miðvikudagur, mars 28, 2007

Ja hérna hér...

...ekki fékk nú prumpugrínið miklar undirtektir...mar er bara ekki að standa sig í þessu ;) Ojæja, dveljum ekki meir við það...

Við fórum sem sagt út að borða á föstudagskvöldið og það lukkaðist bara rosa vel. Unginn stóð sig eins og hetja, var eins rólegur og hægt er að búast við af "næstum-fjögurra-ára" manni með mikla hreyfiþörf. Og borðhaldið tók nú líka næstum fjóra tíma...þvílíkur prósess. En þetta var voða gaman og skemmtileg upplifun. Ég ætla ekkert að lýsa því frekar hér, ef einhverjum langar til að lesa frekar um Hotpot-kvöldið er hægt að kíkja á síðustu dagbókarfærslu á síðunni hans Elvars. En ég læt nokkrar myndir fljóta hér með.


Þetta verður því bara frekar stutt og innihaldslítil færsla, er frekar tóm akkúrat núna enda búin að sitja og horfa á tölvuna í dag...og ekkert gerist...ritgerðin skrifast ekki við það :( Það endaði með að við skelltum okkur bara í bíó klukkan sex...þýddi ekki að stara lengur á tölvuótætið. Og það var bara ansi hressandi, fórum að sjá Hot Fuzz (sömu gæjar og gerðu Shaun of the Dead)...mjög fyndin og alger steypa. Jæja, á morgun er svo ætlunin að arka á bókasafnið og athuga hvort afköstin verða betri.

Bless í bili
Magga "með-ritstíflu-á-háu-stigi!"

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Pruuuump-eddí pruuump :) tíhíhíhí
ég hef prumpuhúmor ;)

Ohh en girnó matur hjá ykkur! *slef* gott að litli kallinn minn var góður.. og í 4 tíma!!! Hann á verðlaun skilið skinnið mitt.
Gott að heyra aðeins hvað þið eruð að bralla í úgglandinu góða. Ég ætla að fara á síðuna hans Elvars Orra og lesa nýjustu færsluna þar ;)

Knús og kossar yfir til ykkar :*** þín Hrefna og fam :D

8:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

He he...já Hrefna mín, við höfum sama "þroskaða" húmorinn ;)
Knús og kossar til þín bumbulínan mín og til ykkar allra :* :*

11:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ elskan mín!!mér þykir prinsinn góður í 4 klst ..geri önnur börn betur,en þetta er allt að lúkka vel maturinn,þ.e.a.s....hér er súper fallegt og gott veður!!hafið þsð gott dýrin mín...knús á línuna frá öllum i Mosó ..er það ekki hin bumbó..kv Elva

9:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að vera sammála síðustu ræðumönnum ... 4 klukkutímar !!! ég kalla hann góðan ... geri aðrir betur. Það liggur við að ég fái pirring í kroppinn á að hugsa um það!!! Góður Elvar Orri
Bið að heilsa, knús og kyss
Líney

9:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú Elva bumbuvinkona mín, auðvitað er kveðja frá öllum í Mosó ;) gaman að sjá þig (ykkur) um daginn í Krónunni.

Magga.. ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja þetta hér.. en ég las fyrst hjá þér:
Magga "með-ristilstíflu-á-háu-stigi!" hahahaha.. :)

Knúskveðja þín Hrefna (með þroskaða húmorinn ;) )

12:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha...snilld! Ja kannski thad se bara malid, ad madur se med ristil-stiflu en ekki rit-stiflu...hehe. Ja thad er gamanassu ;)
knus
Magga med sveskjudjusinn og rusinurnar vid hondina (spurning hvort thad virki ekki lika a rit-stiflu?)

2:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home