miðvikudagur, október 04, 2006

Leikskólasögur...partur tvö...

Jæjahh, þá er komin botn í leikskólamálin og drengurinn búinn að fara í heimsókn á leikskólann. Við hringdum strax á mánudagsmorgun í þennan sem við hjóluðum framhjá og þar var hægt að koma honum að med det samme. Okkur líst gríðarlega vel á þetta, húsið er mjög stórt, garðurinn mjög fínn og þau fá að gróðursetja blóm og grænmeti. Sér activity-room og sér quiet-room...sem sagt tölvuert meira rými en á leikskólanum sem er í götunni okkar. Við förum aftur í heimsókn á morgun og eigum við að láta okkur hverfa eftir ca. 15 mín og sjá hvernig gengur. Ef allt gengur vel mun Elvar verða þarna þrisvar í viku eftir hádegi.

Svo fór mín bara út á lífið hér í borg í fyrsta sinn og það á þriðjudagskvöldi, hehe. Nokkrir af krökkunum sem eru með mér í skólanum ætluðu að skella sér út á bar og jafnvel að klúbbast og buðu mér að koma með. Litla félgasfælna ég var náttúrulega ekki að nenna (sá fyrir mér í hillingum að liggja fyrir framan imbann og horfa á sjónvarpið...eins og öll hin kvöldin) en ég ákvað nú að drífa mig...enda var nú ætlunin að fá sem mest út úr þessari upplifun (að flytjast hingað) og vonandi kynnast skemmtilegu fólki. Þetta reyndist svo bara hin besta skemmtun, fórum á bar sem kallast Frankensteins og enduðum í Pop-quiz...skemmtileg upplifun.

Ég er nú sennilega í eldri kantinum af þessum hóp, mjög mikið af þessum krökkum eru á bilinu 24 -27 en ég er nú svo svakalega youthful að það skiptir engu máli...haha...ha !?!

Annars finnst mér nú skólinn byrja ansi rólega og ég/við höfum mikinn tíma til að þvælast um borgina...kíkja í búðir og sonnna ;) En ég er nú sein til kvartana þegar það kemur að svona málum og er reyndar fullviss um að innan skamms verði ég á haus í ritgerðarskrifum og verkefnaskilum.

Já og ekki má gleyma að ég er búin að fá að vita hvar ég verð sem nemi og er hæstánægði með það allt saman. Ég verð á listasafni sem heitir Talbot Rice Gallery : http://www.trg.ed.ac.uk/ og tilheyrir háskólanum. Ég á reyndar eftir að heyra meira um hvernig þessu verður háttað en mér skilst að ég fái að kafa ofan í heim sýningarstjórans og verða Assistant to The Curator.... habbara sona !

Jæja segi ekki meir í bili og sendi bara bestu kveðjur á gamla Frón.
Hugs´n´kisses
Miss Margret

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heibs skvís
Líst vel á þú sér líka að kanna kvöldlífið fyrir okkur. Við hljótum nú að teljast "ungar" eða hvað. Allavegna enga gamlingja staði með gömludönsunum, það verður að vera eitthvað fútt í þessu :)
Sé líka að þú ert alveg að gera þig í verslunarskanninu. Bíð eftir skýrslunni.
Bara 4 vikur.....
Koffortin hennar Elvu eru á leiðinni með Gullfossi, ættu að vera komin um jólin.
Knús í kaf
Dagga

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís.
Gaman að heyra að allt er bara rólegt ... enginn æsingur í gangi og þú búin að leggja línurnar áður en við komum. Ég hlakka geðveikt til. Guðjón og Arnór liggja yfir Argo listanum hennar Döggu og búnir að panta hitt og þetta í jólagjöf.
Vonandi gengur vel með Elvar í leikskólanum - ágætt að fá að leika við KRAKKA eitthvað yfir vikuna ekki bara mamma og pabbi.
Knús og kveðjur
þín Líney

2:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já já þetta er bara ég það nennir engin en við blessuðu tryggu vinkonur að commenta á þig hihih!!!!allavega ég sé þá fram á að fá frítt inn á Listasafn Íslands eða hvað...þetta verður bara stuð og ekkert stess nema kannski ræett fyrir próf ef ég þekki þig rétt...þetta reddast manstu hehhe....love you búin að tala við þig allstaðar í kvöld haha nema í símann hvað er símanúmerið þitt?????kveðja elva

10:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er sko hægt að treysta á ykkur elskurnar í kommentunum ;) gott að vita að einhver les röflið í mér, hehe.

Já Dagga, það dugir sko ekkert annað fyrir Elvu ofursjoppara en að senda koffortin með Gullfossi. Ég er búin að fá leyfi til að geyma þau uppi í íbúðinni hans Andrews á efstu hæðinni..haha!

Fínt að strákarnir eru búnir að velja jólagjafirnar,Líney ;) Það er lang best að gera þetta sjálfur, hehe. Þá fær maður örugglega allt sem manni langar í ;)

Elva mín, nú verður þú fastur gestur í listagalleríunum, þegar ég verð orðin yfir-something, haha! Borgar sig ekki að gleyma mér þó ég verði of skosk og sposk ;) Hey ? Er eitthvað flott safn í sveitinni (kannski Álafossföt-best safnið)...múhahaha ;)

Lov jú tú píses :*
Hugs´n´kisses from Maggie MacHaggis da main pæ in Edinburrr

10:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home