þriðjudagur, júní 12, 2007

Sól og sæla...

Hér í borg var alveg yndislegt veður í gær, virðist ekki ætla að endurtaka sig í dag :/ En það er kannski bara eins gott þar sem ég á að vera að gera allt annað en að sóla mig og njóta veðurblíðunnar.

Það tók mig smástund að rífa mig upp úr frí-doðanum og sætta mig við að mín beið svaka doðranturinn The life of Muhammad, og það enginn smá doðrantur...vel yfir 700bls. En eftir að ég sætti mig við hið óumflýjanlega hefur þetta bara gengið vel og ég er næstum hálfnuð...get samt ekki sagt að þetta sé fyrirtaks-skemmtun, en skárra en ég hélt. Annars verð ég að viðurkenna að stressið er aðeins farið að læða sér inn, ekki nema tæpir þrír mánuðir í heimför og á þeim tíma finnst mér ég þurfa að klífa óklífanlegt fjall (öðru nafni: lokaritgerð). Akkúrat á þessum tímapunkti finnst mér ég ekkert vita hvað ég er að gera...eða fara að gera og er farið að finnast þetta hafa verið slæm hugmynd. Er of seint að hætta við ???

"Stuð"kveðjur úr borginni...

p.s. mér skilst að sólin skíni á Reykvíkinga í dag, frábært að heyra!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

o já margrét mín það styttist í heimkomu þína vei vei mikið hlakkar mér til!!og já veðrið hé er guðdómlega gott þessa dagana vonandi helst það sem lengst...bestu kveðjur úr Mosó...Alvar Auðunn biður séstaklega að heilsa og þakkar fyrir sig með gjöfina frá ykkur vinkonum.............

9:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ sys. Herna er búið að vera Malorca bliða í viku en því miður skall á dansktskítasumarum leið Óli og Fannar komu til Dk. við látum það samt ekki stopa okkur í að gera eitthvað skemmtilegt.
Gangi þér vel að lesaum Muhammad.
Knuss Dina ditter

7:52 e.h.  
Blogger McHillary said...

Hæ mága mín. Gaman að lesa ferðasöguna, hef ekkert verið að transporta á bloggi í óratíma og kvöldið hefur verið tekið undir það..Æðislegar myndir, maður fær alveg í magann, þetta er svo ljúfur staður. En jæja, á morgun eru þið væntanlega á leið í boðið í Liberton House, ég öfunda ykkur pínu, því sennilega átti ég minn besta 17.júní þarna í fyrra.
Heyrumst kannski á morgun.
Luv, Hilla

1:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sae skvís.
Ég veit hvad tú átt vid med ad vita ekki út í hvad tú ert ad fara med lokaritgerdina ... en tekka kemur svo allt í einu ... hugsa vel til tín!!! Erum enn í sólinni og erum ad hafa tad gedveikt gott. Dagga, Nonni og Kristófer fóru í ferd í sund, rennibraustagard en vid ákvádum ad vera heima ... Arnór hefur ekkert ad gera tangad og Gudjón er ekkert svaka spenntur ... ég hefdi vel gedad sleppt tví ad hafa tá med og skelt mér med teim tví mér finnst voda gaman í rennibrautum...
Bid ad heilsa í bili .. knús og kyss
Líney ... allir hinir bidja ad heilsa.

9:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Magga mín..
þú átt eftir að massa þessa ritgerð, það er alveg á hreinu :)
ég hlakka svooooooo mikið til að fá ykkur í haust! you would´nt even beleve ;)
Komst aðeins í tölvu... ;)
Elska ykkur og sakna! heyrumst soooon darling..
Þín Hrefna og co

ps.. fimmtudagurinn í næstu viku... ;) 40 vikur!!!! pældu í því.

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl skvís
Einhverja hluta vegna get ég aldrei skrifað í gestabókin hjá Elvari Orra ... er búin að reyna oft þannig að ég set bara kveðju til hans hér ...
Halló stóri strákur sem er alveg að verða 4ra ára !!!
Ég er búin að hugsa mikið til þín því það var svo gaman að fá þig í heimsókn í maí. Það hefur greinilega verið gaman hjá þér á Ítalíu og margt sem þið gerðuð. Við erum nýkomin heim frá Mallorca og höfðum það rosalega gott og hefðum gjarnan viljað vera lengur. Hafðu það ofsalega gott á morgun á afmælisdaginn þinn og við hugsum til þín. Bið að heilsa
Knús og kveðja Líney, Guðjón og Arnór

11:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Gaman að lesa ferðasöguna. Við Líney erum búnar að skila okkur aftur heim. Mjög ljúft líf hjá okkur á Mallorca, verðum bara að fara seinna saman allur saumaklúbburinn he he
Elsku Elvar Innilega til hamingju með daginn á morgun. Vonum að þú eigir góðan dag. Knús knús
Dagga, Nonni og Kristófer já og bumbus

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HEY...! Dagga :)
til hamingju með bumbusinn!!!!!
ég hafði ekki hugmynd um hann þegar ég hitti þig í Smáralindinni í síðustu viku :) hefði gefið þér bumbuknús ;)
gangi þér vel skvísa!
kveðja Hrefna bumbus :p

2:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home