mánudagur, apríl 16, 2007

Síðan síðast...

Hér hefur lítið gerst undanfarið og ýmsar ástæður fyrir því...ritgerðarvinna, gestagangur, bíltúrar, brottflutningar, rjómablíða...ýmislegt sem hefur valdið því að bloggfærslur er ekki efstar á blaði. Var akkúrat að enda við að setja inn smá færslu um síðustu daga á síðunni hans Elvars...ef einhverjum langar að kíkja.

Hér er búið að vera svo gott veður undanfarið og í gær fór mælirinn upp í 20 gráður, ohhh bara yndislegt og gefur manni til kynna hve indælt verður að vera hér í sumar. Það er því um að gera að halda rétt á spöðunum svo einhver frítími verði í boði fyrir útvist og sólböð...

Ég fékk reyndar vægt sjokk þegar ég áttaði mig á að á næsta mánuði (þremur vikum) þarf ég að skila 3 vikum, einni stuttri skýrslu um lokaverkefnnið, setja saman "workplan" og hitta leiðbeinandann minn. Ó mæ, ó mæ...og ég bara NENNISSUEKKI!!! Nei ég segi nú bara svona, auðvitað nenni ég þessu (*hóst*)...það er bara svo erfitt að koma sér að verki, halda sér að verki...uuu, og ljúka verki..

Þessu þriggja vikna "skemmti" tímabili lýkur 11. maí og verður haldið upp á það með því að fljúga heim til Íslands. Ójá, við komum heim 11. maí en svo sem ekki til að halda upp á þetta...heldur er nú tilefnið gleðilegra, því við erum að fara í brúðkaup. Hrefna mín er að fara að giftast Þresti og auðvitað lætur maður það ekki fara framhjá sér! Við ætlum að stoppa í viku á klakanum og verða samferða mor og far sem ætla að koma til okkar þá, stoppa í tvær vikur og þar af ætlum við að eyða viku á Amalfi strönd Ítalíu...held það verði æðislegt og ekki síður nauðsynlegt áður en hin eiginlega lokaverkefnis-vinna hefst.

Sem sagt nóg framundan, fyrst vænn skammtur af leiðindum og svo stór skammtur af skemmtilegheitum. Ætla ekki að orðlengja þetta frekar heldur bretta upp ermarnar á náttsloppnum góða (sem er einkennisklæðnaður þessa námsmanns, tja nema ef farið er á safnið)

Bless í bili
Mags

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hei elskurnar frábært að fá ykkur heim!!góður Hrefna og innilega til hamingju snúlla!!þá verður mitt kríli vonandi fætt.....og áfram að læra Magga mín,bara bretta upp ermarnar!!luv í bæinn...kv Elva súper bumbulína

10:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Glæsó, gaman að heyra. Verðum að skella inn hitting, Elva heldur bara í sér he he
Til hamingju Hrefna :)
Sjáumst þá sem allra fyrst
Knús
Dags

12:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vei....vei... gaman gaman að fá þig á klakann. Verðum að hafa vorgrill...hjá einhverjum sem á stórt hús.....hehe....Elva ....þú átt hús...djók.. Pælum í því.
Knús
Sóla

5:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra ... og hlakka enn meira til að hitta þig - ykkur. Elva verður bara löngu búin að eiga og kemur með krílið með sér... Hún hefur engan tíma til að bíða eftir Finnboga, kemur bara með prinsinn í lok apríl og ég bjarga honum í heiminn ... verður nefndur Líni eða Líneyus! Gott plan?? Til hamingju Hrefna!
Kveðja og þú ert geggjað dugleg Magga ... ég er bara búin að leggja árar í bát - nenni þessu ekki lengur !!!
Knús og kyss Líney

10:26 e.h.  
Blogger McHillary said...

Hæ elskurnar
Söknum ykkar mikið og hlökkum til að fá ykkur heim í maí.
Vonandi fer heilsufarið að lagast og litli dúbbi geti bráðum farið að fara út á hjólið sitt. Hér er sól í sinni og við látum kuldann ekkert fara fyrir brjóstið á okkur.
Luv, Hilla pilla og strákarnir.

1:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir Elva, Dagga og Lýney :)

Hlakka til að fá ykkur aðeins heim frá Edinborg krúttin mín :*
ég er í skýjunum yfir því að þið ætlið að heiðra okkur með nærveru ykkar á þessum góða degi!!

Vonandi er litli kúturinn minn að skána.. litli bólu hjálmarinn :*

Knús á línuna
fröken Hrefna ;)

8:44 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda !!! Það er víst löngukomið sumar hjá ykkur ... í dag er skítakuldi hér á klakanum og meira að segja komin rigningarúði ... njótið þess að vera í smá yl.
Sumarkveðja Líney og strákarnir

11:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ litli lærdómshesturinn minn. Núna eru mamma og pabbi búin að yfirgefa okkur þessi heimsókn leið alltof hratt eins of vill oftast verða. Frábært að þú sért að fara í brúðkaup til Hrefnu, stórt knúss Hrefna mín og til lukku.
Knúsaðu litla bólu manninn ég vona að þetta eigi allt eftir að gróa vel
Knúss Dina ditter

9:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home