fimmtudagur, maí 11, 2006

Aðeins meira....


Í tilefni af því að ég er komin í frí og sumarið er framundan (og jú af því að heilinn er enn fullur af listasögu) skelli ég þessari skemmtilegu mynd inn. Svona ætla ég að vera í sumar...alveg hreint dásamlegt, hehe, kallinn hlæjandi í grasinu, kjellan í rólu og barnið... ja sennilega bara í pössun ;)

Annars er myndin eftir Fragonard, franskan rókókómálara, og var máluð fyrir ríkan greifa. Hann bað sérstaklega um að hún yrði svona, þ.e. hjákonan í rólunni og hann í grasinu að reyna að sjá undir pilsið...assgotans perrinn...mér finnst mín hugmynd betri !

Já og svo er mar´bara búin að fá inngöngu í University of Sussex, í Brighton..þabbarasona...spennandi að sjá hvað kemur út úr Edinborgarumsókninni.

Jæja ég er hætt! Ætla að leggjast í leti....og borða nammi..ussss usss...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju Magga mín að vera búin með prófið og vera komin í frí! :D
Já þín hugmynd er betri en perrans sem er að reyna að kíkja undir pilsið!! ég er hneygsluð.. haha..
Ég er stórhneygsluð á þessum drengjum sem voru mígandi á leikskólalóðinni!!!!! Gott hjá þér að hringja á lögguna, en jú þeir humma örugglega svona mál af sér.. og gott hjá þér að tala við kauðana og hræða þá svolítið!! :)
Luv. Hrefna

8:12 f.h.  
Blogger McHillary said...

Hæ Magga mág! ég bara kíkti fyrir slysni og þá eru bara komnar 2 færslur, ekkert annað! Til hamingju með próflokin, er það ekki alveg dásamlegt? Ég bíð sko ekki minna spennt að sjá hvað kemur út úr Edinborgarumsókninni....
bestu kveðjur...

8:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ójú það er sko æði að vera búin og komin í sumarfrí, og nú verð ég kannski aktívari við bloggskriftir, svona á milli húsmóðurstarfanna. Jámmm...mig er farið að lengja eftir svari frá Edinborg, væri gaman að fara að fá þetta á hreint ;)

12:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home