fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Arghh!!!

Ég hata geitunga! Klukkan er hálftvö og nú þegar hafa fjórir eða fimm komið inn, flestir fengu að kenna á einu góðu dagblaðahöggi frá Arnari en svo þurfti hann að skjótast út og viti menn! Það kom enn einn inn...og ég er alein ! Algerlega hjálparlaus konan, hehe. Mér tókst nú samt að stúta honum, en það tók smástund....enda verð ég hálf lömuð af ótta þegar þessi kvikyndi koma inn. Hann passaði sig nú að halda sig nálægt stöðum þar sem hann vissi að honum væri óhætt, helvískur, eins og við ljósin eða málverkið mitt...enda var ég búin að elta hann í smástund alvopnuð rúðuúða og dagblaði. Égnáði honum loks við eldavélina, eftir æsispennandi eltingarleik þar sem ég meðal annars swingaði á hann einu góðu höggi og æddi svo bara med det samme inná bað til að skella á eftir mér....beið ekki einu sinni eftir því að sjá hvort hann væri fallinn. Sem hann var ekki...í það skiptið. En mér líður ekki eins og sigurvegara...okei, mér tókst að ganga frá einum "enemy" en ég þori ekki opna neina glugga. Svo nú sit ég hér ein inni í loftlausri í búð...haldið að það sé nú !

Svakalega spennandi sögur úr hversdagslífi mínu, hehe. Ætli það sé ekki best að halda áfram að ganga frá draslinu, sem virðist vera endalaust til af. Já og við erum sum sé hætt að sofa í Sæviðarsundinu, erum flutt inn á múttu og pápa. Svoldið skrýtin tilfinning að vera að kveðja þennan stað sem við höfum búið okkur heimili síðustu sjö árin...og liðið mjög vel. En það er nú ekki steinsteypan sem gerir hús að heimili heldur þeir sem þar búa...best að hafa það í huga.

Kveð í bili...og held á vit spennandi ævintýra niðurpökkunar, þrifa og geitungaárása !
Stay tuned ;)

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

"Look at the size of his head, its like an orange on a toothpick"


Á milli þess sem ég dvel ofan í kössum og inni í skápum reyni ég að gefa mér tíma til að kveðja vinina og gær eyddum við Æskó-skvísurnar kveldinu saman. Ótrúlega skemmtilegt kvöld, mikið hlegið, góður matur snæddur, hlegið meira og skrafað og planað...og spólað í gegnum So I married an axe murderer með Mike Myers. Sú mynd er alger snilld, sérstaklega skoski pabbinn...kannski maður rekist á svona karakter í Edinborg ? Gamlan fír sem hlustar á Bay City Rollers á laugardagskvöldum á meðan hann dustar rykið af "The scottish wall of fame"...og syngur "If you think I´m sexy" við sekkjapípuundirleik.

Jámm, ég vissi nú að ég ætti góðar vinkonar krútturnar mínar, takk fyrir frábært kvöld :* Og já ég held að það verði geðveikt stuð í Glasgow í nóvember... "Lets get pisssssddd!!!"

Kveð í bili...kassarnir kalla !

mánudagur, ágúst 21, 2006

Myndasíða

..var að prufa að setja upp myndasíðu hér: http://www.flickr.com/photos/marun/ Þar er ætlunin að skella inn myndum af ævintýrum okkar í Edinborg ;) og svo mun síðan hans Elvars Orra að sjálfsögðu verða starfrækt...með eins miklum krafti og áður, hehe (smá skot á vefstjórann) ... spurning hvað hann gerir nú þegar hann er orðinn svona semi-heimavinnandi húsmóðir !

