miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Done-dí-de-lí-done....



...já, þarna er hún blessunin, tilbúin. Hún hefur valdið mér þó nokkrum kvíða, svefntruflunum, bakverkjum og baugum niður á tær (ef einhvern tímann var þörf á að skella sér í facial, þá er það núna!). Þetta skiptir samt engu í dag þegar ég hef gripinn fyrir framan mig og veit að ég þarf ekki að hanga fram á nótt í tölvunni þessa nóttina! Karlarnir mínir eru líka ansi glaðir með þetta, það eru ófá skiptin sem stubbur hefur gólað á mömmu sína, eða staðið grátandi við gluggann og horft á mömmu sína ganga út götuna....á leið í skólann eða bókasafnið. Hann hefur oft á tíðum verið verulega fúll út í bókasafnið, skólann og þessa bévítanns kennara sem vildu að mamma mætti í tíma í stað þess að leika í playmo ;)...við fögnuðum deginum með því að hoppa í rúminu! Hinn karlinn minn hefur staðið með sinni kellu í gegnum þetta...lesið ritgerðina yfir og aðstoðað við tæknilegu hliðarnar. Ég vissi nú alltaf að ég væri vel gift...en maður má nú monta sig aðeins yfir manni sem nennir að sitja með manni langt fram á nótt og sjá um að yfirfara, setja upp heimildaskránna o.þ.h. Ótrúlegur tímasparnaður fyrir mig...og ekki verra að hann er ansi smámunasamur...tja, segjum frekar "fullkomnunar-sinni", þannig að það sem hann fer í gegnum fer frá honum í toppstandi :)

Jæja, ætla ekki að blaðra meira, er búin að sitja nóg við tölvuna og bakið mótmælir hástöfum. Svo er nú nóg af verkefnum, það þarf að pakka og þrífa...og knúsa kallinn sinn. Set hér eina mynd í lokin af hálsmeninu sem minn ektamann gaf mér í dag...ég er búin að mæna á það í glugganum hjá henni Rosie Brown í allan vetur :)

Knúskveðjur frá þreyttum en ofur-ánægðum námsmanni :*

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju - til hamingju þetta er frábært hjá þér!!! Á Íslandi eru allir alveg á einasta snúninga að skila ... eru að ná í ritgerð úr prenti rétt fyrir þann tíma sem á að skila en það er miðvikudagur og þú átt að skila á föstudaginn - ég er geðveikt stolt af þér !!! Knús og kyss.
Ég hlakka bara til að fá þig heim til að hjálpa mér með mína - ha, ha, ha - mér gengur ekki svona vel - ég er e.t.v. ekki eins vel gift og þú???
Gangi ykkur vel að pakka og njóta þess að vera þarna í nokkra daga til viðbótar.
Risa knús hetjan mín
Þín Líney

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elskan mín til hamingju með skilin! :*****
Ég verð að segja að ég er ótrúlega stolt af þér kæra vinkona :)
ég vissi nú alveg að þú stæðir þig vel með þetta, hafði mega trú á þér!
Þröstur skilar bestu kveðju til þín og okkur hlakkar til að geta gefið þér koss og knús í eigin ;)
Njótið nú síðustu dagana ykkar í botn og Magga, ég væri svoooo mikið til í að "hit the shops" með þér ;)
Kveðja til kallanna þinna og já það er vitað að þú ert vel gift Magga mín :) gott að hafa svona kall sér við hlið! ;)
x-stra knús til Elvars frá Hörpu Rós :*
Kveðja, Hlíðarás gengið :D

10:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku vinkona!!innilega til hamingju,þetta hafðist þá að lokum!!!!Nú getur slakað á smá stund áður en þú kemur heim í lifsgæðakapphlaupið hehhe..ég vissi allan tímann að þú værir frábærlega gift,enda held ég að við séum það allar vinkonurnar..knús í kaf til allra og bið að heilsa mömmu þinni og Stínu syss og að sjálfsögðu þínum mönnum,sem eru sennilegast manna fegnastir að þú ert búin að þessu elskan mín enn og aftur til hamingju,þú færð risa knús þegar þú kemur heim

12:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heibs
Var ég ekki búin að segja þér þetta, langt á undan áætlun :) :)
snillingur
Hlakka til að hitta ykkur aftur á klakanum. Fyrirhugaður er hittingur við fyrsta tækifæri og svo bara reglulegir hittingar.
Gangi ykkur sem allra best að ganga frá og sjáumst svo fljót á Íslandi
Knús á kallana þína, þeir eru líka hetjurnar
Dags

4:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home