laugardagur, september 02, 2006

Jæja þá....nú erum við komin til Edinborgar heil á húfi ! Ég stalst aðeins í tölvuna hennar Hildar til að setja inn nokkrar línur en við verðum vonandi fljótlega komin í netsamband.

Síðustu dagarnir á Íslandi voru hálf kreisí...endalaust af verkefnum sem týndist til en að lokum hafðist þetta. Ég hafði stefnt að því að eiga fimmtudaginn í rólegheit en hann fór nú allt öðruvísi en svo, okkur tókst að selja íbúðina og bílinn á þessum síðasta degi á Íslandi og erum heldur betur ánægð með það :)

En við vorum heldur betur vansvefta þegar vekjaraklukkan hringdi á föstudagsnóttu, náðum kannski tveggja tíma svefni. Þannig að ferðalagið var svoldið strembið því auk þess að vera þreytt vorum við með ca.....skrilljón töskur ! Þegar við loks komumst til Hildar og co tók þar á móti okkur vöfflukaffi a la Steinnunn og smá afslappelsi en við Arnar strunsuðum af stað til að sækja lyklana af íbúðinni. Ég ætla nú að segja betur frá henni í næstu færslu, ætlaði bara rétt að láta vita af okkur.

Knús og kossar á þá sem vilja þiggja :*
Magga og kó

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég þigg sko fullt af knúsi frá þér gæskan. Gott að gengur vel hjá ykkur. Hlakka ekkert smá til í nóv. þegar við komum. Knús og kram Sóla

8:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilld með íbúðina og bílinn, vissi að þetta tækist. Þú verður nú að fara að koma með færslu um íbúðina (hvort það sé nú pláss fyrir okkur allar eða hvort það verður tekið upp vaktaskipti á svefni) Vona að allt gangi vel. Knús
Dagga

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló ... langaði bara að kasta kveðju. Hlakka geðveikt til að koma til ykkar !!!
Geggjað með íbúðina og bílinn - til hamingju!
Hafið það sem allra best.
Kveðja Líney

1:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku elsku krúsur!!!
Hlakka óendanlega til að heyra betur frá ykkur.
Já ég trúi því að það hafi verið þreytt fjölskylda sem skundaði á flugvöllinn :) ég meina klukkan var meira en 11 þegar við fórum frá ykkur kvöldinu áður og allir enn í fullu fjöri ;)... úff.
Gott að koma til Hildar og fá góðar móttökur.

Og nú er það skólinn sem byrjar í dag! Spennandi!
Gangi þér vel í skólanum elsku vinkona og ég bíð spennt eftir fréttum af ykkur!!

Ég er komin í vinnu aftur eftir viku "frí" hehe.. við erum búin að vera á fullu, gjörsamlega. Og mikið búið að gera :) búið að rífa niður loftþiljur og setja upp nýjar í hjónaherbergi og litla herberginu, setja háaloft stiga, lakka ALLA gluggana í húsinu og svalahurð, mála þvottahús, hjóna og litla herb, gangana tvo, stofuna og undirbúa rest undir málingu :) skipta um stormjárn á nokkrum stöðum, þvo þrjá hraunaða útveggi, bóna stofugólf og gang og svo mætti lengi telja... og já guð minn góður hvað Byko ferðir geta tekið langan tíma!! Dísus!! maður rétt "skreppur" í Byko og þrír tímar eru liðnir...
hehe
Svo þessa viku er ég að vinna til hádegis þannig að áfram skal halda :) mála baðherbergi, eldhús og krakkaherbergin... svo er öll vinnan uppi á háalofti / geymslulofti eftir... en missionið er að komast inn með húsgögnin úr Rauðalæk á þriðjudaginn. Það ætti að takast hjá okkur. En við byrjum ekki að sofa fyrr en næstu helgi, held ég. Þá verður sko kósí kvöld fyrir framan arininn!!!! við eigum það skilið ;)

Jæja Magga mín, við heyrumst vonandi fljótlega. Kysstu og knúsaðu strákana þína frá mér og Þröstur biður kærlega að heilsa ykkur.

Luv, Hrefna

8:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home