föstudagur, október 13, 2006


Æi maður á svo mikið gull...Hann getur svoleiðis sjarmað foreldra sína upp úr skónum...fimm mínútum eftir að hann hefur alveg gert þau ga-ga. En það er sennilega þannig með flest börn. Það er ótrúlega gaman að upplifa að vera hér með honum og í gegnum hans augu. Án efa væri þetta allt öðruvísi ef við værum hér bara tvö, barnlaus. Ekki eins spennandi tilhugsun...

Það er nú samt þannig að einmitt hans vegna hafa komið einu efasemdir mínar um þetta brölt. Mér líður mjög vel hérna, eiginlega miklu betur en ég bjóst við. Ég átti eiginlega von á að þetta myndi taka miklu meira á, held að ég hafi búist við að þetta yrði eins og þegar ég fór að passa hjá Jónu frænku forðum daga...úff. Eins og þau hjón voru (og eru) skemmtilegt fólk og ég hefði ekki getað fengið betri stað til að vera í vist á. En nei...Magga litla hringdi heim í mömmu sína á hverjum degi (eða ég held það) og volaði..hehe, hægt að hlæja að þessu núna ;) en lengi var ég með þvílíkt samviskubit vegna þessa. Bæði vegna mömmu, sem þurfti að fá þessi símtöl, og Jónu og Hnikarrs sem skildu sennilega ekkert í þessum vælandi unglingi. Allavega...ég hafði sem sagt þessa meinloku í mér þess efnis að fyrst ég gat ekki verið lengur en þrjár vikur í barnapíuvist þegar ég var 13 ára þá gæti ég örugglega ekki flutt til útlanda án þessa að það tæki "traumatískt" á. En..að hugsa sér, hér er ég og engin "trauma" enn ;) Auðvitað saknar maður fólksins síns...en sennilega gera þessi tuttugu ár, sem liðin eru, það að verkum að ég hef ekki þörf fyrir að hringja vælandi heim, haha.

Þannig að, einu efasemdirnar mínar eru vegna barnsins...erum við að gera rétt með að hafa flutt svona út? Hans vegna ? Þessi litlu grey hafa ekkert um það að segja hvort þeim er druslað út í heim....burtu frá ömmum og öfum, frænkum og frændum...Ásdísum og Eddum ;) Og svo bara allt í einu kominn inn á skoskan leikskóla þar sem enginn skilur mann. Hann hefur nú samt verið ótrúlega duglegur og þetta gengið vel, en auðvitað hafa komið tímabil þar sem hann biður um að fá að fara heim til Íslands og segist ekki vilja fara á þennan leikskóla...bara Ásborg! Og þetta klípur svolítið í mömmuhjartað....en ég veit líka að börn hafa ótrúlega aðlögunarhæfni og að þetta er bara erfitt tímabil á meðan hann er að komast inn í allt saman. Á meðan reynum við bara að hlúa vel að stubbnum og halda þétt utan um hann...

Jæja...þetta er orðið ágætt af þess háttar hugleiðingum :) Á morgun skal haldið í dýragarðinn...ætlum að eiga góðan fjölskyldudag, vona bara að verðrið verði gott (reyndar búið að vera mjög milt og gott undanfarið). Svo er von á ættingjum á sunnudaginn og það ætti nú að kæta lítinn mann, Steinunn amma kemur og verður í viku og Árni frændi kemur líka og ætlar að gista hjá okkur í nokkra daga.

Sem sagt nóg að gera en nú ætla ég að breiða úr mér í sófanum og horfa á LOST...já LOST´...nýju seríuna :P

Pís át
Mags

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æiii litli stubbur, já það er örugglega ekki auðvelt að heyra að hann vilji bara fara heim til íslands og í gamla leikskólann sinn... en hann gæti bara ekki verið heppnari með foreldra. Þannig að í þessum aðstæðum er hlúað vel að honum litla skinninu. Svo er jú eins og þú segir krakkar með ótrúlega aðlögunarhæfni. Þetta er bara holt fyrir stubb á þessum aldri mundi ég halda, kynnast nýju landi og læra nýtt tungumál. Ég held að þessi lífsreynsla sé honum og ykkur öllum mjög góð og holl :) Ohhh hvað ég sakna hans samt! ég sat hérna skælbrosandi þegar ég horfði á ykkur á webcam sendandi mér fingurkossa! Get ekki beðið eftir að hitta ykkur um jólin og knúsa fast!!

Já LOST!!! Sayyyyyyyyyyyd... :p
ég er alveg dottin út :/ á eftir að horfa á 2 seríu seinni hlutann meira að segja.. Hrefna!! dísus.. Þyrfti kaupa mér hana á dvd og koma Þresti inní þetta með mér bara ;)

Vonandi eigið þið yndislegan fjölskyldudag í dýragarðinum, ekki leiðinlegt að heimsækja öll dýrin þar.

Knús, koss og luv,
Hrefnan

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

meira mas.. meira mas... :)

5:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála, meira meira....

Dagga

2:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home