"Neighbours, everybody needs good neighbours...."
Í leigusamningnum okkar frá ALBA leigumiðluninni er alveg spes klausa um nágrannaást, um að rækta "healthy relationship with your neighbour". Pffff...það hnussaði nú í okkur íslendingunum yfir svoleiðis vitleysu, svona á milli þessum við hlógum yfir væmninni....talað um að það væri nú sniðugt að bjóða nágrönnunum í partí, ef maður ætlaði að halda slíkt. Því þá yrðu þær kannski ekki eins pirraðir yfir hávaðanum....endalaus fyrirhyggja hér í landi, hehe. Það er nefnilega málið, það er svoldið mikið af fyrirhyggju í gangi hér og kannski smá vantraust á því að fólk hafi eitthvað á milli eyrnanna. Eins og t.d. á einu klósetti sem ég fór á, þar stóð á speglinum : Hot liquid can burn ! Döööööööööööö....
En aftur að nágrönnunum, það var sem sagt lagt áherslu á að kynna sig fyrir nágrönnunum og það var nú búið að humma það fram sér hér á bæ...enda erum við Arnar ekkert fyrir óþarfa mingl við fólk...erum svoldið félagslega bæld, hehe. En jú við ætluðum samt að gera þetta og vorum svo bara assgoti heppin að rekast á konuna sem býr fyrir ofan okkur úti á tröppum. Hjúkkit, sluppum við banka upp hjá henni. Svo rakst Arnar á manninn sem býr á efstu hæðinni og náði svona rétt að kynna sig fyrir honum. Jæja, bankar svo ekki bara fraukan upp á hjá okkur eitt kveldið og býður okkur upp í drykki ! Smá nágrannahittingur...Það þarf nú ekki að taka það fram að félagsfælnin okkar lét á sér kræla ;)
Við höfðum nokkra daga til að láta okkur kvíða fyrir þessu en örkuðum svo upp á næstu hæð í gærkvöld, með hvítvín fyrir gestgjafann... og Elvar Orra (með von um að hann myndi ekki rústa pleisinu á örstundu). Haldiði að þetta reynist svo ekki bara hin huggulegasta kvöldstund! Rachel, sem býr á miðhæðinni bauð upp á hvítvín, osta og snakk og voru þau Andrew (sem býr efst uppi) bara hið indælasta fólk. Þau eru bæði á milli þrítugs og fertugs og búa bæði ein. Við spjölluðum um heima og geima og vorum á endanum farin að tala um draugagang, hehe. Okkur fannst það ágætis merki um að við hefðum náð vel saman þegar Andrew trúði okkur fyrir því að hann hefði þurft að sofa með ljósin kveikt eftir að hafa horft á einhverja hryllingsmynd.
Dagurinn í dag var svo ansi aktívur hjá okkur. Við byrjuðum á því að fara og skoða leikskóla fyrir Elvar Orra og vorum þar í klukkutíma. Þetta er voða krúttlegur lítill leikskóli sem vinnur eftir Montissori-stefnunni og Elvar fékkst varla til að yfirgefa staðinn eftir þennan klukkutíma. Þessi stefna er líka eins og sniðin fyrir svona hressan mann eins og við eigum því aðaláherslan er á að auka einbeitningu þeirra og hjálpa þeim að örva öll sín skilningarvit. Einnig virðast þau vinna á góðan hátt eftir einstaklingsmiðaðri markmiðsetningu og við vorum barasta yfir okkur hrifinn. Forstöðukvensan vill endilega fá Elvar sem fyrst og við værum sko alveg til í að láta hann dvelja þarna....eina babbið í bátnum er...og það er nú sæmilega stórt babb, að þetta er ferlega dýrt. Fyrir þrjá tíma á dag fimm daga vikunnar megum við borga 420 pund sem miðað við pundið í dag er á milli 50 og 60þúsund krónur. Og það er nú aðeins meira en fjárhagurinn leyfir. En við örvæntum ekki því við vitum um fleiri leikskóla sem við ætlum a skoða sem eru með viðráðanlegri gjöld.
