Af sleikjópinnum og tannstönglum...
...já við hjónin gerðumst svo menningarleg að fara að sjá Svanavatnið á föstudagskvöldið. Á meðan fékk unginn okkar að gleðja Hildi og strákana með nærveru sinni ;)
Þetta var nú bara hin prýðilegasta skemmtun, þó ég verði að viðurkenna að ég hafði smá samviskubit yfir að draga Arnar greyið með mér. Ég hef alltaf haft einhvern "soft-spot" fyrir ballet, held að það stafi helst af æskudraumum mínum um að verða ballerína, draumar sem rættust ekki...að stærstum hluta til vegna þess að í Dýrafirðinum var lítið um balletkennslu. Ég var eitthvað að rifja upp þessa drauma í hléinu á föstudagskvöldið og þá benti Arnar mér réttilega á að ég hef ekkert (eða lélegt jafnvægisskyn) og gæti því sennilegast ekki tekið neina snúninga eða snúningsstökk...myndi sennilega enda út í vegg eða skella kylliflöt á gólfið. Það hristi mig allhressilega úr angurværum ballerínudraumum að rifja upp þegar ég var að taka þátt í leik út í Gröf þar sem hlaupa á í kringum prik tíu sinnum og hlaupa svo beint áfram...ég var með Hnikarri í liði og eftir tvo hringi þurfti hann að ýta mér áfram svo ég næði að klára...þegar ég átti svo að hlaupa beint áfram, snarringluð, gat ég tekið tvö skref "áfram" áður en ég skall harkalega í jörðina, nánast eins og fótunum hefði verið kippt undan mér. Að yfirfæra þessa mynd upp á svið í ballerínubúning er ekki mjög tignarlegt og kannski bara best að láta Nadezhdu Schepachiovu um þetta.
Ég fór með mömmu að sjá Svanavatnið fyrir ca. 15 árum heima á Íslandi og í minningunni var þetta mjög skemmtilegt. Ég var samt hálf svartsýn þegar síga tók á fyrsta hluta, fannst þetta eiginlega hálf-kjánalegt...og það er eiginlega bara mjög kjánalegt að sjá stinna karlmannsrassa (pardon my french) í verulega þröngum spandexbuxum, með settið sitt vel uppraðað (again: pardon my french). Þegar ég tók svo eftir einum karakternum sem sinnti hlutverki ráðgjafa prinsins átti ég mjög erfitt með að verjast hlátri...hann var ALVEG eins og Sigurjón Kjartansson!!! Hæðin, andlitið...alger tvífari! Hann minnti mig skemtilega á einn karakterinn úr Fóstbræðrum, sællar minningar....ég beið alltaf eftir að þessi segði eitthvað fyndið..sem hann gerði nú ekki blessaður. Þetta sýnir kannski bara hve þroskuð ég er...ekki alveg komin á ballet/sinfóníu/óperu-stigið enn ;) En þetta var nú ekki allt í þessa áttina, strax í 2. hluta fór ég að njóta þess og ekki síst vegna tónverksins, Svanavatn Tchaikovskys er ótrúlega fallegt. Við Arnar vorum á sömu skoðun um það, þegar við gengum út, að við ætluðum kannski ekki að eltast við balletsýningar í framtíðinni en að þetta hefði verið fín upplifun.
Og að öðru, sem tengist þessu nú samt...hvað er málið með size zero? Mér finnst ég varla opna glanstímarit eða aðra miðla án þess að sjá tannstöngla og sleikipinna í tískufötum, Victoria Beckham virðist vera að deyja úr hor og það sama má segja um ansi margar stjörnur. Þær virðast allar fá þessa sömu bráðsmitandi bakteríu blessaðar. Meira að segja Kate Winslet sem hefur fengið hrós fyrir heilbrigðan vöxt hefur viðurkennt að hafa skellt sér í megrun. Elizabeth Hurley notaðist við "hellismanna" megrun sem miðast við að borða eina máltíð á dag og ekkert eftir 16 á daginn...til þess að komast í brúðarkjólinn! Nú nýverið var sýndur hér heimildarþáttur þar sem kona (var einu sinni fræg) tók að sér að grenna sig niður í size zero og segist hún bara hafa verið vansæl og glorsoltinn allan tímann. Samverustundir fjölskyldunnar sem snerust oft í kringum kvöldmáltíðir guldu fyrir þetta allt saman, þar sem hún gat ekki setið við borðið og horft á aðra fjölskyldumeðlimi matast. Þetta er satt að segja eins og plága, allt í lagi að vilja halda sér í formi...en þegar maður getur talið beinin í rijakassanum á ballerínu upp á sviði er kannski fulllangt gengið! Sumar þeirra voru beinlínis eins og dansandi sleikjópinnar...kannski sætt í teiknimynd, en ekki í real life....
