Skógarferð ...
Vorum að koma heim úr yndislegri skógarferð. Við fórum út að hjóla og römbuðum, eiginlega fyrir slysni, inn í skóg sem er ekki svo langt frá okkur, nokkurs konar náttúruverndarsvæði með tjörn og dýralífi. Við náðum nú ekki að skoða allt saman en stefnum á að fara aftur þangað hið fyrsta. Elvar Orri var í essinu sínu, hljóp um og naut sín í náttúrunni...frábært að hafa svona græn og villt svæði í miðri borg.
Annars erum við búin að eiga góða helgi. Fórum í gær á farmers market niðrí miðbæ. Þar var margt að sjá og skoða og Elvar gerðist svo djarfur að smakka á strútaborgara...ja smakka á, hann gerði nú gott betur en það...hámaði hann í sig. Ég var nú ekki alveg eins æst í að smakka, en það er frábært að sonurinn er aðeins ævintýraþyrstari en móðirin ;) (þarf nú kannski ekki mikið til...hmmm). Síðan þvældumst við aðeins um bæinn, skoðuðum Grassmarket hverfið sem er mjög sjarmerandi og fullt af litlum og skemmtilegum búllum.
Svo tekur alvaran við á morgun, tími hjá Prof. Hillenbrand. Ég er alvarlega að gæla við að lokaritgerðin mín verði um eitthvað tengdu íslamskri list og líklegt að maður þurfi ráð frá honum, enda sérfræðingur í þessum efnum. Það er svona aðeins farið að renna upp fyrir mér að ég þarf að vera mjög skipulög við lesturinn....væri frekar súrt að koma heim með diplómu í stað mastersgráðu :/ Neibb, best að fara að bretta upp ermarnar !
Var að setja inn eitthvað af nýjum myndum á myndasíðuna
Segi það gott í bili, kallarnir eru að baka pönnsur :p ...vill einhver koma í kaffi!
5 Comments:
Þetta hljómar rosalega spennandi okkur hlakkar voða mikið til að koma í heimsókn og sjá hjá ykkur.
Knús Stína systir.
Ummm... væri sko alveg til í að kíkja í kaffi til ykkar núna.... Gaman að hafa svona skemmtilegan skóg nálægt sér til að fara í lautarferðir í. Flottar myndir af Princes street, þú ert væntanlega alltaf að athuga með úrvalið í búðunum Magga mín þarna niður í bæ.. ekki satt.
Tæplega 4 vikur í "The Big Visit" and counting down...hehe.
Knús og kram
luv
Sóla
jæja elskan gott að þú ert dugleg að taka svona margar myndir því það verður örugglega það eina sem við sjáum í Edinborg heheh nema það sé svona fallegt í búðunum heheh nei annars grin allt verður pantað úr argos og kays og við verðum bara í open tour bus alla dagana ekki satt!!var annars að koma úr græsilegri veislu í boði afmælisbarnsins í gær Döggu gömlu...og þú veist hvernig það er lítið að hafa,allt búið ekkert til..osköp klént...hihihihi love
jæja elskan gott að þú ert dugleg að taka svona margar myndir því það verður örugglega það eina sem við sjáum í Edinborg heheh nema það sé svona fallegt í búðunum heheh nei annars grin allt verður pantað úr argos og kays og við verðum bara í open tour bus alla dagana ekki satt!!var annars að koma úr græsilegri veislu í boði afmælisbarnsins í gær Döggu gömlu...og þú veist hvernig það er lítið að hafa,allt búið ekkert til..osköp klént...hihihihi love
Ohhh en æðislegt! Yndislegt að hafa svona skóg nálægt, og ekki leiðinlegt að rekast á lítið og sætt skógardýr ;)
Ég hefði skoppað yfir í pönnsur ef ég hefði séð þetta í gær sko..! Híhí. "I wish..."
Já Magga mín nú er bara að vera skipulögð í lestrinum. Ég veit að þú massar þetta og kemur heim með mastersgráðu!! :D
Gaman að sjá fleiri myndir! Ég skal fara að ýta á kallinn með myndirnar okkar... ég þarf líka að fara að taka nýjar myndir, heimilið breytist svo ört þessa dagana hehe. Keyptum sófa í morgun og fáum hann sendan heim í kvöld og svo sáum við geðveikt kúl sófaborð í IKEA í dag og ætlum okkur að kaupa það á morgun.. jamm mikið að gerast í mubblumálum ;)
Knús og kossar til ykkar allra dúllan mín.
Luv Hrefna
Skrifa ummæli
<< Home