fimmtudagur, janúar 11, 2007

Alger steik....

...lýsir ágætlega ástandi mínu þessa dagana. Er búin að sitja sveitt við skriftir síðan við komum aftur til Edinborgar á sunnudaginn...ok. ok...hef kannski ekki sitið öllum stundum við skriftirnar en hugurinn hefur nær linnulaust dvalið við viðfangsefni ritgerðarinnar. En þessu miðar ágætlega og til allrar hamingju var veittur skilafrestur fram á næsta miðvikudag, átti sum sé að skila á morgun. Það voru ansi góð tíðindi...og þó...hefði kannski bara verið ágætt að geta kvatt ritgerðina á morgun því með auknum tíma slakar maður aðeins meira á...hmmm.... Allavega finnst mér ég nú hafa tíma til að setjast niður og blogga smá ;) (maður verður nú að sinna þessum ca. fimm dyggu aðdáendum sem kíkja hér við, hehe) Og rökin fyrir þessari tímaeyðslu er að heilinn þurfi smá hvíld frá ritgerðinni....

Við komum sem sagt heim úr jólafríinu á sunndudag og erum rétt svo að ná okkur núna eftir öll kósíheitin og átið...sannkallað kósíheit par exellans. Hvað er betra en að eyða jólunum við fjölskyldunni, eta góðan mat, spila, lesa, glápa á góðar ræmur og sofa svo fram á hádegi...ahhhh, það fer bara um mig sæluhrollur við upprifjunina. Og að ekki sé minnst á að eyða kvölstundum í góðra vina hóp, yndislegt bara...Fær mann svo sannarlega til að renna hýrara auga til klakans kalda, þ.e. ef vera skyldi svo að maður hefði verið orðinn klakanum fráhuga, hu hummmm. Ég get nú ekki neitað því að það var svoldið skrýtið að koma aftur og vera að meta landið, horfa á það öðrum augum. Það er svo margt sem Edinborg hefur upp á að bjóða umfram Reykjavík...og auðvitað vice versa...Eftir að hafa velt vöngum yfir þessu öllu inn á milli kósíheitanna sá ég að það er best að vera ekkert að pæla ekkert of mikið í hlutunum, því hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski að það sé gott áramótaheit fyrir mig?; að lifa fyrir líðandi stundu og hætta að reyna að kortleggja framtíðina um of.Hvað sem öllu öðru líður er ég viss um að þessir átta mánuðir sem eftir eru verða ofurfljótir að líða og því best að reyna að njóta þeirra til fullnustu.

Held að þetta sé ágætt í bili, heilinn er of fullur af námsefnispælingum til að geta skrifað eitthvað af viti...býst ekki við að einhver hafi áhuga á að lesa blogg um "Far-Eastern elements in the Great Mongol Shahnama"...hmmmm???? Anyone ?

Kveð að sinni og sendi knúskveðjur heim, takk fyrir samveruna :*
Lof jú tú píses....

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að sjá nýtt blogg Maggan mín! :D ohhh þú verður að leyfa þér að anda aðeins á milli skrifa, það er jú nauðsynlegt. Og gott hjá þér að nota tímann til að skrifa aðeins hérna ;)
Ooo það var alveg yndislegt að hitta ykkur krúttin mín!! Skrítið samt að kveðja ykkur aftur.. hehe. Og að vita að þið komið kannski ekkert aftur fyrr en næsta haust!! Það er of langur tími mín kæra ;)
þannig að nú er bara að kíkja á icelandair.is VÚHÚÚÚ...