Ég mótmæli þessari þróun harðlega og ætla að taka mínu gömlu hetju, Wonderwoman, til fyrirmyndar, sem virðist fagna sínum kvenlegu línum ;)
Þetta var nú bara hin prýðilegasta skemmtun, þó ég verði að viðurkenna að ég hafði smá samviskubit yfir að draga Arnar greyið með mér. Ég hef alltaf haft einhvern "soft-spot" fyrir ballet, held að það stafi helst af æskudraumum mínum um að verða ballerína, draumar sem rættust ekki...að stærstum hluta til vegna þess að í Dýrafirðinum var lítið um balletkennslu. Ég var eitthvað að rifja upp þessa drauma í hléinu á föstudagskvöldið og þá benti Arnar mér réttilega á að ég hef ekkert (eða lélegt jafnvægisskyn) og gæti því sennilegast ekki tekið neina snúninga eða snúningsstökk...myndi sennilega enda út í vegg eða skella kylliflöt á gólfið. Það hristi mig allhressilega úr angurværum ballerínudraumum að rifja upp þegar ég var að taka þátt í leik út í Gröf þar sem hlaupa á í kringum prik tíu sinnum og hlaupa svo beint áfram...ég var með Hnikarri í liði og eftir tvo hringi þurfti hann að ýta mér áfram svo ég næði að klára...þegar ég átti svo að hlaupa beint áfram, snarringluð, gat ég tekið tvö skref "áfram" áður en ég skall harkalega í jörðina, nánast eins og fótunum hefði verið kippt undan mér. Að yfirfæra þessa mynd upp á svið í ballerínubúning er ekki mjög tignarlegt og kannski bara best að láta Nadezhdu Schepachiovu um þetta.
Ég fór með mömmu að sjá Svanavatnið fyrir ca. 15 árum heima á Íslandi og í minningunni var þetta mjög skemmtilegt. Ég var samt hálf svartsýn þegar síga tók á fyrsta hluta, fannst þetta eiginlega hálf-kjánalegt...og það er eiginlega bara mjög kjánalegt að sjá stinna karlmannsrassa (pardon my french) í verulega þröngum spandexbuxum, með settið sitt vel uppraðað (again: pardon my french). Þegar ég tók svo eftir einum karakternum sem sinnti hlutverki ráðgjafa prinsins átti ég mjög erfitt með að verjast hlátri...hann var ALVEG eins og Sigurjón Kjartansson!!! Hæðin, andlitið...alger tvífari! Hann minnti mig skemtilega á einn karakterinn úr Fóstbræðrum, sællar minningar....ég beið alltaf eftir að þessi segði eitthvað fyndið..sem hann gerði nú ekki blessaður. Þetta sýnir kannski bara hve þroskuð ég er...ekki alveg komin á ballet/sinfóníu/óperu-stigið enn ;) En þetta var nú ekki allt í þessa áttina, strax í 2. hluta fór ég að njóta þess og ekki síst vegna tónverksins, Svanavatn Tchaikovskys er ótrúlega fallegt. Við Arnar vorum á sömu skoðun um það, þegar við gengum út, að við ætluðum kannski ekki að eltast við balletsýningar í framtíðinni en að þetta hefði verið fín upplifun.
