fimmtudagur, maí 11, 2006

Aðeins meira....


Í tilefni af því að ég er komin í frí og sumarið er framundan (og jú af því að heilinn er enn fullur af listasögu) skelli ég þessari skemmtilegu mynd inn. Svona ætla ég að vera í sumar...alveg hreint dásamlegt, hehe, kallinn hlæjandi í grasinu, kjellan í rólu og barnið... ja sennilega bara í pössun ;)

Annars er myndin eftir Fragonard, franskan rókókómálara, og var máluð fyrir ríkan greifa. Hann bað sérstaklega um að hún yrði svona, þ.e. hjákonan í rólunni og hann í grasinu að reyna að sjá undir pilsið...assgotans perrinn...mér finnst mín hugmynd betri !

Já og svo er mar´bara búin að fá inngöngu í University of Sussex, í Brighton..þabbarasona...spennandi að sjá hvað kemur út úr Edinborgarumsókninni.

Jæja ég er hætt! Ætla að leggjast í leti....og borða nammi..ussss usss...

Jaaahúúú !

Ég er opinberlega komin í frí ! Tók eina prófið mitt í dag og gekk bara nokkuð vel fannst mér. Enda var ég búin að liggja gjörsamlega oní bókunum og orðin vel skökk og skæld í skrokknum...að ég tali ekki um algjört overload af listasögu-staðreyndum. Það lá við að það lækju úr eyrunum á mér staðreyndir um da Vinci, Michelangelo og chiraoscuro....og ég veit ekki hvað og hvað.

Þannig að nú má sumarið koma í öllu sínu veldi (uuu íslenska veldi !?!), það er búið að vera ferlegt að liggja yfir bókunum í blíðunni sem hér hefur verið síðustu daga... En nú er ég til í slaginn með tilheyrandi gönguferðum, sólböðum, ferðalögum og grillerí :)

Talandi um gönguferðir... ég skellti mér í eina stutta hér um hverfið, svona rétt til að rétta hryggsúluna við. Á heimleiðnni geng ég fram hjá leikskóla guttans...er á rosa strunsi með nýja ipodinn sem kjaaallinn gaf mér í botni...þegar ég sé að það eru einhverjir drengstaular að leika sér á þaki leikskólans. Svo sem ekkert merkilegt nema að einn af þeim virðist vera að míga ofan í garðinn sem blessaðir sakleysingjarnir leika sér í á daginn. Ég náttúrulega snarstoppa og sé þá að enn einn er í garðinum og ég fæ ekki betur séð en að hann sé að sveifla sínu tóli og spreyja yfir grasið !

Ég sé rautt og æði af stað yfir götuna...hringi í kallinn til að fá moral support og sé í huganum barnið mitt leika sér daginn eftir... í hlandi pörupiltana. Svo dettur mér nú bara í hug að hringja í lögguna...kannski aðeins of fljót á mér en ég var frekar reið og hugsaði nú með mér að unglingar í dag væru nú svo kreisí að þeir myndu nú pakka einni litli kellingu saman. Löggan segir auðvitað bara jámm og humm og segist ætla að kíkja á þetta, sem ég efast stórlega um að þeir hafi gert. Jæja svo ég ákveð að doka aðeins við og sjá hvað gerist...hvort löggimann láti sjá sig. En auðvitað eru blessaðir drengirnir fljótlega búnir að tæma blöðruna og ekkert fjör lengur og fara að tygja sig í næstu sjoppu.

Auðvitað gat ég ekki látið drengina sleppa svona auðveldlega svo ég stekk á þá og spyr þá hvort þeir hafi verið að míga í grasið. Þeir verða nú hvummsa og ég sé að þetta eru bara lítil grey að reyna að vera töff...ekki ólíkt sumum fyrrverandi nemenda minna og ég hef nú tekið nokkra svoleiðis í nefið ;) Þeir neita auðvitað öllu en reyna að ganga hratt til að losna við mig þar sem ég les þeim pistilinn. Svo klykki ég út með því að segja þeim að þeir séu bara heppnir að vera að lufsast í burtu því ég hafi hringt í lögguna...og þá kom sektin berlega í ljós. Það var ansi góð tilfinning að sjá þá þjóta skelkaða eftir Langholtsveginum :)

Eftir stóð ég ... neighbourhood-guardian...hverfið var öruggt...