þriðjudagur, desember 19, 2006

Fegurstu rósir af runnum þess liðna....

...ohh hvað maður getur verið háfleygur. En það er nú kannski bara í lagi svona rétt fyrir jólin ;) ...það er eitthvað við þennan tíma sem gerir mann meyran og þarf ósköp lítið til að nostalgískar minningar dúkki upp í kollinum. Jólalögin gera sitt til að ýta undir þessa stemmningu og ég viðurkenni fúslega að ég verð oftast hræðilega væmin í desember og hlusta á sömu væmnu og sætu jólalögin aftur og aftur.

En nóg um það...Hér hefur lokaundirbúningurinn fyrir Íslandsför löllað áfram og það verður gaman að sjá hvort fyrirheit um að ná meira en tveggja tíma svefn síðasta kvöldið standist :) Ein taskan er þegar orðin full...svo sem hægt að klappa sér á bakið fyrir það...en ég er þeim göllum gædd að þegar mér finnst ég vera vel á veg komin finnst mér ég eiga hvíld skilið. Og sú hvíld er líkleg til að standa þar til á síðustu stundu...sem skýrir kannski hvers vegna ég næ yfirleitt bara fyrrnefndum svefntíma nóttina áður en ég legg í ferðalög :) En aldrei að segja aldrei...maður lifir og lærir...og allt það....

Við Arnar nutum þess að fá smá kvalítí tíma á laugardagskvöldið þegar unginn fékk að gista hjá Hildi og kó. Við ætluðum að fara út að borða og svo í bíó en enduðum svo á því að fara bara í bíó....erum ekki alveg búin að ná þessum breska "panta-með-margra-mánaða-fyrirvara" fíling og það er bara ekki sjéns að fá borð á góðum stöðum nema með góðum fyrirvara. En bíóið var frábært...bæði myndin og bíóhúsið. Við fórum nefnilega í gamlat bíó, Cameo, sem er síðan 1914 og er eitt af elstu bíóhúsunum í Skotlandi. Húsið er voðalega sjarmerandi og mikill karakter þar inni. Myndin sem við sáum var Pan´s Labrynith, og mæli ég óhikað með henni....ævintýramynd fyrir fullorðna...svoldið drungaleg en ótrúlega heillandi.

Æi ætli það sé ekki best að hætta þessu blaðri og halda áfram að pakka....og ætli að sé ekki líklegt að þetta sé síðasta bloggið í einhvern tíma, enda sýnist mér á fækkun kommenta að jólaundirbúningur sé í hámarki...hummm, hefði haldið að bloggið mitt væri merkilegri en jólabakstur og innpakkelsi ;)

Njótið þessarar einstöku hátíðar í frið og ró....og etið á ykkur gat, það er allavega einlægur ásetningur minn. Öll áform um mittismáls-minnkunar geta beðið til nýs árs...etum, lifum og verum glöð !!!

miðvikudagur, desember 13, 2006

Íslenskt já takk !


Mig langar svo í...pylsu með öllu...nóa konfekt...malt...malt og appelsín...brúnu lagtertuna hennar mömmu...vesturbæjarís...vanillukransa og rúsínukökur...sund/heita pottinn...hangikjöt...flatbrauð með hangikjöti...

Oooops...gleymdi mér aðeins í dagdraumum :) Mætti halda að ég ætli ekki að gera neitt annað en að eta þennan tíma sem ég verð á Fróni...Er ég nokkuð að gleyma einhverju ;)

sunnudagur, desember 10, 2006


Jæjahh...bara tæpar tvær vikur þar til maður stígur fæti á íslenska grund...skrýtið...og skondið. Ekki laust við að tilhlökkunin sé farin að gera vart við sig. Það er svoldið spes að upplifa aðventuna hér, þ.e. ekki á sínu heimalandi. Einhvern veginn allt öðru vísi tilfinning og þá meina ég hjá mér, persónulega. Ég er ekki að þrífa húsið mitt eða að baka, eða yfirleitt að undirbúa jólin (nema náttúrulega að versla jólagjafir). Og þó svo að stundum sé jólaundirbúningurinn heima hálfgerð geðveiki verð ég að viðurkenna að ég sakna þess svoldið...hehe. En við komum til landsins ca. kortér í jól og fáum þetta kannski bara beint í æð ;)

