sunnudagur, desember 10, 2006


Jæjahh...bara tæpar tvær vikur þar til maður stígur fæti á íslenska grund...skrýtið...og skondið. Ekki laust við að tilhlökkunin sé farin að gera vart við sig. Það er svoldið spes að upplifa aðventuna hér, þ.e. ekki á sínu heimalandi. Einhvern veginn allt öðru vísi tilfinning og þá meina ég hjá mér, persónulega. Ég er ekki að þrífa húsið mitt eða að baka, eða yfirleitt að undirbúa jólin (nema náttúrulega að versla jólagjafir). Og þó svo að stundum sé jólaundirbúningurinn heima hálfgerð geðveiki verð ég að viðurkenna að ég sakna þess svoldið...hehe. En við komum til landsins ca. kortér í jól og fáum þetta kannski bara beint í æð ;)

En já, jólagjafirnar eru næstum allar komnar í hús...hef svona verið að læða mér í bæinn á milli skrifta. Það er sko ekki leiðinlegt að jólastússast hérna, að rápa á milli búðanna og skoða. Borgin er líka alveg ótrúlega jólaleg og alltaf fullt af fólki á ferli. Við erum líka búin að gera aðeins jólalegt hér hjá okkur, setja upp jólaljós og það litla jólaskraut sem við erum með hérna.

Skriftirnar ganga ágætlega, á bara örlítið eftir af fyrri ritgerðinni sem á að skilast á föstudaginn. Ég fer svo að vinna á safninu á mánudag, bauðst til að koma aukalega (hefði ekkert þurft að mæta í desember) af því það er verið að taka niður sýningarnar sem hafa verið þar í haust. Örugglega gaman að sjá það ferli. Svo er okkur nemunum boðið í "drinks" á þriðjudag...smá jólateiti :)

Talandi um teiti, ég skellti mér út með skólafélugunum á síðasta þriðjudag. Við fórum að borða á indverskum stað og svo út að tjútta. Ég var náttúrulega ekkert á því að fara, félagsfælnin í hámarki, hehe. Það síðasta sem ég sagði áður en ég strunsaði út um drynar var "Ég ætla bara í matinn, nenni ekkert að fara út á lífið!!!". Riiiight....kom heim hálfþrjú, nett tipsy af hvítvíni og kát með kvöldið. Maturinn var æði og staðurinn sem við fórum á var helvíti kúl. Heitir "The Opal Lounge" og er í George Street, og á hverju þriðjudagskvöldu eru fönk-kvöld þar. Þegar við komum lá fólkið á Fatboy-púðum á gólfinu og horfði á gaura breakdansa við assgoti flotta tóna. Síðan voru púðarnir teknir og allir gátu dansað...sem og við gerðum :)

Jæja, ætlaði nú bara rétt að láta í mér heyra
Knús og kossar
Mags

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh Magga!!
Ég hlakka svo til að hitta ykkur eftir 10 daga :D vei vei vei...
Gott hjá þér að skella þér svona út að dansa skvís.. maður sér aldrei eftir því ;)
Knús og kossar
þín Hrefna

10:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home