Trick or treat !
Nú erum við orðin svo útlensk og sigld að við höldum bara upp á hrekkjavökuna...ha, haldiði að það sé nú ;) Héldum hérna kaffiboð í dag með tilheyrandi spooky kökum og graskerið auðvitað á sínum stað. Húsið var næstum fullt af skemmtilegu fólki og barasta hinn notalegasti eftirmiðdagur. Það er voða auðvelt að týna sér í svona dóti...búðirnar fullar af ótrúlega skemmtilegu draslerí og girnilegum kökum...á spottprís. Auðvitað segjumst við vera að þessu fyrir Elvar en við höfum nú lúmskt gaman af...
Við erum annars hress og kát og Elvar virðist vera að taka leikskólann í sátt aftur...vonum það besta :) Ég fór á fund í vikunni á listasafninu sem ég verð nemi á og fékk ávæning af því sem í vændum er. Mér líst rosalega vel á en það er ekki laust við að nettur fiðringur sé farinn að gera vart við sig. Ég verð að vinna náið með da boss á safninu, þeirri sem sér um allt þarna og er the principal curator. Hún var mjög viðkunnaleg en örugglega hörkukelling. Það sem mér leist líka heldur betur vel á var það að ég fæ kannski að skipuleggja eina til tvær sýningar sjálf og það er nú ansi feitur biti. AÐ maður tali nú ekki um hversu vel þetta á eftir að líta út í ferilskránni, þ.e. ef ég stend mig vel ;) Ég byrja sum sé á mánudaginn og verð síðan alla mánudaga frá 10-16 í sex mánuði. Auðvitað varð ég að kíkja aðeins í búðirnar....því ekki mætir maður í gallabuxum í svona fínt jobb! Svo eru nú vinkonurnar að kíkja í heimsókn í næstu viku og ég neyðist örugglega til að versla eitthvað meira (ó mig auma!) ... bæði þeim til samlætis og til þess að finna framakonudressið ;)
Arnar er líka loks búinn að fá einhverjar fréttir af því sem hann á að gera í vetur og fær vonandi tölvugarminn sendan fljótlega. Hann ætlar sér að vera í fjarvinnu í tengslum við sitt gamla starf og fá nokkra auka aura..eða pence...í budduna (fyrir mig til að eyða!!! hahaha)
Jæjahhh já, ætli ég fari ekki að leggjast á meltuna...eða að borða meira af þessum delicious kökum :P
Spooooky-kveðjur frá Blantyre-Terrace-skrímslunum :)
p.s. Arnar er að setja upp nýja myndasíðu fyrir ljósmyndaáhugann okkar sem og myndir sem fara ekki á Elvars Orra síðu. Slóðin er: http://www.minus4.net/photos/