mánudagur, nóvember 06, 2006

*Hóst* *Hóst*


Jæja...það hlaut að koma að því að maður legðist í pest. Er heima í dag með hita, kvef og tilheyrandi...ferlega fúlt og sérstaklega af því að á mánudögum á ég að vera að vinna á safninu. Ekkert sérstaklega gaman að þurfa að hringja sig inn veikann...á ensku...það er nógu leiðinlegt að gera það á ástkæra ylhýra hvað þá að vera að bögglast með orðaval. En það hafðist og sú sem ég talaði við var ekkert nema elskulegheitin "Oh, I hope you´re not feeling to bad" og "Take care"....voða næs.

Þetta pestarkvikyndi byrjaði að gera vart við sig um helgina en ég hundsaði það algerlega þar sem ég hafði nóg að gera að njóta félagsskapar vinkvennanna sem komu á fimmtudaginn og fóru í gær. Það var mikið stuð og mikið verslað...jú og svo var verslað aðeins meira, haha ;) Princes Street var þrætt nokkrum sinnum og svo fórum við líka í retail park, Fort Kinnaird, þar sem er mjög fínt að versla...fullt af fínum búðum. Og jú líka í Asda..þar sem opið er allan sólarhringinn...ekki slæmt það. Þá var einnig túrhestast aðeins, röltum á Royal Mile upp að kastala og svo niður hlíðina í garðinn þar fyrir neðan. Á laugardaginn fórum við til Glasgow og þar eru nú búðir í massavís. Assgoti fínt að versla þar...þó svo að mér finnist Edinborg þó nokkrum sinnum fallegri borg (ohh, hvað maður er orðinn lókal hérna ;)) Um kvöldið fórum við að borða á frábærum kínverskum veitingastað, maturinn var frábær og þjónustan alveg ótrúleg. Ég held bara að ég hafi aldrei farið á svona fínan austurlenskan stað...servíettann var breidd út fyrir mann og endalaust verið að fylla á vatnsglösin. Og öndin! jiii hvað hún var góð...alveg þess virði að gera sér ferð þangað bara fyrir öndina. Dagga sá um að panta þarna enda búin að snæða þarna áður, og Elva líka. Og ekki fannst mér nú mikið að borga 30 pund fyrir fínheitin...fyllilega þess virði. Ekki slæmt að borða afmælismatinn þarna Líney mín ;) Við fengum okkur síðan smá göngutúr um miðbæinn...aðeins að sjá lífið í Glasgow.

Í gær brunuðu þær skvísur svo út á flugvöll og ég tók lestina heim. Verst að þær þurftu nú að bíða lengi á flugvellinum vegna ofsaveðurs sem geisaði á Íslandi...en það var vonandi eitthvað hægt að dunda sér á flugvellinum ;) Og þær komust nú heim á endanum og þar með lauk þessari helgi sem leið alltof fljótt. Takk fyrir komuna skvísur *smooch* :* Gaman að fá ykkur og hafa ykkur hérna hjá okkur...ekkert smá kósí að flatmaga með ykkur á náttfötunum. Elvar Orri spurði í gær þegar ég kom heim : "Hvar eru vinkonurnar?" , hehe...ekki sáttur við að ég kæmi bara ein.

Þegar heim var komið kíktum við lille familien aðeins í bæinn með Hildi og Danna. Fórum á hollenska markaðinn, fengum okkur nammi á nammibarnum og hollenskar pönsur með flórsykri og súkkulaði...guuuð minn góður hvað þær eru góðar! Við röltum svo aðeins um bæinn og tókum myndir. Veðrið var mjög fínt, milt og sæmilega hlýtt. Við Arnar getum sko alveg gleymt okkur í myndatökum...gaman að mynda allar flottu byggingarnar upplýstar. Og sem betur fer er Elvar þolinmóður við foreldrana á meðan á þessu stendur ;) Þetta var voða kósí en ekki gerði þetta kvefinu gott og ég lá eins og skata um kvöldið...

Jæja nóg af skrifum í bili...nú skal lagst upp í rúm og kvefið rekið á brott. Enda þýðir ekkert annað en að vera hress fyrir næstu heimsókn. Mamma og pabbi koma á næsta sunnudag og við erum sko farin að hlakka til að sjá þau :)

Flensuknús :*

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís ...

TAKK fyrir ALLT - þið eruð bara BEST!

Og ég er með te-ið þitt!!! með verkjalyfunum í !!! Ég vona að þú sért ekki búin að ná þér í mjög slæma flensu - vonandi verður þú hressari á morgun.

Ég skemmti mér þvílíkt vel og ég er sammála þér með matinn á Kínastaðnum í Glasgow! geðveikur matur og ég mæli sko með honum! Topp þjónusta - og eftirmaturinn .. ummm mig langar í kókosís! finn bara bragðið og fæ vatn í munninn!

Hafðu það gott og takk
Kveðja Líney

1:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elskan mín ástarþakkir fyrir allt og knúsaðu Arnar og Elvar Orra spes mikið frá mér,þeir eru frábærir,en dúllan mín þú verður að hrista þetta af þér nota hlyju sokkana frá Líney svo þú getir nú farið í vinnu í framakonujakkanum,svo mjög gott að borða súpu!!!!vonandi nærðu þér sem fyrst áður en næsta holl kemur,en það verður varla neinn eins öflugur og við í shoppinu er það Arnar 13 tímar hvað??knús í bæinn luv Elva

7:04 e.h.  
Blogger Magga said...

Æi takk fyrir kveðjurnar krútturnar mínar :) Nú er ég í þykku sokkunum frá þér Líney...mjög góðir! Já þetta verður seint toppað og ég held að búðareigendur haldi feit jól eftir þessa heimsókn...hahahhaha :)

2:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk æðislega fyrir mig Magga, Arnar og Elvar Orri. Það var æðislega gaman að fá að koma og kíkja á ykkur. Þú hristir þetta flensudæmi af þér á nó tæm..honey, það má ekkert stoppa framakonudraumana í nýju kápunni:-)
Knús í krús
Sóla

9:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei..hei.. hvað er málið !!! Eru þið á lífi eða vorum við... Too Much fyrir ykkur elskurnar :-) Á ekki að fara að uppfæra bloggið og segja frá næstu heimsókn !!!
Knús,
Sóla

11:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála, á bara að hætta að láta vita hvernig gengur, bíð spennt eftir færslu
Knús
Dagga

12:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hallo hallo er enginn vakandi come on girl!!!!við elskum þig svo mikið að við viljum heyra í þér!!!!!knúsi knús

6:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ besta.

Sammála síðustu ræðumönnum :)
En ég veit að það er búið að vera nóg að gera með gestunum þínum síðustu daga, en ég býst við færslu í fyrramálið þegar ég ræsi tölvuna ok? ;)
Vonandi var rosalega gaman með mor og far og Stínu og Emblu!! Hlakka til að heyra söguna ykkar :D

Knús, Hrefna

12:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home