Málin standa þannig...
...að eftir nokkurra daga andlegs gjaldþrots komst ég loks í gang. Eftir að ég skilaði ritgerð númer tvö á mánudag var úr mér allur vindur og ég gat bara engan veginn fengið mig til að setjast niður við skriftir aftur. Þetta olli að sjálfsögðu þó nokkru stressi, þar sem skilafrestur og brottfarardagur til Íslands nálgast óðum. Jæja eftir að dansa aðeins í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut settist ég loks niður í dag og byrjaði. Mér til mikillar undrunar náði ég barasta að koma frá mér rúmlega 2000 orðum á einum degi...sem mér finnst bara ansi góð afköst. Þannig að þetta hefst kannski eftir allt...
Nóg um það...ætlaði nú að segja hér frá ferð okkar á Beltane eldhátíðina á síðasta mánudag. Hátíð þessi byggir á fornum keltneskum hefðum og snýst um að fanga sumri með því að kveikja elda og brenna á táknrænan hátt allt hið gamla. Samskonar hátíðir eru haldnar víðsvegar í UK og Írlandi og heita þá oft Maí-hátíðir. Beltane er haldin á Calton Hill sem er í miðbæ Edinborgar og þetta árið voru víst í kringum 8000 manns staddir þarna. Þetta var hin skemmtilegasta upplifun og gaman að kynna sér söguna á bak við allt húllumhæið, þ.e. hvað þetta á allt saman að tákna.
Hátíðin hefst á því að Maí-drottningin fer í gegnum eldhlið í fylgd skjaldmeyja sinna og heils hers af alls kyns verum og trumbuslögurum. Síðan liggur leið þeirra um hæðina og stoppa þau á nokkrum stöðum sem eiga að tákna frumefni jarðarinnar; eldur, vatn og loft. Á hverri stoppistöð voru atriði sem tengdust þessu og á leiðinni hitta þau fyrir rauða ára sem eiga að standa fyrir óheft og óbeisluð öfl. Hátíðin nær svo hámarki rétt fyrir miðnætti þegar græni maðurinn fæðist á svæðið en hann táknar nýgræðing sumarsins. Að lokum er kveikt á heljarinnar varðeldi.
Það var virkilega gaman að sjá þetta en okkur leið í fyrstu eins og agalega óábyrgum foreldrum, því ekki var mikið um börn á svæðinu. Elvar var í fyrstu frekar skelkaður, sérstaklega þegar tveir árar stoppuðu hjá okkur og fóru að kjá framan í okkur. Við vorum því farin að huga að því að fara bara þegar hann hristi þetta af sér og byrjaði bara að skemmta sér vel, litli stubburinn. Hann fílaði sig alveg í botn við að horfa á rosalega flott elddansara atriði, klappaði og flautaði.
Við ákváðum þó að vera ekki allan tíman og misstum því af lokaatriðinu...en stefnum bara á að mæta aftur að ári og þá jafnvel barnlaus ;)
Ég læt hérna fylgja með nokkrar myndir og set svo fljótlega inn fleiri á myndasíðuna okkar...held ég láti það vera að setja myndir af hálf-nöktum púkum á síðuna hans Elvars...
Nóg um það...ætlaði nú að segja hér frá ferð okkar á Beltane eldhátíðina á síðasta mánudag. Hátíð þessi byggir á fornum keltneskum hefðum og snýst um að fanga sumri með því að kveikja elda og brenna á táknrænan hátt allt hið gamla. Samskonar hátíðir eru haldnar víðsvegar í UK og Írlandi og heita þá oft Maí-hátíðir. Beltane er haldin á Calton Hill sem er í miðbæ Edinborgar og þetta árið voru víst í kringum 8000 manns staddir þarna. Þetta var hin skemmtilegasta upplifun og gaman að kynna sér söguna á bak við allt húllumhæið, þ.e. hvað þetta á allt saman að tákna.
Hátíðin hefst á því að Maí-drottningin fer í gegnum eldhlið í fylgd skjaldmeyja sinna og heils hers af alls kyns verum og trumbuslögurum. Síðan liggur leið þeirra um hæðina og stoppa þau á nokkrum stöðum sem eiga að tákna frumefni jarðarinnar; eldur, vatn og loft. Á hverri stoppistöð voru atriði sem tengdust þessu og á leiðinni hitta þau fyrir rauða ára sem eiga að standa fyrir óheft og óbeisluð öfl. Hátíðin nær svo hámarki rétt fyrir miðnætti þegar græni maðurinn fæðist á svæðið en hann táknar nýgræðing sumarsins. Að lokum er kveikt á heljarinnar varðeldi.
Það var virkilega gaman að sjá þetta en okkur leið í fyrstu eins og agalega óábyrgum foreldrum, því ekki var mikið um börn á svæðinu. Elvar var í fyrstu frekar skelkaður, sérstaklega þegar tveir árar stoppuðu hjá okkur og fóru að kjá framan í okkur. Við vorum því farin að huga að því að fara bara þegar hann hristi þetta af sér og byrjaði bara að skemmta sér vel, litli stubburinn. Hann fílaði sig alveg í botn við að horfa á rosalega flott elddansara atriði, klappaði og flautaði.
Við ákváðum þó að vera ekki allan tíman og misstum því af lokaatriðinu...en stefnum bara á að mæta aftur að ári og þá jafnvel barnlaus ;)
Ég læt hérna fylgja með nokkrar myndir og set svo fljótlega inn fleiri á myndasíðuna okkar...held ég láti það vera að setja myndir af hálf-nöktum púkum á síðuna hans Elvars...