Eftir heimsóknina strunsuðum við svo um Morningside hverfið sem er næsta hverfi við okkur og ég sá náttúrulega fullt af krúttlegum litlum búðum...kíki í þær seinna. Þarna fundum við líka leikvöll með skemmtilegum leiktækjum og Elvar Orri var sko alveg sáttur við að leika sér þar. Það sló okkur samt aðeins þegar við sáum hann verða svoldið dapran á svip allt í einu. Þegar við spurðum af hverju hann væri leiður hvíslaði hann: Ásdís.... Mömmuhjartað fékk nú alveg sting við þetta...hvernig útskýriðu fyrir rúmlega þriggja ára barni að besta vinkonan sé á Íslandi en hann eigi eftir að kynnast öðrum skemmtilegum krökkum. En sem betur fer þarf ekki mikið til að kæta litla menn og súpermansleikjó virkaði vel í þetta skiptið...þó auðvitað komi hann ekki í stað Ásdísar.
Jæja, ætla að reyna að taka smá þrifaskurk áður en kallinn ber á borð sænskar kjötbollur...nammi namm :P
Knús og koss
Magga
p.s. já ég keypti mér líka hjól í dag :) greinilega annasamur dagur hjá mér. Féll fyrir hjólinu hennar Hildar og barasta splæsti slíku á mig. Finn mikinn mun á bakinu við að sitja á því, annað en á gamla jálkinum mínum. Vill einhver kaupa Icefox hjól...svakalega elegant með leiðinlega gíra...hahaha!
En aftur að nágrönnunum, það var sem sagt lagt áherslu á að kynna sig fyrir nágrönnunum og það var nú búið að humma það fram sér hér á bæ...enda erum við Arnar ekkert fyrir óþarfa mingl við fólk...erum svoldið félagslega bæld, hehe. En jú við ætluðum samt að gera þetta og vorum svo bara assgoti heppin að rekast á konuna sem býr fyrir ofan okkur úti á tröppum. Hjúkkit, sluppum við banka upp hjá henni. Svo rakst Arnar á manninn sem býr á efstu hæðinni og náði svona rétt að kynna sig fyrir honum. Jæja, bankar svo ekki bara fraukan upp á hjá okkur eitt kveldið og býður okkur upp í drykki ! Smá nágrannahittingur...Það þarf nú ekki að taka það fram að félagsfælnin okkar lét á sér kræla ;)
Við höfðum nokkra daga til að láta okkur kvíða fyrir þessu en örkuðum svo upp á næstu hæð í gærkvöld, með hvítvín fyrir gestgjafann... og Elvar Orra (með von um að hann myndi ekki rústa pleisinu á örstundu). Haldiði að þetta reynist svo ekki bara hin huggulegasta kvöldstund! Rachel, sem býr á miðhæðinni bauð upp á hvítvín, osta og snakk og voru þau Andrew (sem býr efst uppi) bara hið indælasta fólk. Þau eru bæði á milli þrítugs og fertugs og búa bæði ein. Við spjölluðum um heima og geima og vorum á endanum farin að tala um draugagang, hehe. Okkur fannst það ágætis merki um að við hefðum náð vel saman þegar Andrew trúði okkur fyrir því að hann hefði þurft að sofa með ljósin kveikt eftir að hafa horft á einhverja hryllingsmynd.
Dagurinn í dag var svo ansi aktívur hjá okkur. Við byrjuðum á því að fara og skoða leikskóla fyrir Elvar Orra og vorum þar í klukkutíma. Þetta er voða krúttlegur lítill leikskóli sem vinnur eftir Montissori-stefnunni og Elvar fékkst varla til að yfirgefa staðinn eftir þennan klukkutíma. Þessi stefna er líka eins og sniðin fyrir svona hressan mann eins og við eigum því aðaláherslan er á að auka einbeitningu þeirra og hjálpa þeim að örva öll sín skilningarvit. Einnig virðast þau vinna á góðan hátt eftir einstaklingsmiðaðri markmiðsetningu og við vorum barasta yfir okkur hrifinn. Forstöðukvensan vill endilega fá Elvar sem fyrst og við værum sko alveg til í að láta hann dvelja þarna....eina babbið í bátnum er...og það er nú sæmilega stórt babb, að þetta er ferlega dýrt. Fyrir þrjá tíma á dag fimm daga vikunnar megum við borga 420 pund sem miðað við pundið í dag er á milli 50 og 60þúsund krónur. Og það er nú aðeins meira en fjárhagurinn leyfir. En við örvæntum ekki því við vitum um fleiri leikskóla sem við ætlum a skoða sem eru með viðráðanlegri gjöld.