Og að öðru, sem tengist þessu nú samt...hvað er málið með size zero? Mér finnst ég varla opna glanstímarit eða aðra miðla án þess að sjá tannstöngla og sleikipinna í tískufötum, Victoria Beckham virðist vera að deyja úr hor og það sama má segja um ansi margar stjörnur. Þær virðast allar fá þessa sömu bráðsmitandi bakteríu blessaðar. Meira að segja Kate Winslet sem hefur fengið hrós fyrir heilbrigðan vöxt hefur viðurkennt að hafa skellt sér í megrun. Elizabeth Hurley notaðist við "hellismanna" megrun sem miðast við að borða eina máltíð á dag og ekkert eftir 16 á daginn...til þess að komast í brúðarkjólinn! Nú nýverið var sýndur hér heimildarþáttur þar sem kona (var einu sinni fræg) tók að sér að grenna sig niður í size zero og segist hún bara hafa verið vansæl og glorsoltinn allan tímann. Samverustundir fjölskyldunnar sem snerust oft í kringum kvöldmáltíðir guldu fyrir þetta allt saman, þar sem hún gat ekki setið við borðið og horft á aðra fjölskyldumeðlimi matast. Þetta er satt að segja eins og plága, allt í lagi að vilja halda sér í formi...en þegar maður getur talið beinin í rijakassanum á ballerínu upp á sviði er kannski fulllangt gengið! Sumar þeirra voru beinlínis eins og dansandi sleikjópinnar...kannski sætt í teiknimynd, en ekki í real life....
Ég mótmæli þessari þróun harðlega og ætla að taka mínu gömlu hetju, Wonderwoman, til fyrirmyndar, sem virðist fagna sínum kvenlegu línum ;)
6 Comments:
Tek í sama streng kæra vinkona!
Þetta er alveg ótrúlegt með þessar mjónur.. og svo eru þær svo fölar og veikindalegar greyin (sumar hverjar)
en ég hefði viljað sjá þig bíða eftir að "Sigurjón Kjartans" færi að segja eitthvað fyndið hahaha ;) snilld. Já ég hef aldrei farið á ballett, ekki svo dönnuð... en fór einu sinni og sá íslenska dansflokkinn í leikhúsinu og fór út í hlé-inu.. haha.. ég meikaði ekki meir. En það eru jú nokkur ár síðan ;)
Knús og kossar dúllan mín til ykkar allra!
Saknaðarkveðja þín Hrefna og co
jæja elskan mín,okei kannski er ópera meira þín deild or what???kannski þú sjáin Jón Gnarr þar hehe..en sammála með þessa ekki fitubollur,við erum bara flottar og fáar konur í heiminum svona eins og Viktoria er það ekki annars???knús og kram í bossan.....þín fitubolla Elva sem er ekkert að fara að grennast,hei þú ert allavega mjórri en ég Magga mín!!!!
sælar
Alltaf gaman að lesa skrifin þín. Já ballet, hef aldrei orðið svo fræg að sjá ballet, er ekki svo menningarleg :) aldrei að vita samt.....
Já við erum flottastar hvernig sem við lítum út
Knús knús á línuna
Dagga
... og ég sem er alltaf að stefna að því að vera eins og þessar í blöðunum :( Það er greinilegt að þú (þið vinkonur mínar) vilt ekki vera vinkona mín !!! eða nei annars ég skil ekki hvernig þær geta staðist það að fá sér ekki að borða - eins og matur er góður!!!
Sakna þín - og er á leið að skrifa.
Kveðja Líney
...meira mas... meira mas... ég vil meira maaaas :D
Knúúús þín Hrefna
Ég gat nú ekki annað en hlegið upphátt þegar ég las upprifun þína á Grafarlæk og ég minntist þessa atburðar.
Eg er líka alveg samála þér með þetta vændræða ástand sem aukakiló eru en ég vill heldur hafa smá utan á mér en lifa án matar og nammis;-). Enda held ég því fram að maður eldist betur ef maður hefur smá auka fillingu, þá þarf ekki að vera að skafa þetta einhverstaðár frá til að dæla í andlitið:-).
Knúss knúss Dina Ditter
Skrifa ummæli
<< Home