miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Takk fyrir kveðjurnar...

...ekki slæmt að fá svona sætar afmæliskveðjur á þessum degi...þegar 34. ára gamalt andlit starir á mann úr speglinum. Að hugsa sér! Og mér finnst ég alltaf bara vera 18!


Ég er búin að eiga fínan dag í dag, þurfti reyndar að fara að vinna á safninu en það var nú allt í lagi. Mér varð einmitt hugsað til þess í dag, þegar ég stóð ein í skjalageymslunni í þessu gamla húsi, hversu mikið lífið hefur breyst síðan á síðasta afmælisdegi....skrýtið að vera að vinna á listasafni í Edinborg...og bara yfirleitt að búa í Edinborg. En svona er þetta nú...enginn veit hvar hann dansar um næstu jól ;)


Í hádeginu hitti ég Elvar og Arnar og við fengum okkur að snæða saman á kaffihúsinu í Royal Museum. Og eftir að vinnudegi mínum lauk fór ég að hitta Arnar, Hildi, Steinunni og strákana sem voru að fá sér að borða á svaka fínum veitingastað á George IV brúnni í tilefni af því að Hildur var að útskrifast í dag úr háskólanum. Því næst örkuðum við öll niður í bæ í Winter Wonderland, fengum okkur vöfflur, púns, súkkulaðihúðaða sykurpúða og jarðaber og ýmislegt annað gúmmelaði. Strákarnir fóru í nokkur tæki og allir skemmtu sér vel....mjög auðvelt að komast í jólaskap þarna þegar maður mokaði í sig vöfflu með heitu súkkulaði og rjóma og hlustaði á jólalögin....ekki slæmt að halda upp á daginn svona.


En nú er ég komin í náttsloppinn og ætla að fara að gæða mér á indverskum frá vinum okkar á Morningside Spice og eiga huggulega kvöldstund með mínum ektamanni (sá stutti sefur svefni hinna krúttlegu).


Hafið það gott krúttin mín...hvar sem þið eruð :)

Magpie den alte


p.s. læt hér fljóta með sæta afmæliskveðju sem ég fékk frá Nick vini mínum (I wish!!!)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hei lélegir vinir enginn búin að kommenta...æi elskan enn og aftur til hamingju snúllan mín..haltu áfram að vera svona yndisleg og aldrei breytast Magga mín,þú ert æði akkurat svona eins og þú ert!!!LUV Simon le Bon

11:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh Magga mín...

mikið hefði ég verið til í að vera með ykkur í Winter Wonderland!! að borða vöfflur, súkkulaðihúðaða sykurpúða og jarðaber!! meeeeeen...
Þú færð afmælisknúsið þitt í desember dúllan mín :*

Gott að þú áttir yndislegan dag :D enda ekki við öðru að búast ;)

Hlakka til að heyra frá þér besta mín.
Luv, Hrefnan þín

9:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís.
Til lukku með daginn í gær ... ég var sko ekki búin að gleyma þér - ég veit að þú fannst allar kveðjurnar frá mér!!! Hafðu það ALLTAF sem allra best, gangi þér vel með skólann!!! Hefði viljað vera með þér í gær og borða allan þennan góða mat...
Bið að heilsa, knús og kossar.
Þín Líney

10:01 f.h.  
Blogger Magga said...

Simon, my dear friend ! Alltaf skal hann muna eftir þessum degi þessi elska ;)

Og já Hrefna mín, ég þigg sko risastórt afmælisknús í des..get ekki beðið krútta mín.

Líney mín, ég veit þú hugsar alltaf til mín honípæ, hefði sko alveg viljað hafa ykkur allar hér að smjatta á þessu góðgæti öllu :)

Love you <3

11:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home