kv Elva
Hæ Magga. Ég fór einmitt að sjá stuttmyndina Run Tony Run í sumar á festivalinu í Cameo og segi það með þér afskaplega skemmtilegt kvikmyndahús.
Kolbrún of Warrender Park.
Skrifa ummæli
<< Home