sunnudagur, júní 03, 2007

Forgarður himnaríkis...

....svoldið stórt upp í sig tekið, ég veit... en það hvarflaði að mér þegar ég gekk undir aldintrjánum og innan um allskyns lit blómstur á Amalfi ströndinni Þarna er hrikaleg náttúrufegurð, snarbrattir klettar og fjöll, og hvert sem augum leit mátti sjá sítrónur og appelsínur á tjánum. Fólkið var vinalegt, maturinn góður og veðrið nægilega hlýtt til að busla smá í sjónum en alls ekki of heitt...alger sæla. Hvað er hægt að biðja meira um, tja nema kannski ögn lengri tíma í þessari paradís ;)

Við dvöldum í viku í fínni íbúð sem við fundum á netinu. Íbúðin var staðsett rétt fyrir utan bæinn Massa Lubrense og ekki nema steinsnar frá Sorrento. Það var fínt að vera svona "út-í-sveit" en samt nálægt öllu og í kringum húsið var stór garður, með fyrrnefndum trjám og litlum eðlum sem eðlilega vöktu mikla athygli hjá stubbi.


Þessi vika nýtt til fullnustu og náðum við að skoða ansi mikið, enda mikið að sjá. Ég get ekki sagt að það hafi veitt mér unun að keyra þarna um, því umferðin er frekar leiðinleg (endalausar vespur sem spruttu fram á ólíklegustu stöðum) og ekki bætti úr að á þessum slóðum er flatlendi mjög lítið og vegunum er bókstaflega tyllt utan á klettana...ekki alveg fyrir viðkvæmar sálir ;) En við létum þetta ekki stoppa okkur (enda svo sem ekki margir í bílnum sem voru viðkvæmir fyrir þessu, hehe) og brunuðum um allt. Við gerðum okkur t.d. dagsferð til Napólí, sem vakti nú ekki mjög mikla lukku, borgin sú er frekar skítug og yfirfull(og þvílíkur fjöldi af vespum, heilu stórfjölskyldurnar að bruna um á einni vespu). Það var nú samt áhugavert að koma þangað og ef maður hefði meiri tíma má finna þarna margar gamlar kirkjur og minjar fyrri tíma. Aðra dagsferð fórum við til Pompeii, skoðuðum bæði rústirnar og svo nýju borgina, sem var bara ansi lífleg og skemmtileg.



Á Amalfi ströndinni er fullt af skemmtilegum litlum bæjum sem eru margir hverjir byggðir ansi þröngt og hátt upp. Það er ótrúlega gaman að skoða þessa bæi og sjá þessar skemmtilegu byggingar og stræti. Bærinn Positano er svakalega fallegur og þangað fórum við tvisvar, í fyrra skiptið skoðuðum við bæinn og fengum okkur að borða á fínum stað, Chez Black (fæ enn vatn í munninn þegar ég hugsa um Tira Misu-ið þar). Í seinna skiptið sem við fórum þangað vorum við að fara í bátsferð til eyjunnar Capri. Sú ferð var æðisleg, fórum á flottum hraðbát með ítalan Matteo við stýrið. Hann fór með okkur hringinn í kringum eyjuna og skildi okkur eftir þar í 4 tíma. Capri er án efa yndislegur staður en við náðum svo sem ekki að gera mikið á 4 tímum, og eyjan geldur svoldið fyrir stanslausan ferðamannastraum. Þar máttum við m.a. borga 5 evrur fyrir eina kókflösku (borguðum annars staðar sama verð fyrir 2 dósir og 2 hálfs-lítra flöskur)...en maður er nú ekkert að ergja sig á svona smámunum ;)


Sorrento er alveg ótrúlega heillandi bær og ég væri alveg til í að fara þangað aftur. Hann er hvorki of stór né of lítill og iðaði af lífi. Í miðbænum eru fullt af þröngum og sjarmerandi strætum og mjög gaman að labba þar um og kíkja í túristabúðirnar (sem voru nú ansi margar). Við skoðuðum líka bæinn Amalfi og þar leigðum við okkur lítinn mótorbát. Mjög gaman að bruna meðfram ströndinni og sjá bæinn frá því sjónarhorni. Þetta var síðasti dagurinn okkar og við enduðum ferðina á að fá okkur gómsætar pizzur á fínum stað, frábært að sitja úti í hlýjunni og skoða mannlífið. Veitingastaðurinn er staðsettur beint undir dómkirkjunni í Amalfi og það ljær staðnum svoldið skemmtilegan blæ.


Það kom mér á óvart hve barngóðir Ítalir eru (ekki að ég hafi endilega haldið að þeir væru það ekki). En þeir voru svo vinsamlegir og sýndu flestir Elvari mikla athygli, nær undantekningalaust var honum klappað á kollinn á veitingastöðum og kjáð framan í hann. Á Chez Black í Positano valdi eigandinn fyrir okkur borð nálægt fiskabúrinu svo Elvar gæti fylgst með krabbanum...og það hitti sko alveg í mark hjá mínum manni. Þannig að þeir fá toppeinkunn frá mér og má segja að þeir séu sko góðir heim að sækja ;)


Læt hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni, sem ná samt engan veginn að ná stemmningunni á þessum frábæra stað....mæli bara með að þið skellið ykkur þangað og upplifið af eigin raun!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ elskan mín. Gaman að fá ferðasögu og sjá flottu myndirar. Mig hlakkar til að sjá fleiri myndir:-).
knúss og kossar Stína sys

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh ég hefði nú alveg verið til í að við hefðum verið með ykkur þarna!!! :) að sjá þessar myndir minnir mig á France.. ;) við förum bara í svona family trip síðar elskurnar :)
Er að stelast í tölvuna hjá Einsa bró og co.. hehe. Gott að vera í fríiii... nææææææææs. Á fullu að undirbúa komu litla ungans okkar sem á að koma eftir 3 vikur :D
Símatími sem fyrst Magga mín!
Knús frá okkur til ykkar kæru vinir, og enn og aftur... Takk fyrir allt síðustu Íslandsferð!!! :*
Ykkar Hrefna og co...

8:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hae hae
Tetta hefur verid frábaer ferd :) Erum hér tvaer steiktar á Mallorca ummmmmmmmmm nice
Aetlum ad shoppast i dag, vid kunnum tad nú skvísurnar he he
knús frá Mallorca
Dagga og Líney

8:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

nu nu ég var búin að kommetara þvílíkt en það hefur nú ekki skilað sér..frábært að ítalirnir heilluðu þig...enda mjög fallegt þarna mucho bella.......eða eitthvað svoleiðis.....kveðja úr 20 stiga hita hér á íslandi..hihi á stelpurnar að missa að góða veðrinu hér..kveðja úr Mosó

10:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home