Pistill dagsins
Jámm, maður verður víst að standa sig í blogginu...það hafa þegar borist kvartanir, best að bæta úr því.
Af okkur er allt hið besta að frétta...haustið hér í Edinborg er milt og gott, enn sem komið er. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt með Árna og Steinunni á meðan þau voru hér og nú er sem sagt formlega búið að vígja gestaherbergið (þ.e. fyrir utan hina Edinborgarana sem gistu þar um daginn ;)) Ég held að það hafi bara farið vel um Árna í dótaherberginu...sem nú bíður bara eftir næstu gestum :) Það er heldur betur farið að styttast í næsta holl...og ég búin að þjálfa vel upphandleggsvöðvana til að geta hjálpað til við pokaburðinn, nú eða til að geta sveiflað kortinu aðeins sjálf!
Edinborg er sífellt að koma okkur á óvart og leggja fleiri snörur fyrir okkur...jákvæðar snörur :) Við fengum okkur góðan göngutúr í gær í frísklegu haustveðri og uppgötvuðum alveg yndislegan stað. Hér í miðri stórborginni rennur í gegn á og kallast þetta svæði Water of Leith. Það er eins og að vera komin út í sveit að ganga eftir stígnum frá Dean Village til Stockbridge. Þarna voru áður fyrr myllur sem sáu um alla kornframleiðslu fyrir Edinborg og nágrenni og enn má sjá nokkrar leifar af því. Yfir ánna er svo hin vígalega Dean bridge sem var byggð 1833 og er ansi mögnuð. Elvar Orri var hinn ánægðasti að skoppa um í haustlaufunum og ég lét það út úr mér að ég gæti hugsað mér að setjast hér að til framtíðar bara til þess að geta notið þessa, haha!
Eftir göngutúrinn fengum við okkur heitt súkkulaðið á Caffé Nero, sem er orðið uppáhalds kaffihúsakeðjan mín ;) og gengum svo í gegnum New Town niður á Princes Street. Það er mjög gaman að ganga þarna í geng og sjá viktoríanska byggingastílinn á byggingunum þar...ansi sjarmerandi.
Ég fór aðeins út um daginn með skólafélögunum, kíktum á bar eftir fimmtudagsfyrirlesturinn. Mér er nú alltaf að lítast betur á þetta lið og er búin að sjá nokkrar efnilegar mágkonu-material (haha! Óli minn, just for you! Maður er alltaf að hugsa um brósa sinn) Velski strákurinn, Owen, bauð mér að koma og sjá Rugbyleik eftir nokkrar vikur...maður verður nú að prufa það.
Svo spjallaði ég aðeins við prófessorinn sem er programme director, Richard Thomson, og hann sagði mér að hann hefði aldrei komið til Íslands en þó farið á bak á íslenskum hesti. Sagðist hafa beðið um rólegan hest og fékk hest sem hét Örvar, sem stóð svo undir nafni og pílaðist út í loftið með karlgreyið. Honum létti mikið þegar ég hafði svipaða sögu að segja...nema hvað hesturinn sem ég fór á hét Blíða...og stóð ekki undir nafni! Sú ferð losaði mig allavega við hestadelluna, en ég var búin að þreyta mömmu og pabba mikið með suðinu um hesta, hehe. En já, hann var mjög áhugasamur um landið, eins og flestir sem ég hef spjallað við. Ég reyni að sjálfsögðu að vera jákvæð í garð klakans og segi öllum að þangað sé nauðsyn að koma ;)
Jæja ætli þetta sé ekki ágætt af röfli í bili, best að dýfa nefinu ofan í bækurnar :/
Af okkur er allt hið besta að frétta...haustið hér í Edinborg er milt og gott, enn sem komið er. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt með Árna og Steinunni á meðan þau voru hér og nú er sem sagt formlega búið að vígja gestaherbergið (þ.e. fyrir utan hina Edinborgarana sem gistu þar um daginn ;)) Ég held að það hafi bara farið vel um Árna í dótaherberginu...sem nú bíður bara eftir næstu gestum :) Það er heldur betur farið að styttast í næsta holl...og ég búin að þjálfa vel upphandleggsvöðvana til að geta hjálpað til við pokaburðinn, nú eða til að geta sveiflað kortinu aðeins sjálf!
