Sól og haglél...
...það hefur nú nokkrum sinnum gerst heima á Fróni að það bresti á haglél í júní. Ég minnist þess að vera að gróðursetja rósir í einhverri sumarvinnunni og fá yfir mig haglélsdembuna...en þá hefur nú hitastigið yfirleitt verið í samræmi við haglélið. Hér í Edinborg eru núna ca. 15 og hálf gráða og glittir í bláan himinn inn á milli hvítra skýjanna...ekki beint líklegt að fá yfir sig haglél. En rétt í þessu var nú samt að klárast slík demba, með nokkuð stórum élum...ja hérna hér, skrýtið veðurfar.
Annars er ég alveg farin að sjá kaldhæðnina í veðrinu hér. Síðasta sumar heima á Íslandi var vægast sagt ömurlegt (er nokkur búin að gleyma því??) og það var eitt af því sem gerði ákvarðanatökuna um brottflutninga léttari. Nú finnst mér eins og veðurguðirnir séu aðeins að núa mér því um nasir og sýna mér að grasið er ekki alltaf grænna hinu meginn við lækinn...því veðrið hér hefur verið frekar leiðinlegt undanfarið. Einhvers staðar hefur pöntunin mín um "Geggjað útlandaveðurs sumar" farið á flakk í kerfinu hjá þeim. Það verður samt að segjast að þegar sólardagarnir koma eru þeir ansi heitir og góðir...
Nóg um veðrið...Af okkur er bara allt fínt að frétta og hlutirnir í svona nokkuð réttum farveg. Stubbur er farinn aftur á leikskólann eftir viku inniveru...þeir feðgar voru komnir með cabin-fever á háu stigi undir lokin. Við höfum verið dugleg að social-læsa undanfarið (að hugsa sé, félagsbælda fólkið!). Við fórum á 17. júní hjá Íslendingafélaginu og áttum þar mjög góðan dag. Á síðasta sunnudag buðum við heim í afmælisveislu fyrir stubb og þar komu þrjár íslenskar prinessur til að fagna með prinsinum og hann var að vonum kátur með daginn. Í gærkvöldi buðu Rósa, Biggi og Bjarnheiður okkur í mat til sín og dagskráin átti að vera á þessa leið: matur, súkkulaðigosbrunnur og spil....en við komumst aldrei lengra en í súkkulaðigosbrunninn! Við festumst algerlega þar við að dýfa ávöxtum í gómsætt súkkulaðið og spilið fór ekki einu sinni upp úr pokanum ;)
Ég hef líka eitthvað verið að dunda mér við að hitta skólafélagana inn á milli skrifta. Kínverska vinkona mín bauð mér til sín í kvöldmat og eldaði hún fyrir mig fínindis kínverskan mat. Það var skemmtileg upplifun að koma til hennar því hún býr í háskólahúsnæði þar sem hver hefur sér herbergi en sameiginlegt eldhús og stofu með öðrum. Á hæðinni hennar búa 7 kínverskar og ein frá Kóreu og þær voru flestar að elda eitthvað gómsæti þegar ég kom þangað...mjög gaman að fylgjast með þeim og auðvitað fékk ég að smakka hitt og þetta :P
Á mánudaginn fór ég með nokkrum úr skólanum á pubquiz. Þetta fyrirbæri er nokkuð algengt, en þetta er spurningakeppni á pöbbinum þar sem fólk hópar sig saman og glímir við alls kyns spurningar og auðvitað vinningar í boði. Við unnum í þetta skiptið, hvítvínsflösku sem var náttúrulega stútað um leið...
Jæja...þetta er farið að hljóma eins og ég geri ekki annað en að skemmta mér og vanræki lærdóminn! Ég? Never !!!
Bestu kveðjur heim á Frón...þar sem ég er viss um að sólin er að bræða alla í fjarveru minni..njótið vel ;)
Annars er ég alveg farin að sjá kaldhæðnina í veðrinu hér. Síðasta sumar heima á Íslandi var vægast sagt ömurlegt (er nokkur búin að gleyma því??) og það var eitt af því sem gerði ákvarðanatökuna um brottflutninga léttari. Nú finnst mér eins og veðurguðirnir séu aðeins að núa mér því um nasir og sýna mér að grasið er ekki alltaf grænna hinu meginn við lækinn...því veðrið hér hefur verið frekar leiðinlegt undanfarið. Einhvers staðar hefur pöntunin mín um "Geggjað útlandaveðurs sumar" farið á flakk í kerfinu hjá þeim. Það verður samt að segjast að þegar sólardagarnir koma eru þeir ansi heitir og góðir...
Nóg um veðrið...Af okkur er bara allt fínt að frétta og hlutirnir í svona nokkuð réttum farveg. Stubbur er farinn aftur á leikskólann eftir viku inniveru...þeir feðgar voru komnir með cabin-fever á háu stigi undir lokin. Við höfum verið dugleg að social-læsa undanfarið (að hugsa sé, félagsbælda fólkið!). Við fórum á 17. júní hjá Íslendingafélaginu og áttum þar mjög góðan dag. Á síðasta sunnudag buðum við heim í afmælisveislu fyrir stubb og þar komu þrjár íslenskar prinessur til að fagna með prinsinum og hann var að vonum kátur með daginn. Í gærkvöldi buðu Rósa, Biggi og Bjarnheiður okkur í mat til sín og dagskráin átti að vera á þessa leið: matur, súkkulaðigosbrunnur og spil....en við komumst aldrei lengra en í súkkulaðigosbrunninn! Við festumst algerlega þar við að dýfa ávöxtum í gómsætt súkkulaðið og spilið fór ekki einu sinni upp úr pokanum ;)
Ég hef líka eitthvað verið að dunda mér við að hitta skólafélagana inn á milli skrifta. Kínverska vinkona mín bauð mér til sín í kvöldmat og eldaði hún fyrir mig fínindis kínverskan mat. Það var skemmtileg upplifun að koma til hennar því hún býr í háskólahúsnæði þar sem hver hefur sér herbergi en sameiginlegt eldhús og stofu með öðrum. Á hæðinni hennar búa 7 kínverskar og ein frá Kóreu og þær voru flestar að elda eitthvað gómsæti þegar ég kom þangað...mjög gaman að fylgjast með þeim og auðvitað fékk ég að smakka hitt og þetta :P
Á mánudaginn fór ég með nokkrum úr skólanum á pubquiz. Þetta fyrirbæri er nokkuð algengt, en þetta er spurningakeppni á pöbbinum þar sem fólk hópar sig saman og glímir við alls kyns spurningar og auðvitað vinningar í boði. Við unnum í þetta skiptið, hvítvínsflösku sem var náttúrulega stútað um leið...
Jæja...þetta er farið að hljóma eins og ég geri ekki annað en að skemmta mér og vanræki lærdóminn! Ég? Never !!!
Bestu kveðjur heim á Frón...þar sem ég er viss um að sólin er að bræða alla í fjarveru minni..njótið vel ;)