sunnudagur, mars 12, 2006

Jæjahhh...

Jamm...þá er maður farinn að blogga. Hvort það hafi eitthvað með það að gera að ég á að vera að skrifa ritgerð akkúrat núna ? Já það gæti bara vel verið ;) Ég er nefnilega þekkt fyrir það að finna mér eitthvað annað að gera en það sem ég á að vera að gera...

Og núna á ég sem sagt að vera að skrifa ritgerð í Alþjóðlegri listasögu fyrri tíma...um birtingaform goðsagna í list. Jámm...bráðskemmtilegt ritgerðarefni, eða það fannst mér þegar ég valdi það. En nú bölva ég í hljóði og upphátt af því mér gengur illa að finna heimildir og einnig að finna einhvern flöt á þessu... Er þá ekki bara tilvalið að eyða tímanum í bloggerí, hehe.

Annars á tilgangurinn með þessu bloggi að vera sá að fá útrás fyrir ýmsar pælingar og þanka...hvort einhver nennir að lesa þetta er svo allt annar handleggur. Einnig eru uppi hjá okkur hjónunum pælingar um að flytja til útlanda í haust og þá er nú fínt að geta tjáð sig á bloggi fyrir vini og vandamenn :) Ég vonast nú líka til að betri helmingurinn minn tjái sig eitthvað hérna líka...

Later :)
Mags

3 Comments:

Blogger Magga said...

bara að prufa :)

2:58 e.h.  
Blogger McHillary said...

Darling Mags, ekki skal nú standa á kommentunum hérna megin. Það var vel tilfundið að byrja að blogga í staðinn fyrir að spá í goðsögunum, til hamingju með það. Endilega vertu nú dulleg í bloggeríinu og brósi líka....
Annars allt fínt hérna megin, það snjóaði í nótt og allt í frekar miklu slabbi, við fórum upp á Peckhams og fengum okkur þennan fína kvöldmat, getum nú heldur betur troðið okkur út þar þegar þið komið yfir, hehehe, gekk ekki annars vel í Toflinu?

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ þetta er mjög gott framtak hjá þér systa min og nauðsynlegt ef þu ert nú að spá í að flytj til útlanda sem ég hvet þig eindregið ti að gera.
Knúss Stína

10:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home