laugardagur, janúar 20, 2007

Eftirköst...

Það er ekki laust við að maður hafi verið frekar dasaður eftir þessa lotu. Það fóru nokkrar vökunætur í blessaða ritgerðina en allt hafðist að lokum....og ég var heldur fegin þegar ég losaði mig við hana á skrifstofuna. Nú er bara að bíða og sjá hver útkoman verður....

En já, ég er búin að vera framlág eftir átökin og helst bara viljað fá að leggja mig vel og lengi...en nei nei, það er enginn tími til þess því þessi önn virðist ætla að verða heldur annasamari en hin. Lesefnið er strax byrjað að hrannast upp fyrir þessa tvo kúrsa sem ég er í og eins gott að halda sér við efnið. Mér líst annars mjög vel á kúrsana, sérstaklega valkúrsinn minn. Ég valdi nefnilega kúrs um Rubens og finnst ég vera meira á heimavelli þar heldur en í persnesku listinni. Prófessorinn sem sér um þennan kúrs er samt heldur mikið "straight-to-the-point" og tók okkur strax á beinið í byrjun. Hann gerði okkur það alveg ljóst að við ættum að mæta undirbúin í tímana...og nú þorir maður ekki öðru en að liggja yfir bókunum ;) Þýðir ekki að kvarta yfir því...til þess kom ég nú...

Ég er annars farin að láta mig dreyma um grænkandi grundir og lengri daga, er orðin hundfúl á skammdeginu...Ég hlakka mikið til að fá að upplifa borgina um vor og sumar og er að sjálfsögðu farin að láta mig dreyma um ferðalög og flakk. En æi...það er bara svo næs að dunda sér við þess háttar dagdrauma á þessum leiðinlega árstíma.

Hummm...er frekar andlaus núna, ætti kannski bara að fara að lesa námsefnið....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með skilin ... ég hugsa til þín með lesturinn en læt það duga - bíð mig ekki fram að lesa þar sem þú ert mun fljótari en ég !!! Ég veit þú ferð létt með þetta.
Sól og sumar ... er á leið til í þann pakkann strax í byrjun júní og get ekki beðið - 4.-18. júní með góðu fólki !!! Getur ekki verið betra. Þetta er gulrótin mín og nú er bara gaman að læra - langar helst ekki að gera neitt annað.
Knús og gangi þér vel. Bið að heilsa.
Þín Líney

1:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Magga Magga Magga!!!
Loksins loksins komið á hreint :D
Nú get ég ekki beðið kæra vinkona!! Ohhhh hvað það verður næs að hitta ykkur og knúsa og eyða 3 nóttum á hótel ARMA ;) haha
Nú er niðurtalningin hafin.....

Knús og kossar
þín Hrefna

9:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home