sunnudagur, ágúst 20, 2006

Menningarnótt í Reykjavík


Mér finnst menningarnótt alveg frábært fyrirbæri og hef gert það að vana mínum að komast niðrí bæ á þessum tíma. Og þetta árið var engin undantekning gerð á því, þrátt fyrir að enn sé nóg eftir af pakkelsi og húsið sé ein rúst þessa dagana. En maður verður nú líka að hugsa um að brenna ekki alveg út á þessu öllu saman og lyfta sér aðeins upp. Þannig að við skelltum okkur í bæinn, við þrjú ásamt múttu og ég sé ekki eftir því. Það var frábært að rölta niður Laugaveginn og fá menninguna beint í æð. Það eina neikvæða við þetta, að mínu mati, er að það er alltof margt að sjá og alltof lítill tími. Ég hefði vel getað hugsað mér að stoppa nokkrum sinnum og njóta vel og lengi flottrar tónlistar sem liðaðist út úr öðru hverju húsasundi. Kannski væri bara ráð að breyta menningarnóttu í menningarhelgi og leyfa fólki virkilega að sulla í menningarpottinum. Kannski ég stingi bara upp á því þegar ég verð komin í Lista-og menningarmálanefnd Reykjavíkur...tja hver veit ;)

Ég læt hér fljóta með eina mynd frá flugeldasýningunni, sem ég tók í gær. Frábært fyrirkomulag að skjóta upp af varðskipi fyrir neðan Sæbrautina og það er alltaf jafn gaman að horfa á flott flugeldasjó...ég væri til í að geta séð ofan-frá öll þessi andlit sem stara upp í loftið og "úúú-a", "óóó-a" og "vááá-a" í kór... frábært !

Nóg í bili :)
Magga menningarviti

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta var ansi flott sýning! Samt ekki eins flott og í Cannes á þjóðhátíðardegi frakka ;);) hehe
Við horfðum hugfangin á hana frá Kirkjusandi... hefði samt alveg viljað vera aðeins nær svona eftir á séð.
Þetta var það eina menningarlega sem ég gerði þennan dag :) var að vinna til 18 og hreinlega nennti ekki í bæinn... ekki nógu mikill menningarviti í mér greynilega :/
Ég hefði nú samt örugglega kíkt í bæinn eins og síðustu ár ef ég hefði ekki verið að vinna ;)
En já flott sjóv!!
Luv

8:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home