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Menningarnótt í Reykjavík


Mér finnst menningarnótt alveg frábært fyrirbæri og hef gert það að vana mínum að komast niðrí bæ á þessum tíma. Og þetta árið var engin undantekning gerð á því, þrátt fyrir að enn sé nóg eftir af pakkelsi og húsið sé ein rúst þessa dagana. En maður verður nú líka að hugsa um að brenna ekki alveg út á þessu öllu saman og lyfta sér aðeins upp. Þannig að við skelltum okkur í bæinn, við þrjú ásamt múttu og ég sé ekki eftir því. Það var frábært að rölta niður Laugaveginn og fá menninguna beint í æð. Það eina neikvæða við þetta, að mínu mati, er að það er alltof margt að sjá og alltof lítill tími. Ég hefði vel getað hugsað mér að stoppa nokkrum sinnum og njóta vel og lengi flottrar tónlistar sem liðaðist út úr öðru hverju húsasundi. Kannski væri bara ráð að breyta menningarnóttu í menningarhelgi og leyfa fólki virkilega að sulla í menningarpottinum. Kannski ég stingi bara upp á því þegar ég verð komin í Lista-og menningarmálanefnd Reykjavíkur...tja hver veit ;)

Ég læt hér fljóta með eina mynd frá flugeldasýningunni, sem ég tók í gær. Frábært fyrirkomulag að skjóta upp af varðskipi fyrir neðan Sæbrautina og það er alltaf jafn gaman að horfa á flott flugeldasjó...ég væri til í að geta séð ofan-frá öll þessi andlit sem stara upp í loftið og "úúú-a", "óóó-a" og "vááá-a" í kór... frábært !

Nóg í bili :)
Magga menningarviti

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Hér hefur nú heldur lítið gerst undanfarið, mætti halda að það hafi bara ekkert gerst í sumar...sem er svo sem kannski rétt, allavega framanaf sumri. Fyrrihluti sumars fór nefnilega í það að fylgjast með veðurfréttunum, safna kílóum og bölva veðurfréttunum...eða öllu heldur veðrinu. Einstaka sinnum var nú samt hægt að hlæja að veðurfréttunum þegar veðurkonan gerði eitthvað fyndið og klúðurslegt (uss skamm bara, að hlæja að grey-konunni). En já, þetta veðurfar sem okkur hefur verið boðið upp á hér í sumar lagðist frekar mikið á geðið hjá mér og þegar ekkert útlit var fyrir strandhögg okkar í veldi skota fannst mér frekar dapurleg tilhugsun að dvelja á klakanum næsta árið.

Ég hefði nú ekki láð eiginmanninum það að fá sér annaðhvort viðhald eða leiguíbúð til að flýja fýluna í mér en hann lét sig hafa þetta. Jæja svo kom nú loks blessað bréfið frá Edinborgarháskóla um að ég mætti nema þar, sem óneitanlega gladdi mitt geð en um leið fannst mér frekar frústrerandi að ætla að hafna þessu boði. Það var svo fyrir tilstilli hennar múttu sem strandhöggsplönin voru tekin aftur upp, henni fannst ekki hægt að láta þetta fara framhjá sér...eða framhjá mér öllu heldur.

Og það er eins og allt leggist á eitt um að hlutirnir gangi upp eftir að svona ákvörðun er tekin, allavega í okkar tilviki. Þannig að nú erum við á leið til Edinborgar þann 1. september og pökkun innbús í fullum gangi. Við erum búin að fá krúttlega íbúð á góðum stað (með Hildi mágkonu og guttana hennar í næsta nágrenni) og Arnar er kominn með fjarvinnu. Nú er bara að krossleggja fingur um að íbúðin okkar seljist og einnig bíllinn...helst bara kviss bang! því það er ekki svo langt í brottför. En ég er bjartsýn á þetta allt saman enda nýbúin að lesa Alkemistann og hef tröllatrú á því að alheimsvaldið leggist á eitt um að hlutirnir gangi upp þegar fólk er að eltast við drauma sína...og það er einmitt það sem við erum að gera ;)

Jæja nóg í bili...best að halda áfram að pakka og sortera.
Miss Margrét