miðvikudagur, júlí 18, 2007

Gervihnattaöld...

...og tíminn líður hratt! Já það er að verða ansi raunverulegt hversu lítill tími er eftir hér í borg...og þá að sama skapi hve lítill tími er eftir í lokaskil. Á milli þess að hamast við að skrifa, eða hamast við að hugsa um að skrifa, flýgur í gegnum hugann allt sem mig langar að gera áður en ég fer heim...vona að ég nái að framkvæma eitthvað af því..

Skrifin eru í annars ágætis farveg, en komandi frá mér (manneskju með slæmt tímaskyn og öngva skipulagshæfileika!) segir það kannski ekki mikið. Ég gæti allt eins tekið upp á því á morgun að finnast ég á svo agalega góðu róli og ákveða í framhaldi af því að slappa vel af. Og vakna svo upp kortér í skil! Nei ég segi nú bara svona...Það heldur manni sem betur fer á réttum stað að hitta súpervæserinn reglulega, náttúrulega ekki hægt að mæta til hans með tvær hendur tómar. Talandi um það, þá er ég að fara að hitta hann á morgun og verð þá vonandi með ca. 7000 orð í farteskinu (teljast þessi orð ekki með???).

Annars skellti litla famelíið sér til Dublin um daginn, ég þurfti að fara að skoða handritið sem ég er að skrifa um og fékk meðfylgd frá herramönnunum mínum tveimur. Þetta reyndist hin besta ferð, ekki síst fyrir það að flugvélin lækkaði flugið og lenti svoo skömmu eftir flugtak að það tók því varla að fara á loft. Heimsókn mín á Chester Beatty Library-ið reyndist svo hin gagnlegasta og mjög svo áhugahvetjandi fyrir annars þreyttan lokaritgerðarskrifara. Ekki laust við að maður fynndi smá til sín að sitja inní virðulegu les-herbergi með handrit fyrir framan sig sem var myndskreytt fyrir einn af Ottoman soldánunum árið 1595. Jahh, enginn veit hvar hann dansar um næstu jól (eða eitthvað á þá leiðina)...ekki hefði mig grunað að ég ætti eftir að vera að grúska í þessum hlutum og hafa ánægju af...


Karlarnir mínir tveir reyndu að finna sér eitthvað til dundurs í Dyflinni á meðan ég grúskaði á safninu og voru bara nokk ánægðir með borgina. Við gætum vel hugsað okkur að koma þangað aftur og hefði ég þá hug að nýta mér þá fyrirtaks verslunaraðstöðu sem þarna finnst *he hemm*

Af fleiru er svo sem ekki að segja í bili...lífið snýst um skrif og grúsk, og meiri skrif...sinna snáða, einstaka kaffihúsahitting með skólafélugum og svo að reyna að drekka í sig Edinborgina fyrir brottför. Nú og ef þetta dugir ekki til að halda manni önnum köfnum þá er alltaf hægt að fara út að stappa í pollunum sem nóg er af!

Kossar frá Skotlandi...



p.s. og já, Hairy Larry er mættur aftur á svæðið! Spurning hvort maður þraukar í einn og hálfan mánuð eða leggur í aðra klippikonu....

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Dúllur!
gaman að heyra að það gengur allt vel og ja það er alltaf gaman í Dyflinni....allavega fínt að versla þar heheh,en hei þú ert bara sæt með svona lubba...hlakka mega mikið til að sjá ykkur...bestu knúskveðjur og barátturitgerðar kveðjur ...........Elva

9:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, takk fyrir það ;) ég ætti kannski bara að leyfa þessu að vaxa frjálst og galið? Hlakka líka mikið til að sjá þig og þín í haust :*
knús tilbage....

2:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

halló halló, bara brjálað að gera, skreppa til Dublin bara eins og að skreppa til Hafnarfjarðar :)
Gott að koma til Dublin, veit ekki með Hafnarfjörð.
Lubbinn er bara fínn he he ekki nema að þú viljir skoska klippingu :)
Allt gott héðan, byrjuð aftur að vinna eftir sumarfrí og þá byrjaði að rigna. Spurning hvort fólk vilji bara ekki skella sínu fríi til mín svo það verði áfram sól, segi nú bara svona.
Mags þú rúllar þessari ritgerð upp og ég spái því að þú skilir henni svona 2 vikum á undan áætlun eða er það ekki
Knús í línuna
Dagga

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Komdu bara hingað Dagga mín í framlengdu sumarfríi og taktu sólina með þér ;) ekki veitir af! Heyrðu jú, ekki málið...tveimum vikum á undan áætlun er stefnan, híhí.
Knús tilbage mín kæra :*

10:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Stutt kveðja..
Takk fyrir okkur elsku vinir!!
Ást og knús og kossar frá okkur öllum.
Harpa Rós, mamma Hrefna og pabbi Þröstur ;)

3:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home