Alveg magnað
Það er alveg magnað hvernig einn lítill kroppur getur gert mann alveg kreisí...t.d. með því að vakna tvo morgna í röð með þvílíka þráhyggju í m.a. hákarlabolinn sinn. Og mamman sem er varla komin úr draumheimum er ekki alveg sátt við svona vöknun...en það skiptir engu máli því litli kroppur vill BARA fá hákarlabolinn sinn og lætur eins og sírena sem er föst á on takkanum. Og þessi litli kroppur hefur ótrúlega orku, sama hvort hann er veikur eða hress, og mamman hefur hana ekki...því hún var ekki alveg vöknuð þegar sírenan fór í gang! En það skiptir engu því litli kroppur vill fá athygli, vill fá mömmu í byssó...eða eitthvað stuð...allt annað en að mamman liggi eins og skata í sófanum. Og ef hún bregst ekki við fer sírenan í gang...og hljóðhimnurnar á mömmu titra í hávaðanum. Seinna um daginn er svo farið út úr húsi, litli kroppur, mamma og pabbi fá sér smá rúnt. Góð hugmynd...eftir veikinda innilokun ætti nú bara að vera notalegt að keyra einn laugara eða svo....kannski sofnar litli kroppur ? Neiiii....hann vill nammi ! Og hann vill það núna ! Og sírenan fer í gang....og það skiptir engu máli hvort það er til nammi, eða hversu oft mamman og pabbinn segja litla kropp að það sé ekki til nammi. Mamman spyr pabbann armæðulega hvort hann langi alveg örugglega í annan litla kropp og pabbinn svarar ekki, brosir bara....enda varla hægt að tala saman fyrir sírenunni í aftursætinu.
Jæja, ekki er sofnað í þeim bíltúr og þegar heim er komið endar litil kroppur á því að gubba á gólfið í stofunni....er samt ansi hress og eiginlega mjög hress eftir gusuna.
Svo fer mamman inn með litla kropp að svæfa hann, hún er þreytt eftir daginn....eiginlega alveg búin með orkukvótann, en hann er enn nokkuð hress og vill hoppa í rúminu. Hann róast samt ótrúlega fljótt...kannski af því hann sér armæðusvipinn á mömmunni ? Hann sest niður í rúmið, strýkur mömmunni um hárið og segir: Hyrirgeddu (Fyrirgefðu). Og þetta gerir hann tvisvar sinnum og brosir blíðlega. Svo sofnar hann vært, þétt upp við mömmuna....eins og hann vilji hvergi annars staðar vera í heiminum.
Og já, svarið er já....litli kroppur númer tvö er meira en velkominn!
2 Comments:
Húrra fyrir litla kropp 1 og 2! (og kannski 3?)
Bestu kveðjur frá okkur í Bruntfield görðum og vonandi eigið þið alveg fanta góða sírenuhelgi..
Æææææi hvað þetta er krúttleg frásögn!!! :) Litli kroppur er algjör engill... og ég veit að hann verður góður stóri bróður fyrir litla kropp 2 ;)
Luv Hrefna
Skrifa ummæli
<< Home