laugardagur, janúar 27, 2007

Rólegur laugardagur....



Búið að vera ósköp rólegt hérna meginn það sem af er helgi...kannski fullrólegt ??? Stubbur er búinn að vera með kvef óralengi svo við höfum reynt að halda honum inni eins og hægt er. Við urðum þó aðeins að viðra okkur í dag og fengum okkur meira að segja tvo spássitúra. Röltum í morgun niður Morningside Road, þeir feðgar fóru á bókasafnið og ég kíkti við á Thomson ferðaskrifstofunni. Svo stoppuðum við í Gourmet Pasta og keyptum okkur súkkulaðiköku...assgoti girnilega...en vonbrigðin voru mikil þegar kvikyndið reyndist bragðslaust...fusss...farið hefur fé betra! En við jöfnuðum okkur nú fljótt á þessu ;)

Seinni göngutúrinn okkar var seinnipartinn, gengum niður að kanalnum okkar...langt síðan við höfum kíkt þangað með brauð handa öndunum. Veðrið er búið að vera sæmilega milt í dag en var þó aðeins farið að bíta í kinnarnar undir lokin. En það er alltaf gaman að rölta þarna niður eftir og minnti okkur á fyrstu dagana hér í borg....og fékk okkur til að hlakka enn meira til vorsins...að geta farið að æða hér meira um allar grundir ;)

Annars er svo sem ekkert nýtt héðan....lífið töltir sinn vanagang...skólinn rúllar ágætlega áfram. Ég er búin að liggja yfir ferðabæklingum og reyna að finna ákjósanlegan stað fyrir smá afslappelsi í maí. Það er þrautinni þyngra að taka þessa ákvörðun...Ítalía ? Kýpur ? Krít ?....bahhhh...hlýt nú að komast að niðurstöðu fljótlega...

Að öðru...ég á það nú til að hafa áhyggjur af smáatriðum og velta fyrir mér hugsanlegum atvikum...Fékk nú ansi gott tækifæri til þess að praktísera þetta um daginn þegar ég var að tala við kínversku stelpuna sem er með mér í bekk. Við vorum eitthvað að ræða um væntanlega fyrirlestra um kínverska list og hún tjáði mér að hún hefði verið beðin um að aðstoða kínversku gestafyrirlesarana. Mér heyrist hún taka það fram að hún muni sennilega fara með þá í skoðunarferðir um borgina og við ræðum þetta lítillega. Að lokum segi ég við hana eitthvað á þessa leið...já svo þú verður á fullu að aðstoða...hún jánkar því...og svo ætlarðu að sýna þeim borgina? spyr ég ? Þá segir hún við mig "gott, gott"....sem var ekki svarið sem ég bjóst við....og auðvitað dettur mér í hug að henni hafi heyrst ég bjóðast til að sýna þeim borgina! Svo nú sé ég fyrir mér að ég eigi eftir að lenda í því að túra um Edinborg með miðaldra kínverska prófessora sem tala enga ensku !!! Haha...ha ?

Æi...þýðir ekki að velta sér upp úr þessu...det kommer i lys...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

elskan mín þú yrðir flottur gætari...séstaklega flott að sjá allir með svart hár nema þú en hei öll jafn há...hahhah gott að það er ekkert að gerast hjá ykkur..engar fréttir eru góðar fréttir er það ekki!!!!!sama hér að gerast engar fréttir að hafa..love you...og farðu nú að hita kofann meira fyrir stubbaling hehe..kv Elva

10:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælar darling,
æðislegar myndir af stubbaling..algjör dúlla. Ég þekki þetta með kvefið og veikindin þau eru bæði búin að vera lasin hjá mér, svo það hafa verið vökunætur og þreyttir dagar undanfarið.
Mér finnst upplagt að þú spásserir um Edinborg með einhverja kínamenn og sýnir þeim "the sights"...frábært hidden camera dæmi... hehe
Knús, Sóla

12:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Takk fyrir samtalið um daginn, gaman að heyra í þér, krús
Það væri nú gaman að heyra og sjá þig gæda nokkra kínverja um borgina. Þú getur alla vegna sýnt þeim ASDA he he he kannski að þeir myndu geta slegið okkur við
knús í kaf
Dagga

2:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ dúllan mín!
Þú yrðir fantastic gætari girl!! Ef útí það færi yrði það bara pínu ævintýri fyrir þig :)

Ég hlakka svo til að hitta ykkur en mér finnst bara allt of langt þangað til hehe.. heill mánuður!!! úff hvað ég verð orðin sver þá ;) finnst ég vera að springa nú þegar.. hahaha. Ég labba þá kannski bara pínu hægar en gott að þú veist þá nákvæmlega í hvaða búðir við stefnum ;)
Æi knúsaðu Elvar minn með hlýju knúsi frá mér og segðu kvefpúkanum að fara!! Þetta er búið að vera að ganga hjá okkur líka, mér um helgina og svo krökkunum í gær :( en svona er þetta víst...
Jæja dúll
ég ætla að fara að snúa mér að vinnunni.. við heyrumst soooooon!! :D
Knús og ást yfir hafið.. til ykkar strákanna þinna :***
þín Hrefna

7:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home