sunnudagur, október 08, 2006

Skógarferð ...


Vorum að koma heim úr yndislegri skógarferð. Við fórum út að hjóla og römbuðum, eiginlega fyrir slysni, inn í skóg sem er ekki svo langt frá okkur, nokkurs konar náttúruverndarsvæði með tjörn og dýralífi. Við náðum nú ekki að skoða allt saman en stefnum á að fara aftur þangað hið fyrsta. Elvar Orri var í essinu sínu, hljóp um og naut sín í náttúrunni...frábært að hafa svona græn og villt svæði í miðri borg.

Annars erum við búin að eiga góða helgi. Fórum í gær á farmers market niðrí miðbæ. Þar var margt að sjá og skoða og Elvar gerðist svo djarfur að smakka á strútaborgara...ja smakka á, hann gerði nú gott betur en það...hámaði hann í sig. Ég var nú ekki alveg eins æst í að smakka, en það er frábært að sonurinn er aðeins ævintýraþyrstari en móðirin ;) (þarf nú kannski ekki mikið til...hmmm). Síðan þvældumst við aðeins um bæinn, skoðuðum Grassmarket hverfið sem er mjög sjarmerandi og fullt af litlum og skemmtilegum búllum.



Svo tekur alvaran við á morgun, tími hjá Prof. Hillenbrand. Ég er alvarlega að gæla við að lokaritgerðin mín verði um eitthvað tengdu íslamskri list og líklegt að maður þurfi ráð frá honum, enda sérfræðingur í þessum efnum. Það er svona aðeins farið að renna upp fyrir mér að ég þarf að vera mjög skipulög við lesturinn....væri frekar súrt að koma heim með diplómu í stað mastersgráðu :/ Neibb, best að fara að bretta upp ermarnar !

Var að setja inn eitthvað af nýjum myndum á myndasíðuna

Segi það gott í bili, kallarnir eru að baka pönnsur :p ...vill einhver koma í kaffi!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar rosalega spennandi okkur hlakkar voða mikið til að koma í heimsókn og sjá hjá ykkur.
Knús Stína systir.

3:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ummm... væri sko alveg til í að kíkja í kaffi til ykkar núna.... Gaman að hafa svona skemmtilegan skóg nálægt sér til að fara í lautarferðir í. Flottar myndir af Princes street, þú ert væntanlega alltaf að athuga með úrvalið í búðunum Magga mín þarna niður í bæ.. ekki satt.
Tæplega 4 vikur í "The Big Visit" and counting down...hehe.
Knús og kram
luv
Sóla

5:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja elskan gott að þú ert dugleg að taka svona margar myndir því það verður örugglega það eina sem við sjáum í Edinborg heheh nema það sé svona fallegt í búðunum heheh nei annars grin allt verður pantað úr argos og kays og við verðum bara í open tour bus alla dagana ekki satt!!var annars að koma úr græsilegri veislu í boði afmælisbarnsins í gær Döggu gömlu...og þú veist hvernig það er lítið að hafa,allt búið ekkert til..osköp klént...hihihihi love

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja elskan gott að þú ert dugleg að taka svona margar myndir því það verður örugglega það eina sem við sjáum í Edinborg heheh nema það sé svona fallegt í búðunum heheh nei annars grin allt verður pantað úr argos og kays og við verðum bara í open tour bus alla dagana ekki satt!!var annars að koma úr græsilegri veislu í boði afmælisbarnsins í gær Döggu gömlu...og þú veist hvernig það er lítið að hafa,allt búið ekkert til..osköp klént...hihihihi love

10:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh en æðislegt! Yndislegt að hafa svona skóg nálægt, og ekki leiðinlegt að rekast á lítið og sætt skógardýr ;)
Ég hefði skoppað yfir í pönnsur ef ég hefði séð þetta í gær sko..! Híhí. "I wish..."

Já Magga mín nú er bara að vera skipulögð í lestrinum. Ég veit að þú massar þetta og kemur heim með mastersgráðu!! :D

Gaman að sjá fleiri myndir! Ég skal fara að ýta á kallinn með myndirnar okkar... ég þarf líka að fara að taka nýjar myndir, heimilið breytist svo ört þessa dagana hehe. Keyptum sófa í morgun og fáum hann sendan heim í kvöld og svo sáum við geðveikt kúl sófaborð í IKEA í dag og ætlum okkur að kaupa það á morgun.. jamm mikið að gerast í mubblumálum ;)

Knús og kossar til ykkar allra dúllan mín.
Luv Hrefna

2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home