En já, jólagjafirnar eru næstum allar komnar í hús...hef svona verið að læða mér í bæinn á milli skrifta. Það er sko ekki leiðinlegt að jólastússast hérna, að rápa á milli búðanna og skoða. Borgin er líka alveg ótrúlega jólaleg og alltaf fullt af fólki á ferli. Við erum líka búin að gera aðeins jólalegt hér hjá okkur, setja upp jólaljós og það litla jólaskraut sem við erum með hérna.

Skriftirnar ganga ágætlega, á bara örlítið eftir af fyrri ritgerðinni sem á að skilast á föstudaginn. Ég fer svo að vinna á safninu á mánudag, bauðst til að koma aukalega (hefði ekkert þurft að mæta í desember) af því það er verið að taka niður sýningarnar sem hafa verið þar í haust. Örugglega gaman að sjá það ferli. Svo er okkur nemunum boðið í "drinks" á þriðjudag...smá jólateiti :)

Talandi um teiti, ég skellti mér út með skólafélugunum á síðasta þriðjudag. Við fórum að borða á indverskum stað og svo út að tjútta. Ég var náttúrulega ekkert á því að fara, félagsfælnin í hámarki, hehe. Það síðasta sem ég sagði áður en ég strunsaði út um drynar var "Ég ætla bara í matinn, nenni ekkert að fara út á lífið!!!". Riiiight....kom heim hálfþrjú, nett tipsy af hvítvíni og kát með kvöldið. Maturinn var æði og staðurinn sem við fórum á var helvíti kúl. Heitir "The Opal Lounge" og er í George Street, og á hverju þriðjudagskvöldu eru fönk-kvöld þar. Þegar við komum lá fólkið á Fatboy-púðum á gólfinu og horfði á gaura breakdansa við assgoti flotta tóna. Síðan voru púðarnir teknir og allir gátu dansað...sem og við gerðum :)

Jæja, ætlaði nú bara rétt að láta í mér heyra
Knús og kossar
Mags

laugardagur, desember 02, 2006

Raunir töskufíkils....

Já, ég hef lengi verið með algera dellu fyrir töskum...og skóm...og yfirhöfnum...en sérstaklega töskum. Ég uppgötvaði fyrir þó nokkru hvað það væri sniðugt að nota e-bay til töskukaupa og hef keypt tvær þaðan. Og nú sem ég var alveg byrjuð að bretta upp ermarnar til þess að hefja ritgerðarskrifin ákvað ég í mesta sakleysi að kíkja aðeins á e-bay...bara aðeins...og sé þá þessa líka flottu tösku, Ted Baker handbag...svaka pæjuleg. Ekki var nú upphæðin á henni mikil og nokkrir að bjóða í hana þannig að ég slæst í hópinn og býð 6 pund...neibb, það dugði ekki til, einhver með hærra boð en það..Og nú var ég aðeins komin í gírinn og býð 7,5 pund...og ýtti svo í snatir á "Confirm Bid" hnappinn. Jú það dugði til, ég var "the high bidder" ...og voða lukkuleg með það...þar til ég lít betur á upphæðina og sé að það eru ekki 7,5 pund heldur 750 pund !!! Ég fékk náttúrulega vægt sjokk...þetta er sama upphæð og við borgum hér á mánuði í leigu...ó mæ god...mig langaði alveg í töskuna en kannski ekki fyrir ca. 100 þúsund !!!

Ég hringdi í óðagoti í Arnar sem hló auðvitað að litla töskufíklinum sínum og benti á að það ætti að vera hægt að draga boð til baka...og jú það var sem betur fer hægt...sjúkkkitt! Mér var ótrúlega mikið létt og ætla núna bara að halda mig við ritgerðarskrifin...læt e-bay eiga sig um stund...allavega smástund ;)

Jæja...varð bara að deila þessu með ykkur en ætla nú að nota tækifærið og vera dugleg á meðan húsið er tómt.
Knús og kossar
Magpie hin talnaglögga