laugardagur, desember 02, 2006

Raunir töskufíkils....

Já, ég hef lengi verið með algera dellu fyrir töskum...og skóm...og yfirhöfnum...en sérstaklega töskum. Ég uppgötvaði fyrir þó nokkru hvað það væri sniðugt að nota e-bay til töskukaupa og hef keypt tvær þaðan. Og nú sem ég var alveg byrjuð að bretta upp ermarnar til þess að hefja ritgerðarskrifin ákvað ég í mesta sakleysi að kíkja aðeins á e-bay...bara aðeins...og sé þá þessa líka flottu tösku, Ted Baker handbag...svaka pæjuleg. Ekki var nú upphæðin á henni mikil og nokkrir að bjóða í hana þannig að ég slæst í hópinn og býð 6 pund...neibb, það dugði ekki til, einhver með hærra boð en það..Og nú var ég aðeins komin í gírinn og býð 7,5 pund...og ýtti svo í snatir á "Confirm Bid" hnappinn. Jú það dugði til, ég var "the high bidder" ...og voða lukkuleg með það...þar til ég lít betur á upphæðina og sé að það eru ekki 7,5 pund heldur 750 pund !!! Ég fékk náttúrulega vægt sjokk...þetta er sama upphæð og við borgum hér á mánuði í leigu...ó mæ god...mig langaði alveg í töskuna en kannski ekki fyrir ca. 100 þúsund !!!

Ég hringdi í óðagoti í Arnar sem hló auðvitað að litla töskufíklinum sínum og benti á að það ætti að vera hægt að draga boð til baka...og jú það var sem betur fer hægt...sjúkkkitt! Mér var ótrúlega mikið létt og ætla núna bara að halda mig við ritgerðarskrifin...læt e-bay eiga sig um stund...allavega smástund ;)

Jæja...varð bara að deila þessu með ykkur en ætla nú að nota tækifærið og vera dugleg á meðan húsið er tómt.
Knús og kossar
Magpie hin talnaglögga

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

elskan mín þú hefðir bara átt að skella þér á töskuna..biðja Arnar um hana í jólagjöf hehe...en farðu nú að læra svo við getum tjattað öll jólin!!!!luv Elva

5:59 e.h.  
Blogger Magga said...

Ha ha...já hann munar nú ekki um það ;) Og já ég skal vera dugleg, við þurfa að vinna upp allt tjattið sem við höfum misst af síðan síðast ;)

11:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Elvu, þetta er ekkert, þú átt það skilið :)
veit um eina sem fór með mér til Bath sem var að spá í að kaupa Gucchi jakka, hann kostaði bara 98 pund, henni fannst reyndar svolítið ljótar tölur en þeim mætti sennilega skipta út. Hugsaði hún málið og skellti sér svo aftur inn í búðina, var alveg að fara að borga þegar hún sá að Gucchi jakkinn kostaði einungis 980 pund........
Hlakka geggjað til að hittast svo um jólin, borða á okkur gat, hlæja, fá pakkana og bara allt. Er heima að skreyta allt hátt og lágt.
Ho ho ho ho
Dagga jólasveinn

1:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta bara krúttlegt ... ég sé mig í anda fá eitt taugaveikiskast ... gott að þú gast dregið boðið til baka.
Knús og gangi þér vel með ritgerðina.
Kv. Líney

11:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahaha Magga mín...
já ég hefði fengið eitt stykki áfall. En gott að þú gast dregið þetta til baka! hehe.
Ég veit að þú ert töskuperri en þetta er kannski aaaaðeins of mikið ;)

Ég sendi þér fullt af læri-kraft straumum svo þú klárir bara áður en þú kemur luv... hlakka til að hangsa með þér sweetie ;)

Jóla knús á línuna :***
Hrefna jólaálfur :p

11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home