föstudagur, mars 09, 2007

Gestagangur og meira stuð....


Hér er aldeilis búið að vera mikið stuð síðustu daga. Hrefna og Þröstur voru hjá okkur yfir helgina og áttum við frábæran tíma saman. Við fengum fínt veður yfir helgina og nýttum það til að fara m.a. í dýragarðinn, rúnta um borgina og auðvitað aðeins að sjoppa ;) Við fórum út að borða á The Outsider á föstudagskvöldinu og áttum mjög svo huggulega kvöldstund saman. Ekki var heldur slæmt að eiga góðir stundir saman á kvöldin...með bjór, Borat og nammi ;) Æðislegt að fá ykkur krúttin mín :*


Það er alltaf leiðinlegt að kveðja og ekki laust við að maður finni, á þeim stundum, til söknuðar eftir heimahögunum og þeim sem þar búa. Það er auðvitað svo margt sem gerist á þessum tíma sem við erum í burtu...En þessi tími líður nú hratt og nú er opinberlega byrjað að síga á seinnihluta þessarar dvalar, ekki nema tæpir 6 mánuðir þar til við förum heim....að hugsa sér! Ekki það að okkur þyrsti beint í að dvölinni ljúki, okkur líður eins og blómum í eggi hér. En á þessum mánuðum verður sennilega mikið að gera, margt framundan...úff, já maður er að sigla inn í heilmikinn ritgerðarpakka.


Við erum búin að vera sæmilega dugleg að "sósíalæsa" undanfarið, héldum partý hér um daginn fyrir bekkjarfélaga mína. Það lukkaðist assgoti vel, góð mæting og allir voða ánægðir með kvöldið. Í gær buðum við svo kínverskri bekkjarsystur minni í mat og áttum góða stund með henni. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki og hún virtist spennt fyrir að koma til Íslands í heimsókn...þannig að við erum greinilega ágæt í að plögga landið, hehe. Á næstu helgi verður svo enn eitt partíið hjá þessum hóp...ég hef greinilega engan tíma til að læra!

En jæja, nóg um það. Ætla að reyna að nýta þennan dag vel...og já! svo erum við hjónin bara á leið á ballet í kvöld. Ætlum að sjá Svanavatnið...haldiði að maður sé dannaður!?!

Læt fljóta hér með eina mynd af bleikum runna, vorið virðist vera á næsta leiti!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh Magga og Arnar!! takk fyrir okkur!!! :**** þetta var yndisleg ferð í ALLA staði! :) að sjoppa með þér Magga mín er náttúrulega bara frábært ;) þú ert besti gædinn í þeim efnunum fyrir vinkonu þína ;) við erum jú ekki með ólíkan smekk *blikk* ;)
ohh svo langar manni alltaf að hafa aaaaðeins meiri tíma saman, en svona er þetta víst.. allt gott tekur enda og annað gott tekur við ;) já það er skrítin tilhugsun að hitta ykkur ekki fyrr en krílið okkar verður 2ja og hálfs mánaða.. mikið á eftir að gerast á þessu hálfu ári sem við sjáumst ekki, og það var það sem rann upp fyrir mér á flugvellinum ;);)
enn og aftur takk fyrir ALLT! Kósí kvöldin, matinn, sjoppið, bíltúrana, ykkur, gistinguna, tímann.. og bara alles í Edinborg elsku vinir :***
Hlakka til að sjá ykkur í haust og við verðum í bandi þar til mín kæra :)
Knús og endalausir kossar frá okkur til ykkar yfir hafið :****
Þín væmna vinkona Hrefna tíhíhí ;)
og auðvitað Þrösturinn líka!!

3:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jæja guð hvað ég er feginn að þú ert hætt með þessari Daisy en já já já þá var það bara Hrefna!!en okei hun er kúl,býr hérna í sveitinni og þannig,knúsi smúsi Hrefna mín:))en annars gaman að sjá að það væsir ekki um ykkur hér er allavega ógeðslegt veður og ekkert stuð í augnablikinu!!knúsaði drengina frá okkur og biddu þá að kremja þig líka...luv y þín ævarandi Elva

10:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gaman að fá góða gesti sérstaklega þegar maður býr í útlöndum og alltaf hálf sorglegt þegar þeir fara. Þú verður endiega að segja mér hvernig var á ballet ég hef aldrei farið að sjá svoleiðis;-).
Knuss Stína syst

11:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home