Sakna ykkar og hlakka til að hitta aftur sem fyrst!!
Knús og kossar til ykkar yfir hafið :* :* :* :* frá okkur öllum!
Ykkar Hrefna og co ;)

10:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ elsku dúlla,gott að þú ert vöknuð að þessum lærdóms spærdóms blundi fussss.....en eins og þú segir svo spekinslega er bara gott að hugsa um líðandi stund og muna að á morgun verðum við kannski ekki hér,,,,en vonandi þó,leiðinlegt ef landinn leggst í eymd og volæði út af mér hihi...annars kuldakveðjur úr snjóhúsunum hér á fróni

7:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta. Gaman að lesa nýtt blogg vorum farnar að örvænta, sko allt á að gerast strax hjá okkur :)
Æ hvað það var gaman að hitta ykkur, miss you
Var ekki langt frá því um daginn að bara panta fer í heimsókn en músin stóð eitthvað á sér he he he aldrei að vita ;)
Sá þig ekki í áramótapartínu hjá Ármanni, hvar varstu??? kannski að spjalla við Nick en ekki hvað. Við skvísurnar vorum bara fremst í stuði fremst að rifja upp gamlar minningar. Kannski að við pöntum bara Duran í næsta jólamat sem skemmtiatriði, fórna alveg matarpensunum fyrir það :)
Já við Elvu við skelltum okkur á The Holiday um daginn omægod, við vorum bara stjarfar. Hvað er málið með Jude Law er hægt að vera svona sykursjúkur ummmmmmmmmm Elva ertu búin að ná þér????
Gangi ykkur nú vel elsku krúsidúllurnar mínar.
Bið að heilsa öllum í Edinborg, er búðirnar ekki farnar að spyrja eftir okkur skvísunum....
Knús í kaf
Dagga

3:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, já Dagga mín þú veist að ég ræð ekki við mig þegar Nick er annars vegar ;)

Var annars að koma úr bænum og jú jú búðirnar eru farnar að hlaða inn vorvörunum ef ske kynni að íslenskar snótir láti sjá sig ;) Endilega lagaðu músina þína og pantaðu far ;)

Og Hrefna...drífa sig í að spjalla við þá hjá Icelandair ;) bíð spennt eftir frekari fréttum með það...

Farið þið svo mosóingar vel með ykkur...alle sammen ;)

Knús og koss
Magpie

6:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Damn ég á eftir að sjá The Holliday!.. Já ég held að það sé ekki hægt að vera sykursætari en hann Jude Law :) hehe...

8:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úps.. ýtti mín bara á enter í stað annars takka!!! ég var ekki einu sinni búin að skrifa nafnið mitt rétt og klára setninguna..
Og Magga mín! Jámm nú er ég að fara að hringja í Icelandair og panta farið. Við ætlum að koma til ykkar og ég veit að það er allt í lagi að fljúga og svona ;) þannig að ... ég hlakka svo til!!! Verð í beinu bandi við þig með þetta allt luv :**

8:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís.
Og takk fyrir síðast - það var SVO gaman að hitta ykkur... Ég fyrirgef þér alveg með bloggið - ég veit að svona tölvuvesen tekur endalausan tíma. Ég er t.d. búin að sitja fyrir framan tölvuna síðan kl. 9 í morgun og leita að upplýsingum sem ég get notað í rannsóknina mína, lesa og lesa og svo er kl. allt í einu orðin eða að verða 15!!! Þetta gengur ekki alveg. Annars er ég líka voða "bissý" að plana nýju íbúðina, leikskóla, skóla og allt sem tilheyrir. Ég er ekki að meika svona margar ákvarðanir í einu ... hvernig og hvert sný ég mér við þetta og hitt ... pússa, pakka, mála, þrífa ... og læra ofaní allt þetta og Atli segir að það sé það sem ég eigi fyrst og fremst að gera því þá fær hann peninga !!! Svona er lífið hjá mér þessa dagana.
Gangi þér vel með ritgerðina og ekki vera að plana of langt fram í tímann ég er sammála það er ekki hægt að kortleggja allt - það er hægt að vera með langtíma markmið en þau þurfa heldur ekki að standast neitt ... eru bara hugmyndir sem gott er að stefna á.
Endalaust knús og hlakka til að hitta þig næst - hvenær sem það verður.
Þín Líney

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju mága mín með ritgerðarskilin!!!
Sjáumst fljótt.
Hilla Montpeliersmilla.

8:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með skilin á ritgerðinni elsku Maggan mín :***** þú ert duglegust!!!!!! Hlakka til að knúsa þig í feb ;) Kysstu kallana þína frá mér.
Og það er kveðja frá honum Þresti mínum :D
Þín Hrefna

8:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home