fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Arghh!!!

Ég hata geitunga! Klukkan er hálftvö og nú þegar hafa fjórir eða fimm komið inn, flestir fengu að kenna á einu góðu dagblaðahöggi frá Arnari en svo þurfti hann að skjótast út og viti menn! Það kom enn einn inn...og ég er alein ! Algerlega hjálparlaus konan, hehe. Mér tókst nú samt að stúta honum, en það tók smástund....enda verð ég hálf lömuð af ótta þegar þessi kvikyndi koma inn. Hann passaði sig nú að halda sig nálægt stöðum þar sem hann vissi að honum væri óhætt, helvískur, eins og við ljósin eða málverkið mitt...enda var ég búin að elta hann í smástund alvopnuð rúðuúða og dagblaði. Égnáði honum loks við eldavélina, eftir æsispennandi eltingarleik þar sem ég meðal annars swingaði á hann einu góðu höggi og æddi svo bara med det samme inná bað til að skella á eftir mér....beið ekki einu sinni eftir því að sjá hvort hann væri fallinn. Sem hann var ekki...í það skiptið. En mér líður ekki eins og sigurvegara...okei, mér tókst að ganga frá einum "enemy" en ég þori ekki opna neina glugga. Svo nú sit ég hér ein inni í loftlausri í búð...haldið að það sé nú !

Svakalega spennandi sögur úr hversdagslífi mínu, hehe. Ætli það sé ekki best að halda áfram að ganga frá draslinu, sem virðist vera endalaust til af. Já og við erum sum sé hætt að sofa í Sæviðarsundinu, erum flutt inn á múttu og pápa. Svoldið skrýtin tilfinning að vera að kveðja þennan stað sem við höfum búið okkur heimili síðustu sjö árin...og liðið mjög vel. En það er nú ekki steinsteypan sem gerir hús að heimili heldur þeir sem þar búa...best að hafa það í huga.

Kveð í bili...og held á vit spennandi ævintýra niðurpökkunar, þrifa og geitungaárása !
Stay tuned ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð út og gangi ykkur allt í haginn á nýjum slóðum. Þú verður svo búin að skanna allt þegar við mætum eftir nokkrar vikur.

Knús í kaf
Dagga

1:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það elskan :) Er þegar byrjuð að skima pleisið ;) Verð búin að finna flottustu búðirnar, hehe.
Luv
Magga

4:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home