laugardagur, mars 18, 2006

Hansi í koti, Hansi í koti...

Ég átti einu sinni kött sem nú er farinn yfir móðuna miklu og mér þótti afkaplega vænt um....fannst þetta alveg yndislegt dýr. Ekki voru allir sammála mér, flestum fannst hún hafa alvarlegar persónuleikabilanir...hinum fannst hún bara klikk. En það er samt ekki ætlunin að ræða hana blessunina í þessu röfli...."pointið" er að hún var svakalega ryðguð í rómnum, það var eiginlega mjög broslegt að hlusta á hana þegar hún mjálmaði...þetta var eins og...já eins og það væri verið að drepa kött.

Og þannig fannst mér einn keppandinn í Idolinu hljóma í gær (ætla ekki nefna nein nöfn en það byrjar á S). Hann er ekki búin að vera í uppáhaldi hjá mér en þarna tók nú botninn úr....drengurinn sargaði svoleiðis á háu nótunum...sjæsa mar !!! Og kommon og give me a break (svo maður haldi nú áfram með sletturnar í allar áttir..mérerbarasvomikiðniðrifyrir) hann fór ekki einu sinni niður í botnsætin !!!

Æi ég veit ekki hvað ég er að rífa mig yfir þessu, fylgist varla með blessuðu Idolinu en mér fannst þetta bara einum of og var bara að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað að eyrunum í mér ??? Ég er jú með kvef og krónískar hellur fyrir eyrunum....njeeeeee, þetta sökkaði bara feitast og hana nú!

Gvööð minn góður, það mætti halda að maður fengið borgað fyrir þetta skrifelsi !?! Aftur að ritgerðinni...Annette Messager og hennar kvenlega list bíður...

Bless í bili
Margrét málóða ;)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hjartanlega sammála þér með "keppandann"... fannst alveg fáránlegt að hann skyldi ekki fara í botnsætin!!
En svona er þetta bara...
Svo með hana Ronju greyið, hún var ekkert klikk!! Uss uss uss.. hún var yndisleg krúttið. Með sitt skap og ákveðni :)
Luv Hrefna

5:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home