Edinborg er sífellt að koma okkur á óvart og leggja fleiri snörur fyrir okkur...jákvæðar snörur :) Við fengum okkur góðan göngutúr í gær í frísklegu haustveðri og uppgötvuðum alveg yndislegan stað. Hér í miðri stórborginni rennur í gegn á og kallast þetta svæði Water of Leith. Það er eins og að vera komin út í sveit að ganga eftir stígnum frá Dean Village til Stockbridge. Þarna voru áður fyrr myllur sem sáu um alla kornframleiðslu fyrir Edinborg og nágrenni og enn má sjá nokkrar leifar af því. Yfir ánna er svo hin vígalega Dean bridge sem var byggð 1833 og er ansi mögnuð. Elvar Orri var hinn ánægðasti að skoppa um í haustlaufunum og ég lét það út úr mér að ég gæti hugsað mér að setjast hér að til framtíðar bara til þess að geta notið þessa, haha!
Eftir göngutúrinn fengum við okkur heitt súkkulaðið á Caffé Nero, sem er orðið uppáhalds kaffihúsakeðjan mín ;) og gengum svo í gegnum New Town niður á Princes Street. Það er mjög gaman að ganga þarna í geng og sjá viktoríanska byggingastílinn á byggingunum þar...ansi sjarmerandi.
Ég fór aðeins út um daginn með skólafélögunum, kíktum á bar eftir fimmtudagsfyrirlesturinn. Mér er nú alltaf að lítast betur á þetta lið og er búin að sjá nokkrar efnilegar mágkonu-material (haha! Óli minn, just for you! Maður er alltaf að hugsa um brósa sinn) Velski strákurinn, Owen, bauð mér að koma og sjá Rugbyleik eftir nokkrar vikur...maður verður nú að prufa það.
Svo spjallaði ég aðeins við prófessorinn sem er programme director, Richard Thomson, og hann sagði mér að hann hefði aldrei komið til Íslands en þó farið á bak á íslenskum hesti. Sagðist hafa beðið um rólegan hest og fékk hest sem hét Örvar, sem stóð svo undir nafni og pílaðist út í loftið með karlgreyið. Honum létti mikið þegar ég hafði svipaða sögu að segja...nema hvað hesturinn sem ég fór á hét Blíða...og stóð ekki undir nafni! Sú ferð losaði mig allavega við hestadelluna, en ég var búin að þreyta mömmu og pabba mikið með suðinu um hesta, hehe. En já, hann var mjög áhugasamur um landið, eins og flestir sem ég hef spjallað við. Ég reyni að sjálfsögðu að vera jákvæð í garð klakans og segi öllum að þangað sé nauðsyn að koma ;)
Jæja ætli þetta sé ekki ágætt af röfli í bili, best að dýfa nefinu ofan í bækurnar :/
4 Comments:
Hellúúú my dearests!!
Gaman að lesa um ferðir ykkar í Edinborg! :) ohhh hvað þetta hljómar huggulega hjá ykkur. Gaman að strolla svona og sjá fallega staði... *dreym*
Það er búið að vera alveg yndislega fallegir dagar hérna á klakanum, og mis kaldir dagar. Innfluttnings geimið tókst rosalega vel hjá okkur :D það var fullt hús og allir komu í einu hehe. Við ætluðum okkur að hafa svona "flæði" yfir daginn .. hehe. en húsið bar þennan fjölda sko vel ;) þannig að við erum ánægð í veisluhúsinu okkar hehe. Við erum meira að segja byrjuð að plana veislurnar sko, við ætlum að halda 60 afmæli mömmu í sveitinni sko.. ;)
Hlakka til að heyra fleiri sögur frá ykkur elskurnar :*
Ykkar Hrefna
Hei, hei það er í næstu viku Magga mín þá ryðjumst við "hinar fjórar fræknu" af klakanum inn á ykkur Edinborgarana. Erum búnar að taka prufurúnt í Kringlunni og Smáralind, bara svona til þess að æfa sig og skerpa kauphæfileikana...hehe. Erum í því þessa dagana að sanka að okkur góðgæti fyrir ykkur svona í þakklætisskyni fyrir að hafa okkur í þessa daga :-) Sjáumst ótrúlega fljótlega dúllan mín, Knús í krús... Sóla
gaman að sjá nýtt blogg. Já við erum komnar í gírinn og komum askvaðandi.... engin miskun þar. Það verður sko gaman að vera saman
Jíbíííííí
Knús
Dagga
hæ honey enn gaman að heyra hvað þú ert að fíla þetta en ég rak augun í þessi ummæli sem þú púðraðir út úr þér í göngutúrnum...farðu nú ekki að fíla þetta OF vel vina mín..þu manst annars missir Arnar vinnuna..og ekki viltu hafa það á samviskunni ha er það??ég vil ekki heyra svona lagað þetta er fínt en ekki eins gott og hér heima!!!!hihihihi...annars er ég á fullu í ræktinni að æfa upphandleggsvöðvana!!kveðja og mikið knús í bæinn og núna bara nokkrir dagar??eru koffortin min komin með gullfoss??kv Elva
Skrifa ummæli
<< Home