Hádídú...
Afskaplega er maður lélegur í þessu bloggelsi, ja hérna hér. En nú skal bætt úr því...
Þessa vikuna er ég lestrarfríi og er afskaplega fegin því. Kærkomið að fá smá svigrúm til að gera eitthvað skemmtilegt...og auðvitað að lesa heilmikið (hu hummm).
Það sem af er höfum við verið ansi aktíf....byrjuðum á því að fara með Elvar á National Museum á laugardaginn. Við ákváðum að gera smá tilraun með hann, sjá hvort elsku barnið myndi nokkuð gera okkur gjaldþrota eftir að eyðileggja "priceless" gripi. En hann stóð sig svo vel og sýndi mikinn áhuga á öllu sem fyrir augu bar, sérstaklega sverðum, fjársjóðskistum og beinum. Eftir listasafnsferðina fórum við niðrí bæ á hollenska markaðinn og fengum okkur hollenskar vöfflur....
Við fórum í dagsferð til Glasgow á sunnudaginn, tókum lestina klukkan tíu og vorum komin rétt um ellefu til Glasgow. Þar eyddum við deginum í að rápa um borgina, kíktum aaaaðeins í búðir og höfðum það gott. Það er voða gaman að koma þarna og áberandi hvað borgin er miklu meiri stórborg en Edinborg. Við vorum búin að lesa einhvers staðar að gaman væri að kíkja á "kolaport" þeirra Glasgow búa, The Barras, sem er ekkert svo langt frá miðbænum. Ég sá fyrir mér að þarna væri hægt að gramsa og finna fullt af góssi en það runnu nú á mig tvær grímur þegar við nálguðumst svæðið....þvílíkt sem þetta var subbulegt. Markaðurinn stóðst engan veginn væntingarnar, bara fullt af drasli og fake dóti..fuss og svei. Arnar hafði það á orði að þetta minnti hann á stræti Kosovo og Skopje, sem sagt frekar sjoppulegt. Við snerum því til baka hið snarasta og flýðum á vit fínni verslanna og bygginga.
Ég hefði nú alveg viljað ná að skella mér á nokkur listasöfn þarna enda af nógu að taka og nútímalistasafnið (GoMA) er alveg í miðbænum. En slík menningarferð hefði sennilega ekki átt upp á pallborðið hjá ungum manni...og bíður því betri tíma ;) Við enduðum ferðina á að fara á Fridays og tókum svo lestina heim klukkan hálfníu...
Í gær var hálfrigningarlegt hér í borg og stefndi allt í að við myndum liggja í leti í sófanum, en Elvar er ekkert á leikskólanum á mánudögum. Sem betur fer fékk ég einhverja ofvirkni í mig og dreif okkur í fjöruferð. Arnar var heima að taka til þannig að við mæðginin skemmtum okkur tvö á Portobello Beach. Við fengum bara ansi gott veður, rigndi ekkert á okkur og stubbur var með að geta hlaupið í sjávarmálinu og gruflað í sandi.
Dagurinn í dag fer sennilega í rólegheit, ætli maður myndist ekki við að lesa eitthvað. Svo erum við að gæla við að taka okkur bílaleigubíl í lok vikunnar og keyra aðeins um nærliggjandi sveitir. Vonum bara að veðurguðirnir verði í góðu skapi...
Meira af því síðar :)
p.s.
Við komumst sem sagt heil á húfi frá bæjarferðinni sem sagt var frá í síðustu færslu...rákumst ekkert á criminalinn sem gekk (gengur ?) laus (Taggart hefur greinilega staðið sig) og fengum einn þann besta kjúklingarétt sem ég hef bragðað á The Villager.
Þessa vikuna er ég lestrarfríi og er afskaplega fegin því. Kærkomið að fá smá svigrúm til að gera eitthvað skemmtilegt...og auðvitað að lesa heilmikið (hu hummm).
Það sem af er höfum við verið ansi aktíf....byrjuðum á því að fara með Elvar á National Museum á laugardaginn. Við ákváðum að gera smá tilraun með hann, sjá hvort elsku barnið myndi nokkuð gera okkur gjaldþrota eftir að eyðileggja "priceless" gripi. En hann stóð sig svo vel og sýndi mikinn áhuga á öllu sem fyrir augu bar, sérstaklega sverðum, fjársjóðskistum og beinum. Eftir listasafnsferðina fórum við niðrí bæ á hollenska markaðinn og fengum okkur hollenskar vöfflur....
