föstudagur, mars 23, 2007

Í fréttum er þetta helst....

"Maður rekinn út af krá!...fyrir að prumpa!" Já allt ratar nú í blöðin þessa dagana...ég rak augun í þessa markverðu frétt í metro-blaðinu í morgun. Ég átti nú bágt með að skella ekki uppúr og í smástund hvarflaði að mér hvort tíminn væri búinn að líða svona hratt og það væri kominn 1. apríl! En nei, svo er nú ekki. Aumingjans maðurinn sat sem sagt í mesta sakleysi á kránni með öllarann sinn og verður á að leysa vind með þessum svakalegu afleiðingum. Kráareigandinn vildi reyndar meina að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem maðurinn gerði þetta og öðrum viðskiptavinum yrði bara hálf-leitt af fýlunni...og það sem verra væri þá hefði maðurinn bara hreykt sér af þessum vindgangi og umstanginu sem skapaðist í kringum það. Það varð því úr að hann var bara settur á bannlista og fær víst aldrei að stíga fæti þar inn. Að sjálfsögðu tjáði maðurinn sig um þetta máli (og lét nafns síns getið) og hann var nú bara miður sín út af þessu, fannst þetta ekkert fyndið..það væri jú náttúrulegt að leysa vind! Greinilega uppfullur af heilagri reiði ásamt því að vera fullur af vind ;)Hann taldi nú að þetta væri allt bévítans reykingarbanninu að kenna, því að fólk hefði aldrei tekið eftir hans vind-leysingum á meðan kráinn var full af reyk...og tók það fram að ekki hefði HANN kvartað yfir sígarettureyknum þeirra!

Já misjafnt er á okkur mennina lagt, á meðan sumir standa í stríði um vindgang eiga aðrir annarskonar vandræði að etja. En það kom fram að maðurinn ynni við að raða í hillur í lúxus búðinni Harvey Nichols, spurning hvort það sé vindasamt þar innan um allt fína fólkið....ég ætti kannski að gera mér ferð þangað ;)


Annars er nú bara allt gott af okkur að frétta. Síðan síðast var ritað er búið að vera nóg að gera. Ég skellti mér út á lífið með skólafélugunum síðasta föstudag og átti góða kvöldstund með þeim. Vorönninn kláraðist svo formlega í gær og við taka ritgerðir og meiri ritgerðir...mikið stuð framundan. Kallarnir mínir ætla að reyna að vera duglegir að finna sér eitthvað til dundurs á meðan ég grúska í bókunum og sem betur fer virðist nú vorið hafa snúið til baka, svo það er allavega skemmtilegra fyrir þá að fá sér hjólreiðatúra um borgina.

Við erum að fara út að borða í kvöld, á kínverskan veitingastað með kínverskri stelpu úr skólanum ásamt tveimur vinkonum hennar frá Kóreu. Stubbur litli kemur að sjálfsögðu með og erum við svona aðeins búin að leggja honum lífsreglurnar um hvernig eigi að haga sér á veitingastöðum ;) Við buðum nefnilega þessari stelpu í mat um daginn og einkasonurinn var nú ekki alveg með bestu borðsiðina...átti erfitt með að sitja kyrr og ropaði hátt og rækilega (hvaðan skyldi hann hafa það hmmm). Komandi úr stífu kommúnista-uppeldi hefur henni sennilega ekki alveg þótt þetta til fyrirmyndar, þótt ekki hafi hún gefið neitt í skyn. Tja reyndar spurði hún mig þegar ég hitt hana næst hvernig strákuinn hefði það og hvort hann væri enn "Naughty", haha...já, hann á það til blessaður að vera svoldið naughty ;) Sjáum hvernig fer í kvöld, hvort okkur verður nokkuð hent út fyrir óspektir...

Segjum þetta gott í bili, eigið góða helgi <3

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahhaha.. snilld. Rekinn út fyrir að freta!! allt er nú til.. en já það er spurning hvort ykkur verði vísað á dyr ef Elvar "naughty" ropar? hmmm.. hahaha. Já og HVAÐAN hefur hann það?.. ha!? ;) ég er hlessa.

Issss... Það er bara hollt að ropa af og til ;) spurning að reyna að kenna drengnum hvenær það er í lagi og hvenær ekki svo þið eigið ekki þá hættu að ykkur verði hent út af veitingastöðum.. tíhíhí..

Gangi þér vel að læra dúllan mín.. gaman að fá smá pistil frá þér og ykkur kæra mín :*

Knús á línuna frá okkur!
Þín Hrefna bumbus ;o)

10:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home