laugardagur, mars 18, 2006

Hansi í koti, Hansi í koti...

Ég átti einu sinni kött sem nú er farinn yfir móðuna miklu og mér þótti afkaplega vænt um....fannst þetta alveg yndislegt dýr. Ekki voru allir sammála mér, flestum fannst hún hafa alvarlegar persónuleikabilanir...hinum fannst hún bara klikk. En það er samt ekki ætlunin að ræða hana blessunina í þessu röfli...."pointið" er að hún var svakalega ryðguð í rómnum, það var eiginlega mjög broslegt að hlusta á hana þegar hún mjálmaði...þetta var eins og...já eins og það væri verið að drepa kött.

Og þannig fannst mér einn keppandinn í Idolinu hljóma í gær (ætla ekki nefna nein nöfn en það byrjar á S). Hann er ekki búin að vera í uppáhaldi hjá mér en þarna tók nú botninn úr....drengurinn sargaði svoleiðis á háu nótunum...sjæsa mar !!! Og kommon og give me a break (svo maður haldi nú áfram með sletturnar í allar áttir..mérerbarasvomikiðniðrifyrir) hann fór ekki einu sinni niður í botnsætin !!!

Æi ég veit ekki hvað ég er að rífa mig yfir þessu, fylgist varla með blessuðu Idolinu en mér fannst þetta bara einum of og var bara að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað að eyrunum í mér ??? Ég er jú með kvef og krónískar hellur fyrir eyrunum....njeeeeee, þetta sökkaði bara feitast og hana nú!

Gvööð minn góður, það mætti halda að maður fengið borgað fyrir þetta skrifelsi !?! Aftur að ritgerðinni...Annette Messager og hennar kvenlega list bíður...

Bless í bili
Margrét málóða ;)

föstudagur, mars 17, 2006

Alveg magnað


Það er alveg magnað hvernig einn lítill kroppur getur gert mann alveg kreisí...t.d. með því að vakna tvo morgna í röð með þvílíka þráhyggju í m.a. hákarlabolinn sinn. Og mamman sem er varla komin úr draumheimum er ekki alveg sátt við svona vöknun...en það skiptir engu máli því litli kroppur vill BARA fá hákarlabolinn sinn og lætur eins og sírena sem er föst á on takkanum. Og þessi litli kroppur hefur ótrúlega orku, sama hvort hann er veikur eða hress, og mamman hefur hana ekki...því hún var ekki alveg vöknuð þegar sírenan fór í gang! En það skiptir engu því litli kroppur vill fá athygli, vill fá mömmu í byssó...eða eitthvað stuð...allt annað en að mamman liggi eins og skata í sófanum. Og ef hún bregst ekki við fer sírenan í gang...og hljóðhimnurnar á mömmu titra í hávaðanum. Seinna um daginn er svo farið út úr húsi, litli kroppur, mamma og pabbi fá sér smá rúnt. Góð hugmynd...eftir veikinda innilokun ætti nú bara að vera notalegt að keyra einn laugara eða svo....kannski sofnar litli kroppur ? Neiiii....hann vill nammi ! Og hann vill það núna ! Og sírenan fer í gang....og það skiptir engu máli hvort það er til nammi, eða hversu oft mamman og pabbinn segja litla kropp að það sé ekki til nammi. Mamman spyr pabbann armæðulega hvort hann langi alveg örugglega í annan litla kropp og pabbinn svarar ekki, brosir bara....enda varla hægt að tala saman fyrir sírenunni í aftursætinu.

Jæja, ekki er sofnað í þeim bíltúr og þegar heim er komið endar litil kroppur á því að gubba á gólfið í stofunni....er samt ansi hress og eiginlega mjög hress eftir gusuna.

Svo fer mamman inn með litla kropp að svæfa hann, hún er þreytt eftir daginn....eiginlega alveg búin með orkukvótann, en hann er enn nokkuð hress og vill hoppa í rúminu. Hann róast samt ótrúlega fljótt...kannski af því hann sér armæðusvipinn á mömmunni ? Hann sest niður í rúmið, strýkur mömmunni um hárið og segir: Hyrirgeddu (Fyrirgefðu). Og þetta gerir hann tvisvar sinnum og brosir blíðlega. Svo sofnar hann vært, þétt upp við mömmuna....eins og hann vilji hvergi annars staðar vera í heiminum.

