Sunshine lollipops...dúdúdú !
Það er naumast að veðurguðirnir ætla að vera mildir við veðurpirraðan íslendinginn. Ég sem bölvaði þeim upp á hvern einasta rigningardag í Reykjavík í sumar....sem sagt ansi mikið bölv. Það hefur nú svo sem rignt á okkur hér í Skotlandi, neita því ekki, en það eru líka margir mjög góðir dagar búnir að koma. Í dag er sól og blíða og örugglega í kringum tuttugu stigin og á fimmtudag var nettur hitabylgjufílingur í gangi og mollulegt. En nóg um veðrið...
Við hjónin fengum að eiga smá gæðastund í gærkvöld þar sem Hildur bauð stubbnum að gista. Oooo hvað það var nú næs að geta farið út að borða með kallinum sínum og svo í bíó. Við röltum líka aðeins um bæinn og þar var mikið stuð, sérstaklega á George Street en þar ku vera slatti af flottum börum og dansstöðum...og raðirnar leyndu því ekki að staðirnir eru vinsælir þar. Bíóið sem við fórum á Vue-Omni var líka assgoti flott og á jarðhæðinni eru fullt af börum og krám...vel hægt að rölta þar um og stinga sér inn þar sem mesta fjörið er ;)
Sáum myndina Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby og hún er æði. Will Farrell er snillingur og ég grenjaði úr hlátri...ásamt þeim fáu hræðum sem voru með okkur í risasalnum. Ég dýrkaði myndina Old School og gat hlegið aftur og aftur af sömu atriðunum og þessi mynd stendur alveg jafnfætis Old School. Mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá eitthvað létt og fyndið. Það var nú svoldið spes upplifun að horfa á allar auglýsingarnar á undan myndinni og þá er ég ekki að tala um bíóauglýsingarnar. Neibb, það var verið að auglýsa áfengi alveg hægri vinstri. Í cirka 10 mínútur rúlluðu slíkar auglýsingar...Jim Bean, Jack Daniels...Smirnoff...og inn á milli skelltu þeir "drink-awareness" auglýsingum. Frekar tvíræð skilaboð sem er verið að senda fólki...: það er kúl að drekka...en ekki verða of fullur. Já ég veit það ekki...er eiginlega mjög sátt við þá stefnu sem á Íslandi ríkir að þar megi ekki auglýsa áfengi. Ég hef litla trú á að manneskja sem á erfitt með að hafa stjórn á drykkju sinni breytist við að sjá drink-awareness auglýsingu.
Jæja...eftir að hafa fengið að sofa út skelltum við gamla settið okkar bara barnlaus niðrí bæ. Ansi fínt að geta rölt aðeins í búðirnar án þess að hafa unga manninn með....búðarölt er ekki alveg hans tebolli ;) Við náðum sem sagt að sjoppa aðeins...sérstaklega Arnar, hehe. Og jú svo keyptum við tvær flottar myndir af listamanni sem var að selja verk sín út á götu.
Um kvöldmatarleytið skelltum við okkur í smá hjólreiðatúr með Hildi og strákunum. Hjóluðum niður að ánni/kanalnum sem er hérna rétt hjá...ferlega fallegt þar. Klukkan var nú eiginlega orðin of margt þegar við komum úr túrnum...alla vega of margt fyrir eldamennsku...kínamatur frá Good food varð fyrir valinu...nammm...Algert æði og eiginlega stórhættulegt að hafa þá svona nálægt. Við erum á góðri leið með að verða customer of the month...og við erum ekki einu sinni búin að vera hér í mánuð!
Segjum þetta gott í bili, stubbur vaknaður og heldur að það sé kominn dagur. Þannig að nú fer öll litla fjölskyldan upp í ból.
Góða nótt :*
Magga
Við hjónin fengum að eiga smá gæðastund í gærkvöld þar sem Hildur bauð stubbnum að gista. Oooo hvað það var nú næs að geta farið út að borða með kallinum sínum og svo í bíó. Við röltum líka aðeins um bæinn og þar var mikið stuð, sérstaklega á George Street en þar ku vera slatti af flottum börum og dansstöðum...og raðirnar leyndu því ekki að staðirnir eru vinsælir þar. Bíóið sem við fórum á Vue-Omni var líka assgoti flott og á jarðhæðinni eru fullt af börum og krám...vel hægt að rölta þar um og stinga sér inn þar sem mesta fjörið er ;)
Sáum myndina Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby og hún er æði. Will Farrell er snillingur og ég grenjaði úr hlátri...ásamt þeim fáu hræðum sem voru með okkur í risasalnum. Ég dýrkaði myndina Old School og gat hlegið aftur og aftur af sömu atriðunum og þessi mynd stendur alveg jafnfætis Old School. Mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá eitthvað létt og fyndið. Það var nú svoldið spes upplifun að horfa á allar auglýsingarnar á undan myndinni og þá er ég ekki að tala um bíóauglýsingarnar. Neibb, það var verið að auglýsa áfengi alveg hægri vinstri. Í cirka 10 mínútur rúlluðu slíkar auglýsingar...Jim Bean, Jack Daniels...Smirnoff...og inn á milli skelltu þeir "drink-awareness" auglýsingum. Frekar tvíræð skilaboð sem er verið að senda fólki...: það er kúl að drekka...en ekki verða of fullur. Já ég veit það ekki...er eiginlega mjög sátt við þá stefnu sem á Íslandi ríkir að þar megi ekki auglýsa áfengi. Ég hef litla trú á að manneskja sem á erfitt með að hafa stjórn á drykkju sinni breytist við að sjá drink-awareness auglýsingu.
Jæja...eftir að hafa fengið að sofa út skelltum við gamla settið okkar bara barnlaus niðrí bæ. Ansi fínt að geta rölt aðeins í búðirnar án þess að hafa unga manninn með....búðarölt er ekki alveg hans tebolli ;) Við náðum sem sagt að sjoppa aðeins...sérstaklega Arnar, hehe. Og jú svo keyptum við tvær flottar myndir af listamanni sem var að selja verk sín út á götu.
Um kvöldmatarleytið skelltum við okkur í smá hjólreiðatúr með Hildi og strákunum. Hjóluðum niður að ánni/kanalnum sem er hérna rétt hjá...ferlega fallegt þar. Klukkan var nú eiginlega orðin of margt þegar við komum úr túrnum...alla vega of margt fyrir eldamennsku...kínamatur frá Good food varð fyrir valinu...nammm...Algert æði og eiginlega stórhættulegt að hafa þá svona nálægt. Við erum á góðri leið með að verða customer of the month...og við erum ekki einu sinni búin að vera hér í mánuð!
Segjum þetta gott í bili, stubbur vaknaður og heldur að það sé kominn dagur. Þannig að nú fer öll litla fjölskyldan upp í ból.
Góða nótt :*
Magga
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home