Við fórum í dagsferð til Glasgow á sunnudaginn, tókum lestina klukkan tíu og vorum komin rétt um ellefu til Glasgow. Þar eyddum við deginum í að rápa um borgina, kíktum aaaaðeins í búðir og höfðum það gott. Það er voða gaman að koma þarna og áberandi hvað borgin er miklu meiri stórborg en Edinborg. Við vorum búin að lesa einhvers staðar að gaman væri að kíkja á "kolaport" þeirra Glasgow búa, The Barras, sem er ekkert svo langt frá miðbænum. Ég sá fyrir mér að þarna væri hægt að gramsa og finna fullt af góssi en það runnu nú á mig tvær grímur þegar við nálguðumst svæðið....þvílíkt sem þetta var subbulegt. Markaðurinn stóðst engan veginn væntingarnar, bara fullt af drasli og fake dóti..fuss og svei. Arnar hafði það á orði að þetta minnti hann á stræti Kosovo og Skopje, sem sagt frekar sjoppulegt. Við snerum því til baka hið snarasta og flýðum á vit fínni verslanna og bygginga.
Ég hefði nú alveg viljað ná að skella mér á nokkur listasöfn þarna enda af nógu að taka og nútímalistasafnið (GoMA) er alveg í miðbænum. En slík menningarferð hefði sennilega ekki átt upp á pallborðið hjá ungum manni...og bíður því betri tíma ;) Við enduðum ferðina á að fara á Fridays og tókum svo lestina heim klukkan hálfníu...
Í gær var hálfrigningarlegt hér í borg og stefndi allt í að við myndum liggja í leti í sófanum, en Elvar er ekkert á leikskólanum á mánudögum. Sem betur fer fékk ég einhverja ofvirkni í mig og dreif okkur í fjöruferð. Arnar var heima að taka til þannig að við mæðginin skemmtum okkur tvö á Portobello Beach. Við fengum bara ansi gott veður, rigndi ekkert á okkur og stubbur var með að geta hlaupið í sjávarmálinu og gruflað í sandi.
Dagurinn í dag fer sennilega í rólegheit, ætli maður myndist ekki við að lesa eitthvað. Svo erum við að gæla við að taka okkur bílaleigubíl í lok vikunnar og keyra aðeins um nærliggjandi sveitir. Vonum bara að veðurguðirnir verði í góðu skapi...
Meira af því síðar :)
p.s.
Við komumst sem sagt heil á húfi frá bæjarferðinni sem sagt var frá í síðustu færslu...rákumst ekkert á criminalinn sem gekk (gengur ?) laus (Taggart hefur greinilega staðið sig) og fengum einn þann besta kjúklingarétt sem ég hef bragðað á The Villager.
4 Comments:
Ohh nú styttist óðum :D
13dagar..... víííí
Hlakka svo mikið til að spássera um Edinborg með ykkur og fá góða leiðsögn um borgina!
Var í skoðun í gær og doctorinn gaf sko grænt ljós á utanlandsferðina ;) öfundaði mig bara að vera að fara til Edinborgar því hún bjó þar í eitt ár 2002-2003 :)
Knúúúúús :***
Rebenúúíí
hæ hæ skvís
Gott hjá ykkur að skreppa til Glasow, voru þeir ekki líka farnir að sakna okkar :) alltaf gott að koma til Glasow
Sammála með markaðinn, bara drasl og meira drasl, hef bara labbað þar framhjá og var fljót áfram...... í búðirnar.
Væri sko alveg til í trítla með ykkur í sandinum og í bænum
Knús
Dagga
halló er ég biluð hvað með Glasow hvar er GGGGGGG hjá mér sorry he he
Dags
Ójá Hrefna þetta verður æði hjá okkur :) Can´t wait og gott að þú fékkst grænt ljós hjá doksa (bjóddu henni bara með, hehe)!
Þú hefur sem sagt farið á markaðinn "fína" Dags? Nei hann hentar engan veginn svona fínum dömum eins og okkur ;) Væri sko alveg til í að fá ykkur hálf-skotana í bæjarferð :)
Luv ya girlies :*
Mags
Skrifa ummæli
<< Home