Og já, svarið er já....litli kroppur númer tvö er meira en velkominn!

þriðjudagur, mars 14, 2006

Krúttlegt

mánudagur, mars 13, 2006

Hressandi


Þarna er svo fyrrnefndur listamaður in action...ætli hann sé ekki að fara að bíta einhvern saklausan vegfaranda, hehe....gamana´essu. Ég viðurkenni nú svo sem að hugmyndin að baki þessum gjörningi er góð (með tilliti til þjóðar hans) ...þ.e. ef það er komið fram við þig eins og hund geturðu allt eins lifað eins og hundur. En framkvæmdin...já ég veit ekki...

List og ó-list

Ég byrjaði í Listfræði í HÍ um áramótin og finnst það bara afskaplega gaman. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum fræðum, langaði reyndar helst til að skapa sjálf list og hver veit svo sem hvað maður gerir í framtíðinni. En allavega, ég hef komist að því að ég er töluvert kassalagaðri í hugsun en ég hélt...og ég sem hélt að ég væri svo gasalega openminded !!! Ég er búin að vera að fræðast um alls kyns listamenn, gamla, nýja, íslenska og erlenda....og verð bara að segja að stundum hefur hakan barasta verið ofan í gólfi hjá mér og ég hef verulega þurft að hemja mig í þeirri löngun að standa ekki upp og gala : Þetta er ekki list! Þetta er bara rugl í einhverjum "kúkú" einstaklingi !

Svo nefni einhver dæmi máli mínu til stuðnings þá var vorum við að fræðast um austuríska listakonu sem er á svipuðum aldri og ég. Hún hefur fengið góða umfjöllun og er ansi "heit" um þessar mundir...en ég verð að viðurkenna að sum af hennar verkum fatta ég bara alls ekki. Eins og til dæmis myndir af henni naktri með tíðablóð rennandi niður eftir lærunum...Og rússneskur listamaður sem framdi þann gjörning að vera hundur, og í þó nokkurn tíma. Við horfðum á myndband þar sem hann er nakinn á fjórum fótum, borðandi hundamat og jafnvel að bíta gangandi vegfarendur.

Æ ég veidiggi ? Er ég voða kassalöguð ef ég leyfi mér að efast um geðheilsu þessa listamanna ? Ég er reyndar farin að vera opnari gagnvart ýmsum listmiðlum og sé að list þarf ekki að vera eitthvað sem þú getur keypt, átt eða hengt upp á vegg. Að hugmyndin á bak við verkið er oft aðalatriðið og upplifunin af verkinu einnig....en æ... tíðablóð og nakinn maður að leika hund...hmmmmm...

Jæja ritgerðin bíður...
Mags

sunnudagur, mars 12, 2006

Jæjahhh...

Jamm...þá er maður farinn að blogga. Hvort það hafi eitthvað með það að gera að ég á að vera að skrifa ritgerð akkúrat núna ? Já það gæti bara vel verið ;) Ég er nefnilega þekkt fyrir það að finna mér eitthvað annað að gera en það sem ég á að vera að gera...

Og núna á ég sem sagt að vera að skrifa ritgerð í Alþjóðlegri listasögu fyrri tíma...um birtingaform goðsagna í list. Jámm...bráðskemmtilegt ritgerðarefni, eða það fannst mér þegar ég valdi það. En nú bölva ég í hljóði og upphátt af því mér gengur illa að finna heimildir og einnig að finna einhvern flöt á þessu... Er þá ekki bara tilvalið að eyða tímanum í bloggerí, hehe.

Annars á tilgangurinn með þessu bloggi að vera sá að fá útrás fyrir ýmsar pælingar og þanka...hvort einhver nennir að lesa þetta er svo allt annar handleggur. Einnig eru uppi hjá okkur hjónunum pælingar um að flytja til útlanda í haust og þá er nú fínt að geta tjáð sig á bloggi fyrir vini og vandamenn :) Ég vonast nú líka til að betri helmingurinn minn tjái sig eitthvað hérna líka...

Later :)
Mags