mánudagur, nóvember 27, 2006

Æi nei....

...ekki get ég nú sagt að ég sakni íslenskrar þáttagerðar. Arnar var að horfa á fréttirnar á netinu í gær og í framhaldi af því datt hann inn í bút úr þættinum Tekinn! Við horfðum á þetta með kjánahrollinn á fullu...þetta var eitthvað svo yndislega vandræðalegt....sumt bara virkar ekki á Íslandi. Það var deginum ljósara að Sigmundur Ernir, sem var verið að "Taka!", vissi nákvæmlega hvað var í gangi. Útkoman varð sem sagt frekar pínleg...slökkviliðsmennirnir (eða þeir sem léku þá) vandræddust þarna á tröppunum hjá honum og reyndu að fá einhverja geðæsingu frá Simma kallinum. Frekar illa leikið.."Uuuu..þú þarft að borga...uuu 120þús.." (hefði alveg eins getað sagt billjón og túkall, það hefði verið jafn kjánalegt)...og þegar Simmi sagði bara já! og bað um kvittun kom gaurinn með örvæntingafulla lokatilraun til að hrista fram aksjón: "Hurru góði...óþarfi að vera með dónaskap" ...æææ...þarf að segja meira...Ég tek það fram að þetta er ekki nákvæm tilvitnun í þáttinn, hehe, en svona nokkurn veginn það sem ég sá og á þessu byggi ég minn dóm: Þetta er og/eða verður algert flopp! Endilega leiðréttið mig ef þið eruð ekki sammála eða hafið séð eitthvað jákvæðara í þessum þætti ;)

En nóg um að...ohh, ég vildi að ég væri svona málglöð þegar kemur að ritgerðarskrifum :/ Er á fullu að lesa og fara yfir heimildir fyrir ritgerð um Kínversk áhrif í fornu myndskreyttu handriti (hljómar vel ekki satt ?). Þetta er samt alveg áhugavert, verst að ég virðist vera haldin einhvers lags verkkvíða og á afskaplega erfitt með að hefja skriftirnar. Ég þarf reyndar ekki að skila þessari fyrr en 12. janúar en vill endilega klára fyrir jól...svo ég geti notið samvista við ykkur elskurnar um jólin! Nenni eiginlega ekki að eyða jólunum í ritgerðarskrif...hvað þá að ég nenni að druslast með bækurnar í töskunni! Hmmm...kannski spurning um að hætta þessu babli og halda áfram að vinna...?

Að lokum þó...talandi um skriftir; rakst á þessa tilvitnun í einni skruddunni :

"Writing is the offspring of thought, the lamp of remembrance, the tongue of him that is far off, and the life of him whose age has been blotted out"

Finnst þetta nú ansi fallegt og mikið til í þessu....í mínu tilviki eru skriftirnar (bloggið) tunga þess sem er langt í burtu...frá vinum og vandamönnum...bara spurning hvort einhver er að lesa þetta röfl, haha!

Æi þetta er orðið fínt..byrja á lágmenningu, hámenning í miðið...enda á...tjahhh? ...kannski bara þessu týpíska;
Knús og kossar
Magpie

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

My dear, ég les röflið þitt ávalt mín kæra ;)

Já þú verður að vera dugleg dúllan mín svo þú þurfir ekki að liggja sveitt yfir þessu um jólin, það er bannað! :)

Veistu.. ég hef ekki séð einn einasta þátt af þessu "Tekinn".. hvar sástu myndbrotið??
Ég get samt alveg ýmindað mér að það sé ekki alveg markaður fyrir þessu hérna!! kræst!

En nóg er þetta auglýst...

Vertu nú dugleg luv. Hlakka til að knúsa þig og ykkur öll eftir 3 og hálfa viku :D

Yours Rebenúíí

5:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Magga mín!!!

Hér er smá söngur fyrir þig kæra vinkona:

"Hún á afmæli í dag.... hún á afmæli í dag... hún á afmæliiiii hún Maggggga míííín .... húúún á afmæææææliiiiiii í daaaaaaaag!" *klapp klapp klapp*

Innilega til hamingju með daginn elsku Magga mín! :****

Njóttu dagsins Maggan mín..

Þín Hrefna :*

10:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku skvís

Til lukku með daginn, gamla :)
Vona að þú hafir það gott í dag. Vildi vera með þér í dag, gætum kíkt á kaffihús þá eða í eina til tvær búðir.

Knús
Dagga

11:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Magga
Innilega til lukku með daginn, njóttu nú dagsins út í ystu æsar t.d. farðu niður á Princes str. og verslaðu svolítið og kíktu svo í ASDA í kvöld og verslaðu pínu meira..hehe.. djók.. en allavega njóttu vel og láttu strákana þjóna þér í dag.
Megaknús og kossar,
Sóla

11:31 f.h.  
Blogger Magga said...

Takk elskurnar mínar, þúsund þakkir. Hefði sko viljað hafa ykkur hér...búðarrölt og kaffihús hljómar heldur betur vel :)

11:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home