Af köngulóm, fyrirlestrum, bleikri snjókomu og fleiru...
...ahhh, þetta hljómar agalega spennó ;) Köngulær og ég eigum ekki saman, höfum aldrei átt og munum aldrei eiga! Ég hef hingað til komist af ágætlega með þessa fælni en málin flækjast aðeins þegar maður er komin á svæði RISA-köngulóa (allavega töluvert stærri en íslensku kvikyndin). En já það kom sem sagt könguló inn í gær, meira að segja tvær...og báðar inni í svefnherbergi. Þær náðust báðar skjótt og hittu skaparann...pakkadíll, tvær fyrir eina! Æi já, ég veit þetta er ekkert merkilegt bloggefni, en þetta er svoldið "therapeutical" fyrir mig...þarf að "get it out of my system". Jiii hvað maður er orðinn ensku-skotinn, svona gerist þegar mar býr svona í úttlandinu, mar verður svo gasalega sigldur ;)
Annars gengur lífið bara sinn vanagang, þrátt fyrir innrásir köngulóa. Reyndar frekar annasamir tímar, ein ritgerð í höfn, ein í smíðum og ein bíður á færibandinu. En þetta hefst allt saman...einhvern veginn. Og það er heldur betur upplífgandi fyrir þreyttan námsmanna-andann að fara niður á bókasafn, alveg yndislegt að arka yfir Meadows undir bleikum kirsuberjatrjánum sem mynda göng. Við fórum niður eftir um daginn, um leið og bólu-hjálmar fékk útivistarleyfi, og tókum fullt af myndum. Ég þurfti svo að fara þangað niður eftir í gær og þá rigndi yfir mann blómstrunum...bleik snjókoma í apríl. Ég sé það að ég verð að koma á þessum tíma hingað í framtíðinni, bara til að sjá kirsuberjatréin ;)
Hver kannast ekki við að vera allt í einu kominn í aðstöðu sem manni langar ekkert sérstaklega að vera í? Ég fór á fund með hópnum mínum um daginn og ræddi við kennarann minn eftir tímann, ég hef nefnilega ekki enn fengið einkunn fyrir ritgerð sem við skiluðum í desember. Honum fannst þetta ægilega leiðinlegt og stingur upp á því að við förum bara saman að ræðum við kennarann sem átti að gefa einkunnina. Og sá kennari er sá sem leiðbeinir mér með lokaritgerðina, vænsti kall. Frekar vandræðalegt fyrir mig að þurfa að standa þarna og kom svoldið út eins og ég hefði verið að kvarta undan honum...úff. Ojæja, það gekk samt allt upp og ég fór svo að hitta hann daginn eftir, til að ræða um lokaritgerðina mína. Haldiði ekki að kallinn byrji á að segja mér frá ráðstefnu/fyrirlestrardegi um íslamska list sem verður hér í lok ágúst...og hann vill að ég haldi fyrirlestur!!! Ohh, ég er þegar farin að kvíða því en gat auðvitað ekki sagt nei. Þetta er samt gott tækifæri og eins og hann sagði sjálfur, á eftir að líta vel út á cv-inu mínu...
Segjum það gott í bili, ætla út á starbucks, kaupa mér muffins og fara út á links að spísa hann, á meðan lilleman hjólar á gangandi vegfarendur...
Kveðja,
Mags
p.s. búin að segja upp leigunni frá og með 31. ágúst, og strax komið upp ljótt skilti fyrir utan gluggann hjá okkur....fékk hálfgert sjokk að sjá það, varð eitthvað svo raunverulegt að þessu ævintýri færi að ljúka.
Annars gengur lífið bara sinn vanagang, þrátt fyrir innrásir köngulóa. Reyndar frekar annasamir tímar, ein ritgerð í höfn, ein í smíðum og ein bíður á færibandinu. En þetta hefst allt saman...einhvern veginn. Og það er heldur betur upplífgandi fyrir þreyttan námsmanna-andann að fara niður á bókasafn, alveg yndislegt að arka yfir Meadows undir bleikum kirsuberjatrjánum sem mynda göng. Við fórum niður eftir um daginn, um leið og bólu-hjálmar fékk útivistarleyfi, og tókum fullt af myndum. Ég þurfti svo að fara þangað niður eftir í gær og þá rigndi yfir mann blómstrunum...bleik snjókoma í apríl. Ég sé það að ég verð að koma á þessum tíma hingað í framtíðinni, bara til að sjá kirsuberjatréin ;)
Hver kannast ekki við að vera allt í einu kominn í aðstöðu sem manni langar ekkert sérstaklega að vera í? Ég fór á fund með hópnum mínum um daginn og ræddi við kennarann minn eftir tímann, ég hef nefnilega ekki enn fengið einkunn fyrir ritgerð sem við skiluðum í desember. Honum fannst þetta ægilega leiðinlegt og stingur upp á því að við förum bara saman að ræðum við kennarann sem átti að gefa einkunnina. Og sá kennari er sá sem leiðbeinir mér með lokaritgerðina, vænsti kall. Frekar vandræðalegt fyrir mig að þurfa að standa þarna og kom svoldið út eins og ég hefði verið að kvarta undan honum...úff. Ojæja, það gekk samt allt upp og ég fór svo að hitta hann daginn eftir, til að ræða um lokaritgerðina mína. Haldiði ekki að kallinn byrji á að segja mér frá ráðstefnu/fyrirlestrardegi um íslamska list sem verður hér í lok ágúst...og hann vill að ég haldi fyrirlestur!!! Ohh, ég er þegar farin að kvíða því en gat auðvitað ekki sagt nei. Þetta er samt gott tækifæri og eins og hann sagði sjálfur, á eftir að líta vel út á cv-inu mínu...
Segjum það gott í bili, ætla út á starbucks, kaupa mér muffins og fara út á links að spísa hann, á meðan lilleman hjólar á gangandi vegfarendur...
Kveðja,
Mags
p.s. búin að segja upp leigunni frá og með 31. ágúst, og strax komið upp ljótt skilti fyrir utan gluggann hjá okkur....fékk hálfgert sjokk að sjá það, varð eitthvað svo raunverulegt að þessu ævintýri færi að ljúka.