fimmtudagur, september 21, 2006

HALELÚJA!!!


Ég er komin í samband við umheiminn...ég endurtek: Ég er komin í samband við umheiminn ! Þvílík sæla, þvílík gleði....og í augnablikinu hoppar barnið í sófanum og djöflast en það er ok...ég er á netinu ! Og ég er meira að segja með tvær tölvur í gangi, hleyp á milli fartölvunnar og stóru tölvunnar...bara til að ná að vinna upp þann nettíma sem ég missti af. He he, nú hljóma ég eins og krakkfíkill nýbúinn að fá fix...en kommon, þetta er búið að taka assgoti langan tíma !

Og hvað hefur svo á daga okkar drifið síðan við stigum fæti á skoska grund ? Jú, margt og mikið og okkur líður bara afskaplega vel. Enn sem komið er söknum við ekki gamla Fróns, en að sjálfsögðu söknum við ættingja og vina og vildum helst hafa ykkur öll hér hjá okkur á Blantyre Terrace ;) Íbúðin er alltaf að verða meira og meira eins og okkar heimili, hún var það ekki í fyrstu....heldur frekar eins og húsgangabúð skástrik bókasafn. Okkur féllumst eiginlega hendur þegar við komum inn í fyrsta sinn, þvílíkt af dóti sem kellan hefur staflað hér inn. Íbúðin var meira að segja auglýst með nægu geymslurými en láðist þó að nefna að það geymslurými væri nýtt af the landlord. Hér eru svo margir stólar að við gætum hæglega haldið fermingarveislu og allir fengið sæti. En okkur tókst að stafla inn í skápa og umstafla og fela það sem við höfðum ekki áhuga á að hafa fyrir augunum....og þvílík breyting. Bókasafnið í heild sinni náum við að fela, en ef hér ber gesti að garði getum við viskað upp fjölbreytilegum bókum, allt frá Jesus from Nazareth til How to make love to a negro...já! seinni titillinn er ekki grín, en hér er þó ekki um að ræða leiðbeiningarbók um þetta athæfi heldur skáldsaga...ja hérna hér.

Það sem var þó öllu verra en allt draslið var að íbúðin var mjög skítug og fyrstu dagarnir fóru í að þrífa...frekar frústrerandi eftir að vera útkeyrð eftir þrifin og flutningana úr Sæviðarsundinu. En nóg um það, nú er orðið hreint og kósí hér og búið að vera tvisvar sinnum í IKEA þar sem ýmislegt var keypt í búið. Stofan okkar er gímald, feykistór með arni og mikilli lofthæð, svefnherbergið er sömuleiðis mjög stórt sem og barnaherbergið en þar eru tvö einsbreið rúm. Barnaherbergið er virkilega kósí og þar á eftir að fara vel um þá gesti sem þar eiga eftir að gista...innan um allt dótið hans Elvars ;) Eldhúsið og baðherbergið eru svo sem frekar lítil en duga til síns brúks. Ég reyni að skella inn nokkrum myndum á eftir.

Ég fór í fyrsta tímann í dag, hjá Prófessor Robert Hillenbrand, í Persneskri list og líst bara nokkuð vel á. Enn er ekki komið í ljós hvar ég verð sem nemi en það verður án efa mjög spennanid. Við Arnar og Elvar fórum einmitt á Royal Museum í gær og það er nú frekar flott safn...væri ekki vera að fá að nemast þar ;)

Annars erum við búin að strauja bæinn þveran og endilangan í strætó, sem bæ ðe vei er mjög þægilegt að nota hér í borg. Við þurfum rétt að skoppa út á horn til að taka bússen, og þeir stoppa nokkrir þar og svo barasta ca. 10 mínútur niður á Princes Street. Þangað erum við einmitt búin að kíkja nokkrum sinnum...aðeins að sjá hvað kaupmennirnir þar bjóða upp á ;) Nú og svo erum við líka búin að taka bússen í Ocean Terminal, sem er verslunarmiðstöð með bíói og veitingahúsum og þar liggur konunglega snekkjan Britannica bið Akkeri. Svo kíktum við líka niður á Portobello strönd og tíndum skeljar og kuðunga. Örugglega assgoti gott að liggja þar næsta vor ;) Með okkur í þeirri ferð voru Hildur, Danni og Gísli en við erum einmitt búin að gera marg skemmtilegt með þeim síðan við komum...sem herra Elvari finnst nú ekki leiðinlegt ;) Og þar ætlar hann einmitt að gista annað kvöld og gamla settið ætlar að fá að bregða undir sig betri fætinum...og fá að sofa út!!! jahúú!!!

Segjum þetta gott í bili...ætla ekki að overdúa þessa færslu algerlega.
Knús frá kátum netverja ;)
Magsen

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vei vei vei vei vei vei vei vei.. Velkomin á netið elskan mín :D
Gott að vera komin í samband við þig (það er svo leiðinlegt að senda sms) hehe.
Rosalega gaman að sjá myndir af húsinu ykkar og ykkur!!! Rosalega líst mér vel á þetta. Og gaman að heyra hvað þið eruð kát og glöð með lífið í Skotlandinu :)
Virkilega fallegt þarna sé ég!
Hlakka til að heyra meira frá ykkur og svo þurfum við Þröstur að drífa okkur að koma okkur í jarðsíma samband í Mosó þannig að við getum heyrst!
Svo margt eftir.... ó well :) en bara gaman.
Knús til ykkar allra dúllan mín, við heyrusmst, msn-umst, meilumst soooooon luv.
Þín Hrefna

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ elskurnar...mikið líst mér vel á þetta fyrir ykkar hönd og mína hehhe þegar ég kem veiveie bara stutt í það...luv y all ...knús úr Mosó já nú þýðir ekkert að segja það lengur víst Hrefna beib er flutt í pleisið...annars bara kveðja Elva og allir biðja að heilsa og vertu dugleg að blogga

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heibs

frábært að fá ykkur í samband. Héldum að þú hefðir ákveðið að láta ekkert í þér heyra til að losna við æskuvinkonurnar. Hafði sam ekki trú á því. Sko núna eru bara 6 vikur. Sá á einni myndinni að Arnar er farinn að æfa sig í morgunverðarhlaðborðinu :)
Hittingur á þriðjudaginn ef þú ert laus hjá Líney. Hvað helduru að verði rætt þar.

Knúsaðu gæjana þína frá mér
Hlakka til að hitta þá og þig
Dagga

10:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he, já Dagga ég kem á þriðjudaginn ;) Gaman að fá kveðjurnar frá ykkur honípæs. Var í bænum í gær að tékka á flottum stöðum á George Street...flott að tjútta þar ;) Hlakka svo til að fá ykkur og er farin að plana þetta á fullu...Arnar er í ströngu æfingaprógrammi varðandi morgunmat og dýrindis kvöldmat, hehe. Og já Elva mín, ég lofa að vera dugleg að blogga ;)

Hugs´n´kisses
Magga

9:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home