Eftir heimsóknina strunsuðum við svo um Morningside hverfið sem er næsta hverfi við okkur og ég sá náttúrulega fullt af krúttlegum litlum búðum...kíki í þær seinna. Þarna fundum við líka leikvöll með skemmtilegum leiktækjum og Elvar Orri var sko alveg sáttur við að leika sér þar. Það sló okkur samt aðeins þegar við sáum hann verða svoldið dapran á svip allt í einu. Þegar við spurðum af hverju hann væri leiður hvíslaði hann: Ásdís.... Mömmuhjartað fékk nú alveg sting við þetta...hvernig útskýriðu fyrir rúmlega þriggja ára barni að besta vinkonan sé á Íslandi en hann eigi eftir að kynnast öðrum skemmtilegum krökkum. En sem betur fer þarf ekki mikið til að kæta litla menn og súpermansleikjó virkaði vel í þetta skiptið...þó auðvitað komi hann ekki í stað Ásdísar.
Jæja, ætla að reyna að taka smá þrifaskurk áður en kallinn ber á borð sænskar kjötbollur...nammi namm :P
Knús og koss
Magga
p.s. já ég keypti mér líka hjól í dag :) greinilega annasamur dagur hjá mér. Féll fyrir hjólinu hennar Hildar og barasta splæsti slíku á mig. Finn mikinn mun á bakinu við að sitja á því, annað en á gamla jálkinum mínum. Vill einhver kaupa Icefox hjól...svakalega elegant með leiðinlega gíra...hahaha!
4 Comments:
Húrra fyrir þér kæra mága, djöfull verðum við flottar á Ridgebökkunum, dömur á dömuhjólum.
Er búin að boða Villu og co hingað í afmæliskaffi á sunnudaginn þannig að Elvar getur hugsanlega eignast nýja vinkonu...
Já við verðum glæsilegar þegar við hjólum um bæinn og gölum "Æm a leidííí" ;)...apurning um að fá sér victorian dress til að auka á glæsileikann, hehe.
Mikið líst mér vel á það að Elvar hitti litlu skottuna, ekki hægt að hann eigi ekki íslenska vinkonu ;)
Kveðjur frá Blantyrebúum ;)
Hæ hæ hó..
Já gott þið eruð búin að mingla við nágrananna, ég er stolt af ykkur :) og það er alveg týpískt að eiga svo yndislega kvöldstund þegar maður er búinn að hypa upp eitthvað svona anti-mingle hehe. Það verður allt miklu meira melló þegar þið eruð búin að kynnast fólkinu :)
Til hamingju með hjólið!! Líst vel á mína.. sér í lagi ef þú segir, Im a leidííííí hátt og snjallt.. LOL Ohhh það væri yndislegt alveg! Og talaðu líka með skoska hreiminum þínum í búðum og svona eins og við gerðum í London á hótelinu.. (eða þorðum við því nokkuð nema á milli okkar) hehe.
Æi ég skil þig að fá sting í mömmu hjartað þegar Elvar talaði um Ásdísi vinkonu sína... en hann eignast fljótt vini og verður fljótur að aðlagast litli kúturinn minn.
Sænskar kjötbollur??!! Hvað um að prufa skoskar kjötbollur ;) hehe.
Jæja krúsa, ég heyri í þér síðar :*
Knús og kossar til ykkar allra frá mér...
Luv
Glæsó, sé að þú ert búin að redda þá partínu í húsinu þegar við komum.
Æ ekki fara að kynna Elvar fyrir einhverri skoskri skvísu, þær eru ekki þær fríðustu í heimi.
Nú eru bara 5 vikur
Knús
Dagga
Skrifa ummæli
<< Home