Þá erum við aftur orðin bara þrjú í kotinu. Svoldið tómlegt eftir að vera hérna sjö að hafa það kósí saman....en sem betur fer er stutt til jóla. Mamma og pabbi voru hér í rúmlega viku og fóru á þriðjudaginn og Stína og Emba Ýr komu frá Danmörku og fóru í gær. Frábært að þær skyldu geta komið á sama tíma og mútta og pápi :)
Við gerðum nú margt og mikið á þessum tíma en auðvitað langaði manni að gera miklu meira og sýna allt sem hér er að sjá. En það setur nú svoldið strik í reikninginn að nú er vetur og byrjar að dimma upp úr fimm. Við skoðuðum kastalann, míluna, snekkjuna hennar Betu drollu og svo vorum við með bílaleigubíl í nokkra daga...sem var nú alger lúxus :) Frábært að rúnta svona um bæinn og hvíla sig á strætóferðum og Arnar stóð sig vel í vinstri umferðinni...held hann hafi bara einu sinni bölvað einhverju fífli sem kom á móti honum "öfugu meginn" ;). Við fórum t.d. til St. Andrews, sem er háskólabær í rúmlega klukkutíma fjarlægð. Ofsalega fallegur bær með flottri strönd og gömlum minjum...kom eiginlega á óvart hvað hann er flottur...ætla pottþétt þangað aftur. Þá var líka bara mjög gaman að keyra þangað og sjá "the countryside". Við keyrðum líka upp á Carlton Hill en þar er mjög flott útsýni yfir borgina og einnig yfir Arthurs Seat.
Það var svoldið skrýtið að setjast upp í bíl og geta rúntað svona um...þurfa ekki að taka strætó í búðirnar og þess háttar, þetta vakti pínu upp í manni lúxuspúkann, sem var búinn að vera í dvala. Ég stóð mig að því að vera farin að hugleiða hvort við ættum ekki bara að fá okkur bíl á meðan við værum hérna. Við vorum orðin mjög vön því að taka bara bussen eða ganga og satt best að segja var enginn söknuður eftir bíl...fyrr en núna ;) En það líður án efa hjá og bussen verður aftur uppáhalds-fararskjótinn okkar. Ég áttaði mig samt bara á því um daginn hvað maður hafði breyst mikið með þetta strætómál...þegar Óli bró lét þau orð falla að hann hefði ekki átt von á að lifa þann dag af að Magga systir hans væri farin að ferðast með almenningsvögnum, hehe. Jámmm....svona er maður með mikla aðlögunarhæfni ;) og nú þarf hún að nýtast í að aðlagast aftur frá bílferðum :)
Já allt tekur víst enda og nú eru allir farnir á sinn stað. Stutt þar til við hittum foreldrana en spurning hvenær við hittum danina okkar aftur :( Og ekki bætti úr skák að þær mæðgur voru veikar með ælupest þegar við kvöddumst...úff, ekki gaman að eiga flug og millilendingu fyrir höndum í svoleiðis ástandi, en það hafðist hjá þeim.
En já...pestarstússið heldur áfram því Arnar krækti sér í ælupestina og nú bíðum við Elvar og vonum að við sleppum....cross my fingers ;)
Annars er ég mest hissa á því hvað tíminn æðir áfram...nóvember að verða búinn og jólin nálgast á ógnarhraða. Það er ekki laust við að það sé kominn smá fiðringur í mann yfir jólunum og í dag á að kveikja á öllum jólaljósunum hér í bæ og opna The Winter Festival. Það verður æðislegt að rölta niður í bæ og upplifa jólastemmninguna hérna. Og ég ætla að vona að mér takist að njóta þess, á eftir að skrifa tvær ritgerðir og kominn tími til að bretta upp ermarnar, á að skila einni 15. des og hinni í janúar. Er samt að láta mig dreyma um að klára báðar fyrir jól og geta notið þess að vera í jólafríi á Íslandi....njóta þess að hitta vini og vandamenn...ahhh, ég er sko farin að hlakka til.
En nú er víst best að snúa sér að erma-uppbrettingum og hefja ritgerðarsmíðarnar. Síðustu tímarnir eru í næstu viku og desember því allur frátekin í skrifelsi....og jólastúss þar sem það kemst að ;) Ég reyni nú kannski að láta heyra eitthvað í mér inn á milli...droppa inn nokkrum gullkornum af minni alkunnu snilld, múahahaha...ha ?
Until then, kanúdels :*