"Við ætlum út í kvöld..."
Föstudagskvöld, barnið á leið í pössun og við á leið út að borða. Ætlum að prufa nýjan stað sem við rákumst á um daginn, The Villager...leit út fyrir að vera nokkuð töff og ferskur. Samkvæmt umtali er þetta nokkuð vinsæll staður og oftast vel bókaður þannig að ég hlakka til að sjá hvort hann stendur undir væntingum...
En já, ég er sem sagt bara í mestu makindum að hafa mig til fyrir útstáelsið og rétt kíki í tölvuna (bara aðeins) og rekst þá bara á frétt um að dæmdur morðingi hafi sloppið af geðdeild hérna í gær...hvaaa? Og ekki nóg með það heldur sást hann ásamt kærustunni síðast stefna hér að Morningside Road, sem er nú barasta næsta gata við mig. Ja hérna hér, maður ætti kannski bara að vera heima í kvöld ? Ha ? Og hvar er Taggart þegar á honum er þörf !!!
Hér er æsifréttin, fyrir þá sem vilja á hana kíkja...ég ætla að halda áfram að hafa mig til... :-O
En já, ég er sem sagt bara í mestu makindum að hafa mig til fyrir útstáelsið og rétt kíki í tölvuna (bara aðeins) og rekst þá bara á frétt um að dæmdur morðingi hafi sloppið af geðdeild hérna í gær...hvaaa? Og ekki nóg með það heldur sást hann ásamt kærustunni síðast stefna hér að Morningside Road, sem er nú barasta næsta gata við mig. Ja hérna hér, maður ætti kannski bara að vera heima í kvöld ? Ha ? Og hvar er Taggart þegar á honum er þörf !!!
Hér er æsifréttin, fyrir þá sem vilja á hana kíkja...ég ætla að halda áfram að hafa mig til... :-O
3 Comments:
Heibs
Vona að þið hafið átt kósi kvöld í gær. Náðir þú gæjanum???? Ég hringdi í Taggart og hann ætlaði að setja fullan kraft í málið, bara klúður hjá Edinborgaralöggunni.
Allt gott héðan, snjór, rigning, haglél, þetta gamla góða veit aldrei hvernig maður á vera klæddur, svo það er kannski best bara að vera á náttbuxunum heima ummmmmm
vona að þið hafið það gott, hvernig passaði appelsínugula dressið í HM, hlakka til að sjá það he he
knús á línuna
Dags
Jahérna hér.. já það er spurning að hringja bara í hann Taggart, svona til öryggis... hmmm. Well það er of seint núna, vonandi stóð staðurinn undir væntingum Magga mín og aldrei að vita nema að við skreppum þangað saman í mars ;)
Hlakka til að fá að heyra hvernig kvöldið ykkar var! :***
Knús og kossar á ykkur öll dúllurnar mínar.
Ykkar Hrefna og co :)
bíddu var ekki Arnar aðstoðamaður Taggarts,var það ekki þess vegna sem þið fluttuð út????annars vonandi hefur þú borðað á þig gat með þínum heittelskaði,var þetta jafn gott og ping pong eða hvaað hann nú hét???love you knúsi kveðja Elva
Skrifa ummæli
<< Home